Nýja dagblaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 01.05.1938, Blaðsíða 1
Þér lierið af i -P—E—Y—S—LT— frá VESTU Laugaveg 40 — Sími 4197 ID/^QfIBIL^IDIHD 6. ár. Reykjavfk, sunnudaginn 1. maí 1938. 98. blað sm ANNALL 121. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 4,06. Sólarlag kl. 8.47. — Árdegisháflæður í Reykjavík kl. 6,00. Veðurútlit í Reykjavík: Hvass suðaustan eða sunnan átt. Dálítil rigning. Sunnudagslæknir er í dag Sveinn Pétursson, Garða- stræti 34, sími 1611. Næturlæknir í nótt er Ófeigur Ófeigsson, Skólavörðustíg 21A, simi 2907 og næturlæknir aðra nótt er Ólafur Þorsteinsson, Mána- götu 4, sími 2255. Næturvörður er í Lyfjabúðinnl Iðunn og Reykjavíkur- apóteki. Dagskrá útvarpsins: Kl. 9,45 Morguntónleikar: Symfónía nr. 2, eftir Brahms (plötur). 10,40 Veðurfr. 12,00 Hádegisútvarp. 13,00 ís- lenzkukennsla, 3. fl. 15,00 Miðdegis- tónieikar: Ýms lög (plötur). 16,00 Messa í Hafnarfjjarðarkirkju (Prédik- un: Ragnar E. Kvaran. Fyrir altari: séra Garðar Þorsteinsson). 17,40 Út- varp til. útl. (24,52m). 18,30 Barna- tími. 19,10 Veðurfr. 19,20 Hljómplötur: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 19,40 Augl. 19,50 Fréttir. 20,15 Hátíðisdagur verka- lýðsins: a) Karlakór alþýðu syngur (söngstj.: Árni Björnsson). b) Erindi: Sósíalisminn og verklýðshreyfingin (Ólafur Hansson sagnfræðingur). c) Karlakór verkamanna syngur (söng- stj.: Hallgr. Jakobsson). d) Upplestur Þorsteinn Ö. Stephensen leikari). e) Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar leik- ur og syngur. 22,15 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. Ljósatími bifreiða er frá kl. 8.55 að kvöldi, til kl. 4 að morgni. Athygli skal vakin á auglýsingu frá Strætis- vögnum Reykjavíkum í blaðinu í dag, þar sem þeir auglýsa ferðir sínar að Lögbergi í sumar. Engar samningaumleitanir fóru fram í gær milli fulltrúa stýri- manna og Eimskipafélagsins, enda ber svo mikið á milli, að engar líkur eru um sættir að svo stöddu. Ferðafélag íslands heldur skemmtifund að Hótel Borg á þriðjudagskvöldið 3. maí og hefst hann kl. 8,15. Forseti félagsins, Geir G. Zoéga vegamálastjóri, flytur erindi um fjallavegi og sæluhús og sýnir skuggamyndir. Rætt verður um ferða- lög félagsmanna á komanda sumri. Félagsmönnum er heimilt að taka með sér gesti. Aðgöngumiðar fást í Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar. Skipafréttir. Gullfoss kom í gærmorgun frá út- löndum. Goðafoss og Brúarfoss eru í Reykjavík. Dettifoss fór frá Hamborg í gær. Lagarfoss kom að vestan og norðan í gærkvöldi. Selfoss kom til Grimsby í gærmorgun, Höfnin. Af saltfiskveiðum kom i gær togar- inn Reykjaborgin með 138 fót lifrar og togarinn Otur kom af ufsaveiðum með 120—130 smálestir, Umferðaráð hefir nú látið gera merki, rauðan þríhyrning, til að setja á bifreiðar þeirra bifreiðarstjóra, er styðja ráðið. Stöðvarnar munu allar hafa tekið merkin upp og einnig mun F. í. B. taka þau upp líka. Þeir, sem merkin hafa á bifreiðum sínum hafa undir- gengist ákveðnar skyldur i