Nýja dagblaðið - 18.03.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 18.03.1938, Blaðsíða 1
ÚTSALA þessa viku. Lohað næstu viku vegna viðgerðar á búðinni. V-E-S-T-A Sími 4197. Laugaveg 40. IWJA 1D/\QfIBB/\ÍÐIHÐ 6. ár. Reykjavík, föstudaginn 18. marz 1938. 64. blað ANNALL Gerðardómsirv. var samþ. í fyrrinótt og voru lögin sladfest í gær af konungi forseti sameinaðs Alþingis Frá umræðunum í neðrí deíld Frá Bæjarstjórn' arlundi í gær Tillögur frá Jónasi 77. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 6,40. Sólarlag kl. 6,33. — Árdegisháflæður kl. 6,40. Veðurútlit í Reykjavík: Hægviðri Dálítil rigning. Næturlæknir er í nótt Gísli Pálsson, Laugavegi 15, sími 2474. — Næturvörður er í Ingólfsapóteki og Laugavegsapóteki. Ljósatími bifreiða er frá kl. 6,50 síðdegis til kl. 6,25 árdegis. Póstferðir á morgun: Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Plóa-póstar. Hafnarfjörð- ur. Seltjarnarnes. Fagranes til Akra- ness. Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar. Hafnarfjörð- ur. Seltjarnarnes. Fagranes frá Akra- nesi. Póstferð fellur til Englands í kvöld. Pósti sé skilað fyrir kl. 4. Dagskrá útvarpsins: Kl. 8,30 Enskuk. 10,00 Veðurfr. 12,00 Hádegisútv. 15,00 Veðurfr. 18,45 ís- lenzkuk. 19,10 Veðurfr. 19,20 Lesin dagskrá næstu viku. 19,30 Þing- fréttir. 19,40 Augl. 19,50 Fréttir. 20,15 Erindi: Guðmundur góði Hólabiskup (Guðbrandur Jónsson prófessor). 20,40 Orgelleikur úr Fríkirkjunni (Páll ís- ólfsson). 21,10 TJpplestur: Kvæði (Guðmundur Ingi Kristjánsson bóndi). 21,25 Hljómplötur: Létt lög. 21,30 Upp- lestur: „Einstæðingar", eftir Guðlaugu Benediktsdóttur (frú Sigurlaug Árna- dóttir). 21,50 Hljómplötur: Harmon- íkulög. 22,15 Dagskrárlok. Skipafréttir. Gullfoss er á leið til Leith frá Vest- mannaeyjum. Goðafoss er í Kaup- mannahöfn. Brúarfoss er í Kaup- mannahöfn. Dettifoss er í Hamborg. Lagarfoss er á Hvammstanga. Selfoss er í Reykjavík. — Esja kom til Reykja- víkur í gærkvöldi úr strandferð austan um land. Bjarni Björnsson Skemmtun Bjarna Björnssonar á sunnudaginn var svo vel sótt að fjöldi fólks varð frá að hverfa, sem ætlaði að hlusta á Bjarna, því að hvert sæti var skipað í salnum. Var fólki vel skemmt, og ætlaði lófaklappinu aldrei að linna, enda var Bjarni í essinu sínu, sprellfjörugur og fyndinn. Nú ætlar hann að endurtaka enn einu sinni, á sunnudaginn kemur, og verður það í 11. sinn. „Bláa kápan“ var leikin á miðvikudagskvöldið við mikla aðsókn. — Næsta sýning verður í kvöld kl. 8%. Það sem eftir er af aðgöngumiðum verður selt í Iðnó eftir kl. 1 í dag. í happdrætti. Skíðaskála Ármanns verður dregið á morgun. Þeir, sem hafa ennþá ekki skilað miðum eru beðnir að gera það 1 dag. Misritun var í blaðinu i grein, þar sem sagt var frá ætt ungu stúlkunnar í Kan- ada, er fékk bókarverðlaunin. Langafi hennar var sr. Guðmundur Vigfússon á Melastað áður að Borg á Mýrum. En hann var merkur maður og þjóð- kunnur á sinni tíð. Hafa komið fram í þessari ætt mjög margir fróðleiks- fúsir og bókhneigðir menn, bæði í Borgarfirði og víðar. G. Skemmtifund heldur Glímufélagið Ármann á sunnudagskvöldið í Oddfellowhúsinu. Þar verður kaffidrykkja, söngur, upp- lestur og fleira til skemmtunar. Septíma heldur fund í kvöld kl. 9. Þar flytur Grétar Fells erindi um Þroskalindir. Jón Baldvinsson, forseti sameinaðs Alþingis og formaður Alþýðuflokksins, lézt á heimili sínu kl. rúmlega 3 í fyrrinótt. Hefir hann verið vanheill lengi undanfarið og ekki verið á fót- um síðan 13. f. m. Mætti hann þá á fundi í Dagsbrún og var það sein- asti fundurinn, sem hann