Nýja dagblaðið - 06.01.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 06.01.1938, Blaðsíða 1
ID/^GpIBIL^ÐIHÐ 6. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 6. janúar 1938. 3. blað ANN ÁLL 6. dagur ársins. Sólarupprás kl. 10,18. Sólarlag kl. 2,49. — Ardegisháflæður í Reykjavík kl. 8. Ljósatími bifreiða er frá kl. 3 síðdegis til kl. 10 ár- degis. Næturlæknir er í nótt Kristín Ólafsdóttir, Ingólfs- stræti 14, sími 2161. — Næturvörður er í Ingólfs-apóteki og Laugavegs- apóteki. Dagskrá útvarpsins: Kl. 8,30 Dönskukennsla. 10,00 Veður- fregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 18,13 Barnatími. 19,10 Veðurfregnir. 19,30 Hljómplötur: Létt lög. 19,40 Augl. 19,50 Préttir. 20,15 Lúðrasveit Rvíkur leikur. 20,40 Leikrit: „Misskilningurinn", skólaleikur frá 1867, eftir Kristján Jónsson skáld. (Leikstj.: Lárus Sigurbjörnsson). 22,40 Danslög. 23,30 Dagskrárlok. Áheit á Strandarkirkju frá Á. Á. kr. 15,00. Vélstjórafélag íslands heldur jólatrésskemmtun sína að Hótel Borg 12. janúar næstkomandi. Trúlofun. Á nýársdag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Kristín Gísladó.ttir, hrepp- stjóra að Stóru-Reykjum, Jónssonar, og Vilhjálmur Þorsteinsson að Húsa- tóftum. Hjónaband. Á nýársdag voru gefin saman í hjónaband af séra Garðari Þorsteins- syni ungfrú Bergrós Jónasdóttir frá Efri-Kvíhólma undir Eyjafjöllum og Eyþór Erlendsson frá Helgastöðum í Biskupstungum. Heimili þeirra er að Merkurgötu 14, Hafnarfirði. Nýútsprungin blóm. Samkvæmt heimild fréttaritara út- varpsins á Dalvík eru nú blóm, stjúp- móðurblóm og bellis, nýútsprungin í garði að Völlum í Svarfaðardal. Anna Borg leikur í danska útvarpið. í dag kl. 6 síðd. eftir íslenzkum tíma verður leikrit danska skáldsins og prestsins Kai Munk, er hann nefnir „Cant“, leikið i danska útvarpið. Fjall- ar leikritið um Henrik 8. Englands- konung og konur hans. Anna Borg Reumert leikur aðalkvenhlutverkið, Önnu Boleyn, eina af drottningum Henriks 8. — FÚ. Orrafundur verður annað kvöld. Til leiðréttingar skal tekið fram, að Otti Sæmunds- son er fæddur 20. okt. 1918 og að móðir hans heitir Guðríður Ottadótt- ir, en ekki Guðríður Árnadóttir eins og sagt var í blaðinu í gær. Gömlum kenn ara íagnað Gamlir nemendur af Samvinnu- skólanum, sem búsettir eru í Vest-. mannaeyjum, efndu til samkvæmis og buðu til sín Jónasi Jónssyni til þess að fagna sínum gamla skólastjóra og kennara, nú þegar hann var þar á ferð, og munu þeir þó mjög skiptir að stjórnmálaskoðunum. Hafði sam- kvæmi þetta verið hið ánægjulegasta og ákveðið að stofnað skyldi í Vest- mannaeyjum deild í Nemendasam- bandi samvinnuskólans með þeim 12 nemendum, sem þarna áttu hlut að. „Samíylking" í Reykjavík Lítlar breytíngar á lísta íhaldsíns Samkvæmt fregnum, sem bráust úr herbúðum socialista og kommúnista í gær, benda allar líkur til þess, að „samfylking" verði milli þessara flokka í bæjarstjórnarkosningunum hér í bænum. Á fundi, sem fulltrúaráð socialista hélt í fyrrakvöld var eftir harðar deilur samþykkt með litlum atkvæða- mun (35 gegn 27) að leita eftir sam- starfi við kommúnista. Var kosin sér- stök nefnd til að fara á fund þeirra og ræða um sameiginlegan lista. Munu kommúnistar strax hafa sett þau skilyrði að fá tvö af efstu fjórum sætunum á listanum, en þau munu mega teljast nokkurnveginn örugg. Mun samninganefnd socialista hafa gengið að þessu, en fulltrúaráð þeirra á enn eftir að samþykkja það. Mun vafalaust ekki standa á samþykkt þess, því Héðinn Valdimarsson hefir ráð á meirihlutanum