Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Nżja dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Nżja dagblašiš

						UTBREIDID
NÝJA
DAGBLAÐIÐ

5. ár.
Reykjavík, fimmtudaginn 4. marz 1937.
52. blað
Frá  verstöðvunum:
Aflinn glæðist
Frá Reykjavik ganga aðeins þrír
vélbátar, sem koma að dagl.ega, en
það eru Dagsbrún, Haíþór og
Fram, 16—22 smál. að stœrð. í
gær var afli þessara báta 8—12
skp. og er það mun meiri veiði en
verið hefir. Er aflinn mjög vænn
og sérstaklega lifrarmikill. Útilegu-
bátar eru Jón porláksson, por-
steinn og Geir goði, hver um sig
um 60 smál. Tveir hinir fyrnefndu
veiða á lóð, en Ge.ir goði fór í
fyrrakvöld með þorskanet.
Sleipnir frá Norðfirði er útilegu-
Látur, sem leggur hér upp afla,
en flytur hann síðan til Norðfjarð-
ar að mestu léyti. Aðeins eitt línu-
veiðagufuskip, Sigríður, stundar
þorskveiðar frá Reykjavík. Álftin
frá Akranesi kom hingað í gær-
kvöldi með 12 skp. .
Frá Vestmannaeyjum. f gær
voru 20—30 bátar með net við
Vestmannaeyjar. Fimm þeirra
fengu 800—1600, hinir 100—400.
Allir aðrir Eyjabátar, en þeir eru
80 að tölu, voru með lóð og fengu
i gærdag frá 300—1200. Aflinn þar
eins og hér er mjög vænn og lifr-
armikill. Sækja Eyjabátar suðvest-
ur fyrir Eyjar og virðist afli vera
að glæðast á línu síðustu daga.
Síðan vertíð hófst hafa Eyja-
skeggjar flutt til Englands 3—4
þús. kassa af ísaðri ýsu og ísuð-
um hrognum, til Svíþjóðar 1000
kassa af pækilsaltaðri löngu, til
Hollands 100—200 tunnur af pækil-
söltuðum þorski og til Danmerkur
1500 pk. af blautum saltfiski.
Frá Keflavík. paðan réru alhr
bátár í fyrrinótt. Afli var 6—12
skp. á þá báta, sem komnir voru
að um miðaftan í gær. Sjóveður
var ágætt.
Frá Grindavík.. Grindvíkingar
eru nú að byrja að leggja net sín.
Síðastliðinn sunnudag lagði 1 bát-
ur 5 net og vitjaði um þau á
þriðjudag og fékk 500 þorska. í
gærmorgun lögðu mern almennt
net og 3 bátar vitjuðu um þau í
gær og komu að með góðan afla.
Frá SandgerSi réru allir bátar
í gær. Afli var um 10—12 skp. á
bát.
Frá Sandi. Allir bátar á Sandi
réru í gær. Afli var góður eða
500—1500 kg.
Til Hornafjarðar eru farnir frá
Norðfirði á veiðar á þessari ver-
tíð vélbátarnir Björg, Björgvin og
.Auðbjörg og floiri bátar eru að bú-
ast a veiðar þaðan.
Bílíært á harðienní
Á sunnudag komst bifreið aust-
an yfir Hellisheiði að Kolviðarhól,
en í gærdag fóru fjórar bifreiðar
héðan úr bænum austur yfir Fjall.
Var ein þeirra 2% klst. á leiðinni
frá Lögbergi austur á Kambabrún,
var hún með flutning og fór veg-
leysu á harðfenni.
Fram að þessu hefir algengum
bifreiðum eigi verið fært lengra
en að Lögbergi.
Aðalfundur Mjólkurbús Flóamanna
Þrátt fyrir 45°|0 mjólkuraukningu á
árinu borgar búið bændunum sama
verd  fyrír  mjólkína  og  árið  áður,
eða 19,56 aura
Fundurínn samþykkti traust til forystumanna
mjólkurskipulagsins.
Aðalfundur Mjólkurbús Flóa-
manna var haldinn að Skeggja-
stöðum laugardaginn 27. fyrra
mánaðar.
Árið 1936 hafði búið tekið á
móti 4.365.696 lítrum af mjólk. Ár-
ið 1935 var mjólkin 3.003.187 lítrar.
Hafði mjólkin því aukizt um
1.362.509 lítra á árinu, eða um 45
af hundraði.
Meðalfita allrar mjólkur var
3,72 af hundraði, eða eins og árið
áður. Meðalverð, útborgað til fé-
lagsmanna var 19,56 aurar fyrir
lítra og er það sama verð og síð-
astliðið ár.
Reksturskostnður í búinu varð
2.71 eyrir á lítra og flutningskostn-
aður greiddur af búinu 2,30 aurar
á lítra. Allur reksturskostnaður
varð því 5,01 eyrir á lítra.