sótti. Jón Baldvinsson var fæddur 20. des- ember 1882 á Strandseljum í Ögur- hreppi. Hann stundaði prentiðn á ísafirði, Bessastöðum og Reykjavík 1897—1918. Þá varð hann forstjóri Alþýðubrauðgerðarinnar og gegndi því starfi til 1930 er hann varð banka- stjóri við Útvegsbankann. Þeirri stöðu gegndi hann til dauðadags. Þessi störf hefðu verið næg hverj- um meðalmanni, en aðalstarf sitt vann Jón þó á öðrum sviðum. Hugur hans hneigðist snemma að opinberum málum og til fylgis við jafnaðarstefn- una. Á fyrsta þingi Alþýðusambands- ins 1916 var hann kosinn fors'eti þess og hefir gegnt því starfi síðan. í bæjarstjórn Reykjavíkur átti hann sæti 1918—1924. Árið 1921 náði hann þingkosningu i Reykjavík, sem fyrsti þingmaður Alþýðuflokksins. Hann átti sæti á þingi jafnan síðan og var lengi einn fulltrúi Alþýðuflokksins á þinginu. Forseti sameinaðs Alþingis hefir hann verið síðan 1934. Hann átti í mörg ár sæti í sam- bandslaganefndinni og Þingvalla- nefndinni. Mörgum fleiri trúnaðar- störfum gegndi hann, sem hér yrði of langt upp að telja. Hann var kvæntur Júlíönu Guð- mundsdóttir frá Jafnaskarði í Bisk- upstungum. Lifir hún mann sinn, ásamt syni þeirra og fósturdóttur. Það má óhætt segja, að með Jóni Baldvinssyni er einn merkasti stjórn- málamaður þjóðarinnar hniginn í val- inn. Starfshæfni hans, festa og gætni gerðu hann að sjálfsögðum foringja alþýðusamtakanna og tvímælalaust hefir enginn minið meira og giftu- drýgra starf í þágu þeirra en hann. Stefnu Jóns Baldvinssonar verður bezt lýst með eftirfarandi orðum hans á Dagsbrúnarfundinum 13. febr. síðastl., seinasta verklýðsfundinum, sem heilsa hans leyfði honum að sækja: „Eðli verkalýðshreyfingarinnar er (Frh. á 4. siOu.) Frv. forsætisráðherra ura gerðardóm var afgreitt sem lög frá Alþingi kl. A.Vz í fyrrinótt. Efri deild afgreiddi málið frá sér laust eftir miðnætti og hófst 1. umr. í neðri deild skömmu síðar. Var henni útvarpað, sök- um óska margra manna, sem ekki komust í áhorfendaher- bergi þingsins, vegna þrengsla. Helgastf rétturinii. Forsætisráðherra talaði fyrst- ur. Hann sagðist fullkomlega taka undir þau ummæli að verk- fallsrétturinn væri heilagur og ætti að vera hin almenna regla, en þó væri til annar réttur, sem væri enn heilagri og það væri réttur þjóðfélagsins til að lifa. Allir sammála um að samningsrétt- urinii verður að víkja. Hann sýndi fram á, að sú skoðun hefði komið glöggt fram hjá öllum flokkum þingsins, að deila þessi væri komin á það stig, að óhjákvæmilegt væri fyrir þingið að láta hana til sín taka. Þetta kæmi fram í frv. Alþýðu- flokksins og kommúnistar hefðu látið það í ljósi, að leysa ætti deiluna með því, að lögfesta kröfur sjómanna gegn vilja útgerðarmanna. Þannig hefðu allir flokkar viðurkennt að samningsrétturinn og samn- ingsfrelsið yrði að víkja í þessu máli fyrir þeirri nauðsyn þjóð- - félagsins að togararnir yrðu starfræktir. Hættulegasta fordæmið. Aðalrök socialista og komm- únista gegn frumvarpinu, sagði forsætisráðherra, virðast þau, að þa(ð skaj'pi hættulegt for- dæmi. En halda þessir menn þá ekki að þeirra leið skapi enn hættulegra fordæmi, þar sem hún er i því fólgin að lögfesta kröfur annars aðilans? Halda þeir að það myndi ekki atvinnu- rekendum hagkvæmara, ef þeir færu með völd, að geta lögfest kröfur sínar heldur en að skjóta þeim undir hlutlausan gerðar- dóm tilnefndan af hæstarétti? Yfirlýsiug atvinnumála- ráðherra. Haraldur Guðmundsson talaði næstur og andmælti frumvarp- inu. í lok ræðu sinnar sagðist hann tilkynna það fyrir hönd ;síns flokks, að hann myndi draga ráðherra