Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Króatar
verða fyrstu 
mótherjar 
Íslendinga á
ÓL í Aþenu
ÍSLENDINGAR mæta
heimsmeisturum Króata í
fyrsta leik sínum í hand-
knattleikskeppni ólympíu-
leikanna sem fram fara í
Aþenu í Grikklandi í sumar.
Laugardaginn 14. ágúst
klukkan 19.30 að staðartíma
verður flautað til leiks í við-
ureign Íslands og Króatíu.
Aðrir leikir Íslendinga í
riðlinum eru þessir: Ísland ?
Spánn, mánudaginn 16.
ágúst klukkan 19.30, Ísland
? Slóvenía 18. ágúst klukk-
an 14.30, Ísland ? S-Kórea
20. ágúst klukkan 9.30, Ís-
land ? Rússland 22. ágúst
klukkan 19.30.
Þriðjudaginn 24. ágúst
verður leikið í 8 liða úrslit-
um og spilað um sæti 9?12,
föstudaginn 27. ágúst fara
undanúrslitaleikirnir fram
og spilað um sæti 5?8 og
mótinu lýkur svo með úr-
slitaleik sunnudaginn 29.
ágúst.
D
onnie Nelson, aðstoðarþjálfari
liðsins, er sá aðili sem uppgötv-
aði Jón Arnór Stefánsson á meðan
hann lék með Trier í
þýsku 1. deildinni
fyrir ári og svo gæti
farið að möguleikar
Jóns Arnórs um
áframhaldandi veru í NBA minnk-
uðu verulega verði feðgarnir ekki
áfram við stjórnvölinn hjá Dallas í
Texas. Þeir eiga hins vegar tvö ár
eftir af samningi sínum við félagið og
nú reynir á þolinmæði hins litríka
eiganda liðsins, Cuban.
Það er ekki hægt að segja að Dall-
as hafi tapað stórt gegn Kings þrátt
fyrir að hafa aðeins náð að vinna einn
leik í rimmunni sem endaði eins og
áður segir 4:1. Í þremur leikjum af
fimm réðust úrslit leiksins á síðasta
skotinu, Þjóðverjinn Dirk Nowitzki
náði ekki að setja knöttinn ofan í í
síðasta skoti fimmta leiks liðanna
sem endaði 119:118. 
Að venju hefur Dallas-liðið tekið
breytingum frá því í fyrra og reyndu
Nelson-feðgarnir að finna leikmenn
sem hentuðu leikstíl liðsins, Antoine
Walker var fenginn frá Boston Celtic
og fögnuðu stuðningsmenn Celtic
því að losna við leikmann sem þótti
eigingjarn og ávallt til vandræða í
liðinu. Antawn Jamison var einnig
fenginn sl. sumar frá Golden State
Warriors, en hann kom flestum á
óvart með því að sætta sig við að
koma inn á af varamannabekknum,
en Jamison var útnefndur besti sjötti
leikmaðurinn í NBA á leiktíðinni. 
Leitin að miðherja hefst á ný
Cuban sagði við fjölmiðla að hann
mundi ræða stöðu liðsins við þjálfara
þess á næstu dögum og margir eru á
þeirri skoðun að Cuban vilji gera enn
frekari breytingar á leikmannahóp
liðsins í þeirri von að krækja í kraft-
mikinn miðherja sem gæti látið að
sér kveða á vesturströndinni. Nelson
hefur ávallt lagt meiri áherslu á
sóknarleikinn sem þjálfari en vörnin
hefur setið á hakanum. Það er und-
arlegt til þess að hugsa að í leik-
mannahópi Dallas er einn hávaxnasti
leikmaður NBA frá upphafi, Shawn
Bradley, en hinn 2,28 metra hái mið-
herji átti við meiðsli að stríða í vetur
og var lítt áberandi í leik liðsins. 
