Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 28.03.1965, Blaðsíða 12
' N^ - \v : Þorpið á Trístansey og | hraunelfan, sem valt yfir I frystihúsið og bátavörina j haustiS 1961. I. Botni úthafanna svipar til þurr- lendisins: Þar <aru firnadjúpir dalir og háir og víðáttumiklir fjallgarðar. Einn þessara fjallgarða liggur suður etfir Atlantshafi miðju, allt norðan frá Grænlandi og íslandi og lang- leiðina að suðurskautinu. Á tveim- ur stöðum, þar sem skemmst er milli Vestur-Afríku og Suður-Ameríku verða þó djúp skörð í fjallgarðinn, og er syðri hluti neðansjávarhryggj arins áþekkur kynjafiski með harla stóra eyrugga, því að tveir ranar ganga út frá honum í Suður-Atlants- hafi — annar til austurs að strönd- um Suður-Afríku, en hinn langt vestur í áttina að Brasilíuströnd. Nokkrir hæstu tindar þessa fjall- garðs, sem leynist í miðju Suður- Atlantshafinu, rísa úr sjó. En það eru þó oftast einungis blákollarnir, sem ná yfir hafflötinn. Úti í regin- hafi, miðja vega á milli meginland- anna, verða fáeinar klettaeyjar, sem hrúgazt hafa upp við eldgos. Á suð- urbrún fjallgarðsins er Bouvetey, sem Norðmenn hafa helgað sér. Miklu norðar, svo til mitt á milli Höfðaborgar og Búenos Aires; er Goughey, nokkuð í norðu frá henni Tristan da Cunha, Næturgalaey og Ókleifisey. Langt í norðri, á svipuðu breiddarstigi og mynni Kongófljóts, er svo Uppstigningarey, en sunnar og austar og utan vert við megin- fjallgarðinn í djúpinu er Elínarey, likt og stakur tindur á mótum há- lendis og láglendis. — Þessar nyrðri eyjar allar telja Bretar sér. Tristan da Cunha, sem ég leyfi mér hér eftir að nefna Trístansey, gnæfir hátt yfir úthafið, sem umlyk- ur hana. Keilumyndað eldfjallið rís úr sjó með bröltum hlíðum, hömr- ótt og skriðurunnið, viðlíka hátt og FYRRI HLUTI 276 T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.