Á árinu hafði verið búið til
srnjör 68.212 kílógrömm, skyr
260.495 kílógrömm og ostur 166.233
kílógrömm. Rjómi seldur frá bú-
inu á árinu var 113.500 lítrar.
Svofelld traustsyfirlýsing var m.
a. samþykkt á fundinum:
„Fundurinn þakkar iandbúnað-
arráðherra, meiri hluta mjólkur-
samsölunefndar, framkvæmdar-
stjóra samsölunnar og stjórn
mjólkurbúsins fyrir vel unnin störf
vcgna  m]'óikurmálanna,  og  lýsir
fyllsta trausti á starfi þeirra fram-
vegis".
Sigurgrímur Jónsson var endur-
kosinn í stjórn búsins og Eiríkur
Jónsson endurkosinn endurskoð-
andi.
Hallgrímskirkjan
Hér fer á eftir dómur nafnkenndasta húsagerð-
arfræðings Norðmanna, prófessor dr. Sverre
Pedersen, um Hallgrímskirkjuteikningu Guð-
jóns Samúelssonar. Var hann birtur í blaðinu
Niðarós 18. febrúar síðastliðinn
— — — „En jafnvel af húsa-
myndum er hægt að mynda sér
skoðun um skapgerð og hæfileika
byggingameistaranna, sem reist
hafa húsin.
Myndin af þcirri kirkju, sem ís-
lendingar ætla að reisa til minn-
ingar um  sitt  mikla  sálmaskáld,
Hallgrím Pétursson, er ljóst dæmi
um þetta. pað er hinn mikli fer-
strendi turn, sem fyrst vekur eftir-
tekt.  Áhorfandanum  finnst  strax
að turninn sé voldugt dánarminn- I
ismerki,  og  það  á hann  líka að j
¦\ era. Turninum á Hallgrímskirkju |
er  ekki  skipt í  hæðir  eins og á S
ckkar fögru dómkirkju hér í Nið- '
arósi. í kirkjuturni Guðjóns Samú- :
elssonar eru allar línur lóðréttar, j
frá  efstu brún  niður  að  grunni.
En af stærð dyranna er hægt að j
giska  á  önnur  stærðarhlutföll  í ''
byggingunni.   Turninn  er  ekki
„kvadradiskur"  eins  og í  pránd-
heimsdómskirkju, heldur á grunni
sem  er  rétthyrningur,  þannig að
framhlið  turnsins  er  lengri  en
hliðarnar.  Turninn  á  Hallgríms-
kirkju  Guðjóns  Samúelssonar  er
hliðsettur  turni  annarar  nútíma-
byggingar,   Grundtvigskirkjunnar
i Kaupmannahöfn. í báðum kirkj-
unum eru óbrotnar, hækkandi lín-
ur í turnbyggingunum.
pjóðleikhúsið í Reykjavík eftir
prófessor Guðjón Samúelsson er
með keimlíkum blæ og Hallgríms-
kirkjan. Báðar byggingarnar eru í
samræmi við gerð blágrýtisfjall-
anna. Hvelfingin í lcikhúsinu lík-
ist loftinu í basalthelli, þegar
komið er inn í áhorfendasalinn.
Mcnn scm lifa á flatlendi eiga
ef til vill erfitt með að skilja
klcttarómantíkina í þessum bygg-
ingum. En við, sem búum í fjalla-
löndum skiljum þetta. pegar allt
kemur til alls er húsgerðarlistin
tákn um orku. í fyrstu kann
mönnum að finnast þossi náttúru-
dýrkun í steini af stórfelld. En
mcnn venjast því stórfellda, og þá
kemur fram fegurð stílsins".
Að lokum minnist prófessorinn
á haskólabyggingu Guðjóns Sam-
úclssonar og sundhöllina og fer
lofsamlegum orðum um báðar
byggingarnar. Stúdentagarður Sig-
urðar Guðmundssonar þykir hon-
um minna á Hollendinginn
Dudoks.
Merkilegt  er  að  Norðmanninn
Ný aðíerð við síldveíðar á
djúpmíðum reynd í Noregi
KAUPMANNAHÖFN:
Norskt fiskirannsóknaskip, nýtt,
kom til Stavanger í gær, til þess
að aðstoða við tilraunir, sem fylgt
er af mesta áhuga meðal fiski-
manna í Noregi, og ýmsir telja,
að geti haft óútreiknanlegar af-
ieiðingar fyrir þróun norskra fiski-
mála. Tilraunirnar verða í því
fólgnar, að veiða síld með nýrri
gerð af botnvörpu. Eigendur upp-
Tjarnarhólminn
verður stækkaður
Tjörnin er ein af gersemum.
bæjarins. En ein gersemi Tjarnar-
innar er fugíalífið. Með aukinni
friðun og vaxandi menningu bæj-
arbúa hefir fuglunum fjölgað sern
hætt hafa á að lifa lifi sínu í ná-
býli við okkur Reykvíkinga, og
alveg sérstaklega virðast þeir hafa
keppt um bólsetu í Tjarnarhólm-
anum um varptímann.
