Tíminn Sunnudagsblað - 30.11.1969, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 30.11.1969, Blaðsíða 10
Þetta er Jakobsstiginn svokallaði, og þrepin eru 699 aS tölu. Hann nær neðan úr Jakobsborg upp á fjallsbrún, og þar uppi voru hermannaskálarnir fyrr á tí5. Þessi mikli stigi var tekinn í notkun í þeirri mynd, sem hann nú hefur, árið 1828. Eftir hinum breiðu bekkjum, sem eru beggja megin við stigann, var það, sem of þungt var til þess að bera, dregið upp á fjaliið. ........ ............ ■... ■............. Mm Höfuðstaðurinn, Jakobsborg, teygir sig tvo kílómetra inn I þrönga dalskoru. voru bara hinir, sem höfðu í frammi yfirgang, stofnu'ðu til ófriðar og frömdu áhæfuverk. Árið 1658 höfðu Englendingar bölað öðrum burt, og þá viggirtu þeir eyna. Vinnufólk og þræla fluttu þeir frá Indlandi, Kína, Mal- ajaskaga og Afríkiu, og flækingar og hrakningsfólk frá Norðurálfu tók sér bóifestu á eynni. Eftir brun- ann mikla í Lundúnum, þegar sæg- ur manna missti hús og heimili og atvinnu, fóru tvö seglskip hlað- in fó’lki til Elínareyjar. Herradæmið á eynni var látið í hendur enska Austur-Indíánafélag oig upp úr því varð hún mikilvæg- ur viðkomustaður skipa á siglinga- leiðum um sunnanvert Atlantshsf. Höfuðstaðurinn, Jakobsborg, var i löngum o^g þröngum dal, sem gekk upp frá einni vtlunni, og þar á skipalegunni vörpuðu skip akkcr- um hundruðum saman mánuð hvern og birgðu sig að vátni og vistum. Þegar Súezskurðiirinn var graf- inn, breyttust siglingaleiðir mjög. Elínarey var ekki lengur á fjölfar- inni skipaleið. Reglubundnum póst ferðum þangað var meira að segja hætt árið 1889, og eyjan gleymd- ist flestum, nema þegar upp voru rifjuð örlög Napóleons. í byrjun þessarar aldar skipaði brezka her- foringjaráðið svo fyrir, að allt setu- lið skyldi flutt brott frá Elínarey. Virkin voru yfirgefin, og gamlar fallbyssur og fallbyssuvagnar fengu að ryðga í næði. Enginn skeytti framar um þetta dót. Allt lenti í niðuriægingu, þvi að enska. stjórnin hirti lítið um eyjar- skeggja, þegar herinn hafði ekki not af landi þeirra. Nýr vonarneisti tendraðist þó, þegar hampjurt ein, sem kennd er við Nýja-Sjáland, var flutt til eyjarinnar. Hún dafnaði þar vel, og dálítill iðnaður var grundvallaður á ræktun þessarar jurtar. Kaðlar, pokar og annað þess háttar varð útflutningsvara. Nær öllu ræktanlegu landi vav nú breytt í hampekru.r. En svo komu gervi- efnin til sögunnar og lögðu unöir sig markaðinn, og þó að enska stjórnin miðlaði nú styrkjum, var hampræktin dauðadæmd og hamp- vinnslan lagðist niður. Nú vex hampurinn villtur, og rott- urnar tímgast með afburð'um vel í hampstóðinu. •Átta hundnuð sjómílur norður frá Elínarey er Uppstigningarey. Þar höfðu B'andaríkjamenn komið 970 T I M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.