þágu um- ferðaráðs. f blaðinu á þriðjudaginn byrjar greinaflokkur eftir Jón Árnason framkvæmd- arstjóra um atvinnubóta- vinnu og atvinnubótafé. Nýtt kaupkröiuhneyksli á SigluÍírði Þegar Jónas Jónsson varð fimmtugur, var af vin- um hans og samherjum borin fram sú ósk, að hann heimilaði að gjört yrði brjóstlíkan af honum, sem síðan yrði steypt í málm, og eftir hans dag yrði eign Alþingis. En fé hafði þegar verið lagt fram í þessu skyni. Þessa mynd hefir Ríkharður Jónsson gert. Málm- steypan var framkvæmd í Kaupmannahöfn, en eftir að henni var lokið og myndin var komin heim, hefir Ríkharður gert fagran fótstall undir myndina. í dag, á 53. afmælisdegi Jónasar Jónssonar, verð- ur honum afhent myndin og henni komið fyrir á heimili hans. Mynd sú, er hér birtist, er af frummynd Ríkharðs Jónssonar af umræddu brjóstlíkani. Aígreíðsla ijárlaganna Nýjar tíllogur frá fjárveítínganefnd Fjárveitinganefnd hefir gengið frá tillögum sínum fyrir 3. umr. fjárlaganna, sem mun hefjast á morgun. Samkvæmt tillögum nefndar- innar að þessu sinni hækkar tekjubálkur fjárlaganna um 515 þús. kr., en útgjaldabálkurinn um 298.15 kr. Verða þá útgjöld á rekstrarreikningi alls um 16.673 þús. kr., en tekjur um 17.804 þús. kr. Rekstrarafgang- ur verður því um 1.131 þús. kr. Halli á sjóðsyfirliti verður 118 þús. kr. Á tekjubálki fjárlaganna ger- ir nefndin þessar hækkanir: Á áfengistolli 90 þús. kr. á verð- tolli 180 þús. kr., á rekstrar- hagnaði Áfengisverzlunarinnar 205 þús. kr., á rekstrarhagnaði Tóbakseiknasölunnar 30 þús. kr. og aðrar hækkanir 10 þús. kr. Hækkanir nefndarinnar eru aðallega þessar: 11. grein (dómsmál og lög- gæzla) hækkar um 30.900 kr. Stafar aðalhækkunin af sérstök- um lögum um skrifstofufé sýslu- manna og bæjarfógeta, sem af- (Frh. á 4. síffu.J Arangur ráðherra- íundaríns í London Heímsblöðin telja að hernaöarbandalag Frakka og Englend- inga sé oröið veru- leíki LONDON: Ráðherrafundurinn í London er enn helzta umræðuefni heimsblaðanna, og kemur öllum þeim helztu saman um, að hann sé einn hinn merkilegasti atburður, sem gerzt hefir í stjórnmál- um álfunnar undanfariö. Einkum er mikil ánægja í enskum og frönskum blöðum. Franska blaðið Lejour kemst svo að orði að hernaðarbandalagið milll Frakklands og Bretlands sé nú loks orðið að veruleika og að Þýzkaland verði að sætta sig við það hvort sem því likar betur eða ver. New York Times tekur í sama streng og segir, að hér sé um meira en venjulegan vináttusamning að ræða, Jjví að telja megi að Frakkland og Bretland hafi gert með sér hernaðar- bandalag. Berliner Tageblatt segir, að vonandi sýni Chamberlain ekki minni skiln- (Frh. á 4. síðu.) Steíán Guðmundsson ráðinn við konungL leíkhúsíð Aðsóknin að söng hans heSir stöðugt farið vaxandi EINKASKEYTI FRÁ KHÖFN: Stefanó íslandi átti að hafa lokið gestaleik sínum á konunglega leikhús- inu á föstudaginn var. Hann hefir nú verið' ráðinn til leikhússins í fyrstu fjóra mánuði næsta leikárs og á meðal annars að syngja aðalhlutverkin í söngleikunum Rigoletto og Madame