TiVjögur hafa komið fram um
það að stækka Tjarnarhólmann,
og hefir bæjarstjórn horfið að því
ráði. Er þegar tekið að flytja grjót
og jarðveg, sem nota á til útfærsl-
unnar út í hólmann. Er það flutt
á bifreiðum, með því að þykkur
ís er nú á Tiörninni.
Beittist einhver félagsskapur
fyrir því að búa til annan hólma
í Tjörnina, t. d. hæfilega nærri
suðvesturlandinu, er ekki ólíklegt
að honum yrði vel til um ókeypis
bíla til aðflutnings á efni, ef
„áhugamennimir" sjálfir gengju í
það að losa grjót og annað efni,
sem   til   slíkrar   framkvæmdar
þyrfti.             :.¦ um
Framsóknarfélag
stoinaðíBolungarvík
Seint i síðastliðnum mánuði
gengust nokkrir áhugasamir Fram-
sóknarmenn i Bolungarvík fyrir
slofnun Framsóknarfélags þar.
Stofnendur voru aðeins fimmtán, |
en hinsvegar er kunnugt all-
margra fylgismanna Framsóknar- i
flokksins, sem eigi höfðu aðstöðu
til að ganga í félagið á stofnfund-
inum, en munu ganga í það síðar.
I stjórn félagsins voru kosnir
pórður Hjaltason bóndi á Ytri-
Búðum foi-maður, Jens E. Níelsson
kcnnari Ytri-Búðum og Guðmund-
ur Magnússon bóndi Hóli.
skyldi gruna að andlegir „flat-
lendingar" væru ólíklegir til að
meta fegurð basaltstílsins.
finningarinnar eru Gresholmen
Slip og Mekanisk Verksted og
Otto Olsen verkfræðingur, sem
hefir fundið upp vöi*puna.
Með vörpu þessari gera ýmsir
sér í hugarlund, að unnt verði að
veiða síld á mjög miklu dýpi. Til-
raunirnar verða gerðar með rann-
sóknarskipinu og yeiðiskipi, sem
einnig er smíðað eftir nýrri gerð.
Ætlanin er, að finna síidartorfurn-
ar í djúpunum með bergmálsdýpt-
armæli og reyna síðan hina nýju
vörpu við slíkar djúpveiðar.  FÚ.
Byggíngar í Rcykja-
vík á síðastliðnu árí
Byggingarfulitrúinn í Reykjavík,
Sigurður Pétursson, hefir nýlega
sent frá sér skýrslu um bygging-
ar, sem reistar hafa verið í
Reykjavík a síðastliðnu ári.
Samkvæmt þeirri skýrslu hafa
alls verið byggð 166 ný hús í bæn-
um á þessu ári, en um 20 gömul
hús hafa verið stækkuð. Af þess-
mu 166 húsum eru 107 íbúðarhús,
5  opinberar byggingar og sam-
komuhús, 10 vinnustofur og verk'
smiðjuhús, 8 gripa- og alifuglahús,
30 geymsluhús og bílskúrar og 6
spennistöðvar. í tveimur íbúðar-
húsanna eru verzlanir. Stærð hús-
anna er rúmlega 100 þús. rúm-
metrar og eru um 5 af hundraði
af þeim timburhús, en hitt stein-
hús.
í húsum þessum eru alls 279
íbúðir og er þá í flestum tilfell-
um miðað við tveggja og þriggja
herbergja íbúðir og ásamt eldhúsi,
en þó er í 5 tilfellum miðað við
6 og 7 herbergja íbúðir og eldhús.
Byggingarkostnaðurinn nemur alls
hátt á fimmtu milljón króna, og
er þá ekki reiknaður með kostnað-
ur við girðingar um lóðir eða því
um líkt né við breytingar á göml-
um húsum, ef þær breytingar hafa
ckki aukið húsrúm í för með sér.
Hernaðarlist
skyldunámsgrein
smábarna
í Moskva var í gær gefin út til-
skipun um að öllum börnum, frá
8 ára að aldri til herþjónustuald-
urs skyldi veitt tilsögn í hernaðar-
vísindum og hernaðarkænsku. Til
notkunar við kennsluna á að búa
til milljónir smá-skothylkja, gas-
grímur og jafnvel flugvélar, fall-
hlífar og hernaðarbifreiðar. pá á
að skipuleggja leiki skólabarna á
þann hátt að þeir lúti að hernað-
arlcgri starfsemi. FÚ.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4