Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ÍÞRÓTTIR
58 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
H
inn 26 ára gamli Drogba hefur
heldur betur verið drjúgur fyr-
ir Marseille í keppninni. Hann skor-
aði í báðum leikjunum gegn Liver-
pool í 16 liða úrslitunum og skoraði
sigurmarkið gegn Inter Mílanó í
fyrri leiknum í 8 liða úrslitunum.
Fyrra mark hans var sérlega glæsi-
legt, á 18. mínútu, þegar hann nýtti
sér mistök á miðjum vellinum, brun-
aði upp að markinu, plataði þar varn-
armann upp úr skónum og skoraði.
Newcastle tók við sér í seinni hálf-
leik og fékk nokkur þokkaleg færi en
enska liðið saknaði margra lykil-
manna og varð að játa sig sigrað
þegar Drogba skoraði aftur 8 mín-
útum fyrir leikslok, 2:0.
?Þetta er búin að vera löng og
mikil barátta og við biðum okkar
fyrsta ósigur í tólf leikjum í keppn-
inni. Marseille skoraði úr skyndi-
sókn og eftir aukaspyrnu, og náði í
raun ekki að opna vörn okkar að ráði
fyrr en seinna markið kom. Við átt-
um okkar tækifæri sem ekki nýttust.
En við stóðum okkur mjög vel, ég
bað strákana um að gefa allt í leikinn
og þeir gerðu það ? þeir spiluðu eins
og hetjur. Ég er mjög ánægður með
þá að öllu leyti,? sagði Bobby Rob-
son, hinn 71 árs gamli knattspyrnu-
stjóri Newcastle, sem vann þessa
sömu keppni fyrir 23 árum, þá við
stjórnvölinn hjá Ipswich. 
Newcastle tapaði í fyrsta skipti í
síðustu átta útileikjum sínum í Evr-
ópukeppni og þetta var í fyrsta skipti
í 10 Evrópuleikjum á útivelli sem lið-
ið náði ekki að skora.
Þriðji úrslitaleikur Valencia 
á fimm árum
Miguel Mista skoraði eina markið
í viðureign grannliðanna á austur-
strönd Spánar, Valencia og Villar-
real. Á 16. mínútu krækti hann í víta-
spyrnu og skoraði úr henni sjálfur.
Þar með þurftu leikmenn Villarreal
að skora tvö mörk til að komast
áfram og það var þeim um megn
gegn toppliði spænsku 1. deildarinn-
ar. Valencia var nær því að skora úr
skyndisóknum en gestirnir að jafna
metin og Mista var klaufi að bæta
ekki við marki seint í leiknum.
Villarreal náði eftir sem áður mjög
óvæntum árangri í keppninni og sló
út bæði Roma og Celtic. Valencia er
aftur á móti komið í sinn þriðja úr-
slitaleik á fimm árum en liðið tapaði
úrslitaleikjum Meistaradeildar Evr-
ópu árin 2000 og 2001.
Reuters
Didier Drogba, fyrir miðju, er fagnað af félögum sínum í leikslok, þeim Demetrius Ferreira, til
vinstri, og Brahim Ndani. Marseille mætir Valencia í úrslitaleik UEFA-bikarsins.
Drogba gerði draum
Newcastle að engu
DIDIER Drogba, töframaðurinn frá Fílabeinsströndinni, gerði vonir
Newcastle um að komast í úrslitaleik UEFA-bikarsins í knattspyrnu
að engu. Hann skoraði bæði mörk Marseille sem lagði enska liðið
að velli, 2:0, í síðari undanúrslitaleik liðanna á Velodrome-leikvang-
inum í frönsku Miðjarðarhafsborginni í gærkvöld. Sá fyrri endaði
0:0. Marseille mætir Valencia frá Spáni í úrslitaleiknum í Gautaborg
hinn 19. maí en Valencia vann Villarreal, 1:0, í uppgjöri spænsku
liðanna og 3:2 samanlagt.
L52159 FELIX Magath, þjálfari Stutt-
gart, sem hefur náð mjög góðum ár-
angri með liðið, segist hafa áhuga að
fá að spreyta sig á Englandi. Mag-
ath, 49 ára, er samningsbundinn
Stuttgart til sumarsins 2005. ?Ég
hef alltaf haft áhuga á að reyna mig
fyrir utan Þýskaland og hef þá horft
til Englands, en er mjög hrifinn af
knattspyrnunni sem er leikin þar í
landi,? sagði Magath.