Butterfly. Fréttaritari útvarpsins í Kaup- mannahöfn telur sig hafa fengið vit- neskju um að til mála hafi komið að Stefanó íslandi yrði fast ráðinn að leikhúsinu. Hefir hróður hans farið vaxandi með hverri sýningu og jafnan uppselt hvert sæti þau kvöld, er hann syngur. FÚ. Alþýðuflokkurinn norski genginn í a 1 p j ó ðasamband jafnaðarmanna KALUNDBORG: Norski alþýðuflokkurinn hefir geng- ið inn í alþjóðasamband jafnaðar- manna og var formlega gengið frá upptöku hans í gær. Hefir þessi ráð- stöfun verið samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta í hinum ýmsu félög- um flokksins. FÚ. 8 vélstjórar ætla að stöðva verksmíðj- urnar, ei stórfelldum kaupkröfum írá þeim verður ekki iullnægt Félag vélsmiða við síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði tilkynnti stjórn verksmiðjanna í fyrradag, að þeir krefðust mikillar kauphækkunar og myndu leggja niður vinnu, ef kröf- um þeirra yrði ekki fullnægt. Þetta félag vélsmiða var stofnað fyrir skömmu síðan og munu vera í því innan við 10 manns. Vinna nú við verksmiðjurnar þrír vélstjórar 1 1. fl., fjórir vélstjórar í 2. fl. og einn vél- smiður. Vélstjórar, sem eru í 2. fl. og ekki eru fastráðnir, hafa nú þessi kjör: Tímakaup kr. 1,50. Eftirvinna kr. 2,50. Helgidagavinna kr. 3,00. Mánaðarkaup kr. 400,00 og er þeim tryggt það í tvo mánuði. Á síðastl. ári námu árslaun þessara manna hjá verksmiðjunum frá kr. 4.829,57—5.375,25. Meðallaun voru kr. 5.045,14. í ágústmánuði í fyrra höfðu þrír þeirra eftirfarandi kaup: Einn kr. kr. 788,40, annar kr. 832,80, og þriðji kr. 861,90. Vélsmiðurinn hefir 4000 kr. föst árs- laun og auk þess sérstakt kaup fyrir eftirvinnu og helgidagavinnu. Árskaup hans síðastl. ár varð kr. 4.995,57. Þær kröfur, sem þessir menn gera, eru eftirfarandi: Tímakaup verði kr. 1,85. Eftirvinnukaup til kl. 10 að kvöldi verði 50% hærra eða kr. 2,48. Næturvinnukaup eftir kl. 10 og helgi- dagkaup verði 100% hærra en dag- kaup eða kr. 3,70. Mánaðarkaup verði 460 kr. og verði þeim tryggt það í fimm mánuði. Mun þetta svara til, að mánaðar- kaupið hækki um 15%, tímakaupið um 25%, eftirvinnukaup frá kl. 6—10 um 42%, næturvinnukaup um 84% og helgidagakaup um 10%. Auk þess krefjast þeir að fá for- gangsrétt við vélstjórn og vélsmíöi hjá verksmiðjunum. Vélsmiðurinn krefst þess að hafa 10 aurum hærra kaup á klst. í dagvinnu en vélstjórarnir og tilsvarandi í eftir- og helgidagavinnu. Vélstjórar, sem eru í 1. fl. og hafa fast árskaup, gera þær kröfur, að það verði 6.600 kr., en þeir munu hafa nú frá 5500—6000 kr. Auk þess vilja þeir fá hálfsmánaðar frí með fullu kaupi að sumrinu,, en mánaðarfrí, ef það verður tekið að vetri til. Þess má geta, að flestir ef ekki allir þessara manna hafa lágmarksréttindi sem vélstjórar og hafa ekki stundað skólanám, nema part af vetri. Eru þessar kröfur gott dæmi um það, hversu langt er nú farið að ganga í ósvífnum kaupkröfum, einkum af hálfu þeirra manna, sem hafa við einna bezt kjör að búa.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.