Steve Nash, leikstjórnandi liðsins,
sagði eftir tapið gegn Kings að hann
væri ekki viss um hver næstu skref
liðsins ættu að vera, hvort skipta
ætti um þjálfara og þar með áherslur
eða hvort aðrir leikmenn hentuðu
liðinu betur. ?Það eina sem ég veit er
að við þurfum að leika betri vörn ef
við ætlum okkur lengra,? sagði
kanadíski landsliðsmaðurinn en
hann átti í mesta basli með Mike
Bibby í fimmta leik liðanna en Bibby
skoraði 36 stig, og þar af 6 þriggja
stiga körfur! Staða Nash hjá Dallas
er með þeim hætti að hann hefur
ákveðið að gefa frá sér lokaár samn-
ingsins sem rennur út í lok næstu
leiktíðar. Umboðsmenn Nash munu
vinna hörðum höndum að því að fá
önnur lið til þess að bjóða honum
nýjan samning sem gæti verið tvö-
falt meira en þær 420 millj. kr. sem
hann fékk frá Dallas á þessu ári. Don
Nelson, þjálfari Dallas, er ekki
smeykur um að hann missi Nash frá
sér. ?Hann er snjall í viðskiptum, ef
hann fær gott tilboð frá öðru liði veit
hann að við munum gera honum
betra tilboð. Hér vill hann vera og
við viljum hafa hann í okkar röðum,?
sagði Nelson. 
Nelson segir við USA Today að
ekki komi til greina að skipta á bestu
leikmönnunum til þess eins að fá há-
vaxnari og líkamlega sterkari leik-
menn til liðsins. Hann rifjar upp leik-
mannaskipti sem áttu sér stað hjá
Golden State Warriors er hann var
þjálfari liðsins. 
?Það er það heimskulegasta sem
ég hef gert sem þjálfari en þá lét ég
bakvörðinn Mitch Richmond fara frá
liðinu í skiptum fyrir Billy Owens.
Ég er ekki að gera lítið úr Owens en
liðið varð ekki betra fyrir vikið þrátt
fyrir aukna hæð. Við létum stjörnu-
leikmann fara frá okkur og ég mun
aldrei gera slíkt aftur,? segir Nelson
en hann hefur verið þjálfari hjá Dall-
as undanfarin sjö ár og af orðum
hans má ráða að hann hafi ekki hug á
því að skipta út kjarna liðsins sem
samanstendur af Nowitzki, Nash,
Michael Finley, Antoine Walker, 
Antawn Jamison og nýliðunum Josh
Howard og Marquis Daniels. 
?Rigna hressilega í Dallas?
Doug Collins, fyrrum þjálfari 
Chicago Bulls og nú síðast Wash-
ington Wizards, er sérfræðingur
TNT-sjónvarpsstöðvarinnar um
NBA og ráðleggur Collins eigendum
Dallas að draga djúpt andann og
huga vel að stöðu liðsins, sem að mati
Collins er ekki eins slæm og menn
halda. ?Það mun rigna hressilega í
Dallas, þar sem stuðningsmenn liðs-
ins munu krefjast breytinga. En
þetta lið er ungt og á framtíðina fyrir
sér. Ég sé ekki ástæðu til þess að
láta undan þrýstingi um breytingar.
Vandamálið er að á vesturströndinni
eru mjög margir afgerandi miðherj-
ar sem munu verða áfram um skeið,
Yao Ming hjá Houston Rockets, Tim
Duncan hjá San Antonio Spurs og
Shaquille O?Neal hjá Los Angeles
Lakers. Það er ekki létt að finna leið-
ir til þess að leggja slík lið að velli,?
segir Collins en minnist ekki á að í
liði Sacramento Kings var það ekki
slíkur ?sannur miðherji? sem gerði
Dallas lífið leitt. Það var afleitur
varnarleikur sem varð liðinu dýr-
keypt, enda fékk það á sig 100,8 stig
að meðaltali í leik og var næstneðst á
því sviði af 29 liðum deildarinnar.
Reyndar skoraði ekkert lið meira að
meðaltali í leik en Mavericks, 105,2
stig, en það hrökk ekki til.
Körfuknattleiksspekingar vestan-
hafs telja líklegt að Walker verði
ekki áfram herbúðum Dallas á næstu
leiktíð og telja að Nelson muni gera
allt til þess að fá miðherja í staðinn
fyrir Walker sem er á lokaári samn-
ings síns sem hann gerði á sínum
tíma við Boston Celtic en hann fær
rúman milljarð kr. ári í laun frá Dall-
as. 
Morgunblaðið hefur ítrekað reynt
að ná í Jón Arnór Stefánsson und-
anfarna daga án árangurs en von-
andi verða næstu skref forráða-
manna Dallas með þeim hætti að
staða hans hjá liðinu verði sú sama í
haust er leikmannahópur liðsins
verður valinn. 