þar. íhaldið mun hafa gengið frá sínum lista og verða ekki neinar manna- breytingar í efstu sætunum að því er bezt er vitað. Fjárlög Roosevelts eni 100 millj. ster- lingspuiida lægri en í fyrra. LONDON: Roosevelt Bandaríkjaforseti lagði boðskap sinn um fjárlögin fram í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær. Áætluð útgjöld eru 100 milljónum sterlingspunda lægri en í fyrra. Ráðgert er að verja minna fé en í fyrra til opinberra verka, en meira til þess að koma í veg fyrir tjón af völdum flóða. Til landvarna er ráð- gert að verja 11 milljónum sterlings- punda meira en í fyrra, og verður framlag það sem gert er ráð fyrir á fjárlögunum í þessu skyni ef til vill aukið síðar. FÚ. Vctrarhörkur í Míð-Evrópu Aldrei mciri síð- astliðin 10 ár. LONDON: í Mið-Evrópu eru nú hin mestu frost, sem þar hafa komið í 10 ár. í Suður-Þýzkalandi, Búlgaríu og Tékkóslóvakíu er hið mesta fannfergi. Samgöngur eru víða tepptar, bæði á vegum og með járnbrautum. Á Ítalíu eru einnig fádæma kuldar. Allar ár í Ungverjalandi eru lagðar, nema Donau, en í henni er mikið íshroð og fer sívaxandi. Vegurinn milli Buda- pest og Wien er ófær. í Tékkósló- vakíu eru úlfar farnir að leita ofan í mannabyggðir. í Svíþjóð er einnig mikið fann- fergi og frosthörkur. Er víða orðinn vatnsskortur í sveitum og í Norður- Svíþjóð gera úlfar orðið talsverðan usla. FÚ. Framsóknarílokknrinn bvður fram Flagfélag fær flugvél í Gjaldeyrisnefnd hefir nýlega veitt Flugfélagi Akureyrar inn- flutningsleyfi fyrir flugvél. Flugfélag Akureyrar var stofn- að í júnímánuði s. 1. með 35—40 þús. kr. hlutafé. í stjórn þess eru Vilhjálmur Þór kaupfélags- stjóri (formaður), Kristján Kristjánsson bifreiðaeigandi, Guðmundur Karl Pétursson læknir. Vélin sem félagið kaupir nefn- ist Vaco og er byggð í Banda- ríkjunum, tvíþekju sjóflugvél fyrir 4 farþega auk flugmanns. Vélin hefir 225 hestöfl og flug- hraðinn 200 km. á klst. Norðmenn urðu fyrstir Ev- rópuþjóða árið 1934 til þess að kaupa eina vél ^af þessari gerð, og féll þeim svo vel við hana, að þeir keyptu aðra eftir 3 mánuði. Með þessum tveim flugvélum hefir verið unnið upp stórt flug- félag í Noregi, sem heitir Viderö- Flyveselskab, og nú á og starf- rækir 12 flugvélar, aðallega í innanlandsförum. Tvær elztu vélarnar eru nú í einkaeign í Svíþjóð og daglegri notkun. Samið var um kaup á flugvél- inni þegar í haust, þar eð fyrir- sjáanleg var hækkun á slíkum tækjum, og því auðvelt að selja hana ef ekki fengist innflutn- FYRmSPURN tll Einars Orgeirs- sonar. í Þjóðviljanum í gær stendur m. a. eftirfarandi klausa: „Sannleikurinn er sá — að ♦♦ hvergi í víðri veröld hefir al- H menningur annað eins frjáls- || ræði til að stilla upp frambjóð- || endum og tryggja kosningu || þeirra eins og í Sovétríkjunum". Vegna þessara og fleiri slíkra ummæla vill Nýja dagblaðið leggja eftirfarandi fyrirspurn fyrir ritstjóra Þjóðviljans, Ein- ar Olgeirsson: Myndu kommúnistar ekki reyna að koma á samskonar „frjálsræði til að stilla upp frambjóðendum og tryggja kosn ingu þeirra" hér á landi, ef þeir hefðu aðstöðu til þess? Væri það lýðræði, ef Ólafur Thors kæmist hér til valda og breytti stjórnarskránni þannig að ekki mættu aðrir tilnefna frambjóðendur en félög verzlun- armanna, bænda og verka- manna, sem væru viðurkennd af ríkisvaldinu, og sérstök nefnd, skipuð af Ólafi Thors, ákvæði það síðan endanlega, hverjir af þessum tilnefndu frambjóðend- um fengju að vera í kjöri? u Akureyrar næsta mánuði VILHJÁLMUR ÞÓR. ingsleyfi. Er framkomin