Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 14.06.1964, Blaðsíða 12
R. M. Lockley valdi sér ekki þann veg, sem flestir kusu að ganga, enda kennimerki þeirra, sem veigur er í, að fara sínar gölur. Hann fæddist i sveit við Bristolflóa árið 1903 og hvarf sextán ára gamall úr skóla og hóf búskap á heimastöðvum sínum. En hugur þans beindist snemma að því að kynnast háttum sjófugla, og þeirra erinda fór hann margar ferð- ir út í eyjar á Bristolflóa, þegar hann átti heimangengt. Leið svo fram til ársins 1927, að hann brá á nýtt ráð: Hann seldi jörð sína og fluttist með konu sína og unga dótt- ur út í eyðieyju undan Landsenda á Suður-Wales, Skokkhólma. Þar lagði hann síðan stund á rannsókn- ir á lífi fugla jafnhliða búskap, og hóf að rita um slík efni. En þá varð hann fyrst þekktur, er hann gerðist leiðbeinandi við töku kvikmyndar um líf sýlunnar, ásamt hinum fræga háskólamanni, Julian Huxley. Brátt rak að því, að Lockley tók að ferðast til annarra eyja, rannsaka þar fuglalíf og kynnast lifnaðarhátt- um fólks á afskekktum stöðum. Þess- ara erinda fór hann til ýmissa eyja við írland og Suður-England vestan- vert og síðan til Helgólands, Friðar- eyjar, Rínanseyjar, Færeyja og Vest- mannaeyja. Einn var sá fugl, sem hann þráði mjög að kynnast og hét stóra sæsvala. Urðu ferðir hans og langdvalir á fjarlægum stöðum smám saman að þrotlausri leit pílagríms- ins, sem ekki ann sér hvíldar fyrr en markinu er náð. Varpstöðvar stóru sæsvölunnar varð hann að komast á. . Dag nokkurn í júnímánuði fyrir á að gizka tæpum þrjátíu árum sigldi skip fyrir Ileimaklett með Lockley innan borðs. Enski vararæðismaður- inn í Vestmannaeyjum kom honum fyrir í Kirkjubæ hjá Helgu og Þor- birni Guðjónssyni. Þar dvaldist hann síðan um skeið og talaði fingramál við húsbændurna og börn þeirra, Unni, Engilbert, Leif, Inga og Björn. Honum þótti reyndar heitt í eldhús- inu, þegar heimamenn voru setztir aö matborði, Unnur stóð vdð kola- vélina og Ilelga var að strauja þvott- inn, cn ekki unnt að opna glugga. Þorbjörn sagði sem sé, að menn fengju nóg af veðrunum úti, þó að svo væri um gluggana búið, að þeirra gætti ekki í húsum inni. En hann undi sér samt vel í Kirkjubæ. Þar átti heima fólk að hans skapi. Ðreng- irnír fóru með honum að leita fugla og hreiðra, og hann varð þess fljótt áskynja, að í brjósti þeirra sló gott hjarta. Leifi vöknaði um augu, þeg- ar hann kom að tómu hreiðri snjó- tittlings, sem hann vissi af undir 6teini \'ið veginn: Þar hafði sýnilega orðið sorglegt slys. Og eplið féll svo sem ekki langt frá eikinni. Þor- björn var búinn að fá hestasláttuvél, vissulega góðan grip, sem þó var ekki gallalaus. Á meðan slegið var með orfi og ljá hafði glöggt og rýnið auga bóndans fljótt séð, ef fuglar áttu sér hreiður í grasinu, og þá var hægurinn hjá að skilja eftir grasbrúsk í kring- um hreiðrið og gæta allrar varygðar, þegar breitt var á og snúið. En þá var háski á ferðum, er farið var að slá með sláttuvél. Þess vegna brá Þorbjörn á það ráð, að hann lét Leif sitja á sláttuvélinni, en gekk sjálfur á undan hestunum til þess að skyggnast um eftir hreiðrum. Lock- ley var í Kirkjubæ þetta sumar, þeg- ar slátturinn hófst. í þriðja umfarí flaug þúfutiltlingur af sex eggjum, og vegna fyrirhyggju Þorbjarnar og umhyggju var unnt að bjarga hreiðri hans. Á kvöldin sótti Lockley Kirkjubæj- arkýrnar tólf með börnunum og fylgdist með því, er þær voru mjólk- aðar. Ilonum þóttu mjaltastólarnir skrítnir: Gamlar hauskúpur af naut- gripum með áfastri sló, sem tekið var í, þegar þær voru færðar milli bása. Loks kbm að því, að hann fór í úteyjar ineð fiskibáti. Hann komst ekki í land Álfsey sökum brims, en i þess stað var honum skotið upp í Brandinn. Þar taldi hann meira en þrjú hundruð súlnahreiður, snjótittl- ingar flögruðu þar um allar urðir og fjöldi fugla átti sér þar hreiður í klettunum. Þetta gladdi augað, en þó var hann ekki alls kostar ánægð- ur: I-Iann þóttist undir eins sjá. að hér væri ekkert rúm fyrir stóru sæ- svöluna, enda varð hann hennar hvergi var. Að tveimur stundum liðnum komu bátverjar, sem farið höfðu að vitja um veiðarfæri sín, aftur að Brand- inum og sóttu hann. Að því búnu var farið með hann lengra suður á bóginn að _ Hellisey, Súlnaskeri og Geldungi. í land komst hann ekki, en súlan var honum hugstæð, og taldist honum svo til, að hann hefði séð þarna fast að þrjú þúsund súlnahreiður. Loks var haldið að Suðurey, og þar fór Lockley á land, ásamt einum sjómannanna, og hafði skóflu meðferðis. Hér hafði honum sem sé verið heitið því, að hann skyldi finna varpstöðvar stóru sæ- svölunnar. Sjómaðurinn fleygði af sér skón- um, tók skófluna og hóf uppgöngu á eyna. Lockley kjagaði á eftir hon- Sé3 yfir höfnina í Vtstmannacyjum úr tii Heimakletts. Þorsteinn Jósefsson tók allar myndirnar. 540 1 I M I N N — SUNNUDAGSBLAfl

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.