sinn úr ríkis- stjórninni, ef frumvarpið yrði samþykkt. Eysteinn Jónsson talaði nokkru síðar. Hann sagði m. a. að sér kæmi yfirlýsing atvinnu- málaráðherra nokkuð á óvart, þar sem flokkur hans gengi inn á sömu reglu í sínu frumvarþi og gert væri í frv. Framsóknar- flokksins, og hliðstæðir flokkar i nágrannalöndunum hefðu ein- mitt gengizt fyrir svipaðri lagasetningu undir slíkum kringumstæðum. Krókódílatár kommúnista. Auk ráðherranna töluðu Ól- afur Thors, Héðinn Valdimars- son og Einar Olgeirsson. Héðinn og kommúnistarnir báru fram rökstudda dagskrá, sem engir aðrir tóku alvarlega. Einar Olgeirsson þóttist mjög harma það, að Haraldur Guð- mundsson færi úr rikisstjórn- inni. í svarræðum sínum sýndu ráðherrar Framsóknarflokksins fram á, að höfuðorsakir þess væru fyrst og fremst klofnings- starfsemi kommúnista innan verklýðshreyfingarinnar, sem hefði veikt Alþýðuflokkinn og dregið úr kjarki hans til að taka á alvarlegum viðfangsefnum. Skipað í gerðar- dóminn Hæstiréttur skipaði í gær Há- kon Guðmundsson hæstaréttar- ritara sem formann gerðardóms- ins. Auk þess tilnefndi Hæsti- réttur í dóminn þá Ágúst Jósefs- son heilbrigðisfulltrúa, Björn Steffensen endurskoðanda, Pét- ur Lárusson starfsmann á skrif- stofu Alþingis og Þorstein Þor- steinsson hagstofustjóra. Samkvæmt lögunum eiga að- ilar að ryðja sínum manninum hvor af þessum fjórum. Þar að auki ber svo aðilum að tilnefna sinn mann hvorum til viðbótar í gerðardóminn, þannig að í honum eigi sæti fimm menn þegar hann er fullskipaður. Jónssym um fisk- söluna og fleiri mál Bæjarstjórnarfundur var að venju haldinn í Kaupþingssal í gær. Voru þar tekin til umræðu fundargerðir þæjarráðs og ým- issa nefnda. Er fátt markvert af því að segja. Að þeim umræðum loknum kvaddi Jónas Jónsson sér hljóðs og hóf umræöur um ráðhús- byggingu. Ræddi hann málið á víð og dreií og benti á, að tæp- lega væri við það unandi, að bær- inn ætti ekkert húsaskjól fyrir starfsemi sína. í bæjum og borg- um erlendis hefði hinsvegar verið kostað kapps um að koma upp fögrum og myndarlegum ráðhúsbyggingum. Hér er ekki um neitt fé að ræða til þessa nema 5—6 þúsund króna sjóður, (Frh. á 4. síðu.) Erlendar fréttir í stuttu máli (Samkvæmt F. Ú.) Austurríki. Öllum landamærum Austurríkis hefir verið lokað síðan á hádegi í fyrradag. Bannað er að hleypa nokkr- um Gyðingum út fyrir landamærin, og þeir sem fá leyfi til þess að fara burt úr landi mega ekki hafa með sér nema 20 schillinga i peningum. Útlendingar hafa þó fengið að kom- ast leiðar sinar ef þeir hafa haft skilríki, sem fullnægðu kröfum stjórn- arvaldanna. Þýzk lög eru nú gengin í gildi um allt Austurríki. í Vínarborg hefir kveðið mikið að árásum og gripdeildum í Gyðinga- hverfum borgarinnar. Stjórnin heldur því fram, að þeir sem þarna eru að verki séu kommúnistar, klæddir í ein- kennisbúninga nazista. Fjöldi manna drýgir sjálfsmorð heldur en að lenda í klóm lögreglunnar. Borgarstjórnin í Vín hefir verið leyst upp. Spáun. Uppreisnarmenn á Spáni hafa gert 12 loftárásir á Barcelona síðan í fyrra- kvöld. Flugvélar uppreisnarmanna voru 15 að tölu. Flugu þær mjög lágt yfir borgina og skutu einkum á verka- mannahverfin. Á fjórða hundrað manns hafa far- izt í þessum loftárásum, þar á meðal fjöldi kvenna og barna. í fyrra- kvöld vöruðu loftárásirnar í fjórar klukkustundir, en eftir þvi sem næst verður komizt, ullu þær ekki miklu manntjóni. En í loftárásum sem áttu sér stað í gærmorgun, voru 260 manns drepnir, og síðdegis í gær fórust enn (Frh. á 4. síðu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.