verð- hækkun talin nema 6 þús. krón- um, en kaupverðið er 50 þús. krónur. Vélinni fylgja hjól og skíði, og verður henni breytt í land- flugvél, undir eins og nothæfur flugvöllur verður fyrir hendi hér í Reykjavík, en rekstur sjóflug- véla er miklu kostnaðarsamari sakir þess hve ,,bátarnir“ valda miklum þyngslum. Agnar Koefoed-Hansen mun stjórna vélinni, en ekki er henni ætlað að verða í reglubundnum ferðum, heldur höfð til taks hve- nær sem þörf eða eftirspurn verður fyrir hendi. Ekki hefi verið ákveðið enn um aðalsetur flugvélarinnar, en talið líklegt, að hún verði að jöfnu í Reykjavík og Akureyri. Flugvélin er væntanleg hingað um miðjan næsta mánuð. Agnar Koefoed-Hansen flug- maður hefir verið ráðunautur Flugfélags Akureyrar um kaup- in á flugvélinni. Síðustu fregnir Srá Vestm.eyjum Seint í gærkvöldi bárust fregnir af fundi þeim í Vestmannaeyjum, sem samfylkingarmenn höfðu boðað til. Höfðu þeir Páll Þorbjarnarson og ísleifur þá fyrirhyggju að velja eitt af minnstu fundarhúsunum á staðn- um, sem aðeins tekur rúm 300 manns, og var laumast til að fylla það að mestu af „samfylkingarmönnum" fyr- ir settan fundartíma. Fengu þeir Framsóknarmennirnir Jónas og Eysteinn ágætis hljóð og af- bragðs undirtektir fundarmanna. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn töluðu Ástþór Matthiasson og Ólafur Auðuns- son, Alþýðuflokinn Páll Þorbjarnar- son og Kristján Friöriksson, Komm- íVestm.eyjum Fjölmennur fund- ur í fyrrakvöld Fundurinn, sem Framsóknar- flokkurinn boðaði til í Vest- mannaeyjum í fyrrakvöld, var einhver sá fjölmennasti, er þar hefir verið haldinn. Voru mættir á honum á sjötta hundrað manns, en 100—200 manns urðu frá að hverfa, vegna þrengsla í fundarsalnum. Á fundinum mættu Jónas Jónsson og Eysteinn Jónsson af hálfu flokksins. Talaði hvor þeirra í rúma klst. Var ræðum þeirra prýðilega tekið. í ræðu sinni skýrði Eysteinn m. a. frá því að Framsóknarflokkurinn myndi hafa lista í kjöri við bæj- arstjórnarkosningarnar í Vest- mannaeyjum. Eftir að þeir Eysteinn og Jón- as höfðu talað var fundarmönn- um gefinn ræðutími, ef þeir ósk- uðu, til að gera fyrirspurnir. Kom engin fyrirspurn fram, nema frá Páli Þorbjarnarsyni, sem spurði þá Eystein og Jónas, hvort þeir vildu mæta á almenn- um stjórnmálafundi, sem „sam- fylkingin“ héldi næsta kvöld. Játtu þeir því fúslega, en „sam- fylkingin“ mun hafa vonast eft- ir öðru svari. Á eftir var haldinn flokks- fundur til að ræða um framboð- ið og sátu hann um 60 manns. Framsóknarfélag hefir verið starfandi í Vestmannaeyjum um ; nokkurt skeið og hefir fylgi flokksins stöðugt verið að færast í aukana. Á fundinum kom líka fram mikill áhugi fyrir fram- boðinu og má telja fullkomlega öruggt að flokkurinn muni vinna eitt sæti í bæjarstjórnar- kosningunum. Er það líka eina vonin til þess að hægt verði að vinna meirihlutann af íhaldinu og láta starfhæfa stjórn koma í staðinn fyrir yfirráð þess. Alþýðublaðið í gær fjand- skapaðist mjög gegn þessu framboði Framsóknarflokksins og sýnir með því eins og oftar, að það telur sér heppilegra, að íhaldið sé sterkt en að Fram- sóknarflokkurinn eflist. Enda er það rétt, að óstjórn íhaldsins skapar betri vaxtarskilyrði fyrir öfgaflokka en umbótastefna Framsóknarflokksins. únistaflokkinn ísleifur Högnason og Jón Rafnsson, og Nazistaflokkinn Sig- fús Jónsson iðnnemi og Jón Kárason verzlunarmaður. Telja Framsóknarmenn í Eyjum að listi Framsóknarflokksins eigi víst að koma að manni.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.