Staða Jóns Arnórs Stefánssonar í NBA gæti versnað ef aðrir skipstjórar taka
við Dallas-skútunni sem sökk eins og steinn í Sacramento þriðja árið í röð
Nelson-
feðgarnir 
féllu á
prófinu 
NBAE
Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik og leik-
maður Dallas Mavericks, hefur ekki fengið tækifæri í vetur.
KEPPNISTÍMABILINU hjá NBA-liðinu Dallas Mavericks lauk í fyrri-
nótt er liðið tapaði í fjórða sinn gegn Sacramento Kings í úrslita-
keppni vesturstrandarinnar, en Kings vann einvígið 4:1, eftir að
hafa verið í 4. sæti eftir deildarkeppnina en Mavericks var í því
fimmta. Þar með er ljóst að íslenski landsliðsbakvörðurinn Jón Arn-
ór Stefánsson fær ekkert að spreyta sig með Dallas Mavericks á
leiktíðinni, en Jón Arnór samdi við Dallas sl. sumar til fimm ára en
samningur hans er með þeim hætti að félagið getur látið hann fara
frá sér án skuldbindinga í sumar. Bandarískir fjölmiðlar greina frá
því að framtíð feðganna Don og Donnie Nelson sem þjálfarateymis
Dallas Mavericks sé nú í mikilli óvissu en eigandi liðsins, Mark Cub-
an, er ekki sáttur við að liðið skuli hafa fallið úr keppni þriðja árið í
röð gegn Sacramento Kings. Enda hefur Cuban sagt að hann hafi
keypt Dallas með það að markmiði að gera liðið að NBA-meisturum
í allra nánustu framtíð. 
Sigurður
Elvar 
Þórólfsson
tók saman
L52159 BRIAN Kidd, aðstoðarlandsliðs-
þjálfari Englendinga í knattspyrnu,
ætlar að reyna allt hvað hann getur
til þess að vera til taks er enska
landsliðið leikur á Evrópumótinu í
Portúgal í sumar. Þessi 55 ára að-
stoðarmaður Svens Görans Eriks-
son fór í aðgerð á blöðruhálskirtli
fyrir skemmstu en Kidd greindist
með krabbamein í blöðruhálskirtli
fyrr í vetur. 
L52159 KIDD var áður aðstoðarmaður
Alex Ferguson hjá Manchester
United en þar á undan var hann leik-
maður liðsins og skoraði m.a. mark
sem tryggði liðinu Evrópumeistara-
titilinn gegn Benfica árið 1968.
L52159 UMBOÐSMAÐUR Kobe Bryant,
aðalstjörnu NBA-liðsins Los Angel-
es Lakers, sagði á föstudaginn að
engar líkur væru á því að Bryant
gæti tekið þátt í verkefnum banda-
ríska landsliðsins í körfuknattleik
sem tekur þátt á ólympíuleikunum í
sumar í Aþenu. Bryant hefur staðið í
ströngu í réttarsölum vestanhafs
þar sem hann er ákærður fyrir að
hafa nauðgað konu sl. sumar í Col-
arado í Bandaríkjunum. 
L52159 MJÖG margir þeirra leikmanna
sem hafa verið valdir í bandaríska
landsliðið í körfuknattleik eru efins
um að geta tekið þátt vegna meiðsla
og má þar nefna Karl Malone og
Jason Kidd. 
L52159 JOEY Crawford, körfuknattleiks-
dómari sem hefur dæmt í NBA-
deildinni í 28 ár, sleit sin í fæti í
fyrsta leikhluta í leik Miami Heat
gegn New Orleans Hornets í úrslita-
keppninni í gær. Gera þurfti hlé á
leiknum en Crawford var síðan bor-
inn af leikvelli og aðstoðardómari
leiksins tók við hlutverki hans, en
alls eru þrír dómarar að störfum inni
á vellinum hverju sinni. 
L52159 SPÁNVERJINN Tommy Robr-
edo fagnaði sigri á atvinnumanna-
móti í tennis sem fram fór í Barce-
lona um helgina. Robredo lagði
Gaston Gaudio í úrslitum í fimm
settum en þetta er í annað sinn sem
Robredo sigrar á atvinnumanna-
móti. 
FÓLK

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8