L52159 ÞESSI fyrrverandi þýski lands-
liðsmaður, leikmaður Hamburger
SV og þjálfari Werder Bremen og
Frankfurt, hefur verið orðaður við
Bayern München, sem eftirmaður
Ottmar Hitzfeld, sem hættir 2005.
Magath skoraði sigurmark Ham-
burger gegn Juventus í úrslitaleik
Evrópukeppni meistaraliða 1983.
L52159 HÖRÐUR Sveinsson, tvítugur
sóknarmaður í knattspyrnuliði
Keflavíkur, skrifaði í gær undir
þriggja ára samning við félagið.
Hörður hefur vakið mikla athygli
með Keflavík að undanförnu en
hann skoraði 10 mörk í 7 leikjum
liðsins í riðlakeppni deildabikarsins.
L52159 FLORENTINO Perez, forseti
Real Madrid, sagði í gær að búið
væri að kalla Fernando Morientes,
miðherja og lykilmann Mónakó, aft-
ur til Real. Hann á að vera kominn á
nú til Madrid 30. júní. Real lánaði
Morientes til Mónakó í ágúst sl., þar
sem hann komst ekki í liðið eftir að
Ronaldo var keyptur.
FÓLK
HANDKNATTLEIKUR
Valur ? ÍBV 28:27
Hlíðarendi, úrslitakeppni kvenna, annar
leikur, fimmtudagur 6. maí 2004.
Gangur leiksins: 0:2, 1:4, 6:4, 8:6, 8:8, 12:8,
12:11, 13:11, 13:13, 14:13, 14:14, 14:17,
15:19, 16:20, 18:20, 18:22, 20:22, 20:23,
24:23, 25:25, 26:26, 28:26, 28:27.
Mörk Vals: Ágústa Edda Björnsdóttir 7/3,
Elfa Björk Hreggviðsdóttir 5, Sigurlaug
Rúnarsdóttir 5/2, Árný Björg Ísberg 3,
Kolbrún Franklín 3, Gerður Beta Jóhanns-
dóttir 2, Hafrún Kristjánsdóttir 2, Arna
Grímsdóttir 1.
Varin skot: Berglind Hansdóttir 18/2 (þar
fóru 4 aftur til mótherja).
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk ÍBV: Birgit Engl 7, Alla Gokorian 6,
Anna Yakova 6/2, Sylvia Strass 4, Guðbjörg
Guðmannsdóttir 2, Elísa Sigurðardóttir 1,
Edda Eggertsdóttir 1.
Varin skot: Julia Gantimorova 12 (þar af
fóru 5 aftur til mótherja).
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Gunnar Viðarsson og Stefán
Arnaldsson.
Áhorfendur: Um 460.
L52159 Liðin hafa unnið sitthvorn leikinn.
KNATTSPYRNA
UEFA-bikarinn
Undanúrslit, seinni leikir:
Marseille ? Newcastle............................. 2:0
Didier Drogba 18., 82.
L52159 Marseille vann samtals 2:0.
Valencia ? Villarreal............................... 1:0
Miguel Mista 16. (víti).
L52159 Valencia vann samtals 3:2.
L50098 Marseille og Valencia mætast í úrslita-
leiknum í Gautaborg 19. maí.
Svíþjóð
Malmö FF ? AIK...................................... 0:0
Staða efstu liða:
Halmstad 541011:4 13
Malmö 633012:3 12
Hammarby 5320 5:2 1
Kalmar 5311 7:5 10
Gautaborg 5221 5:2 8
Djurgården 5221 9:7 8
Trelleborg 5131 5:5 6
Örgryte 5131 5:5 6
AIK 6132 3:6 6
Landskrona 5122 4:4 5
Helsingborg 5032 6:8 3
Örebro 5104 6:14 3
Sundsvall 5023 3:7 2
Elfsborg 5014 3:12 1
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Vesturdeild, undanúrslit:
San Antonio ? LA Lakers.....................95:85
L52159 San Antonio er yfir 2:0.
ÚRSLIT
KVENNALIÐ ÍBV í knattspyrnu verður með
tvo bandaríska leikmenn í sínum röðum.
Reyndar aðeins einn í einu því varnarmaður-
inn Mary McVeigh er væntanleg á næstu dög-
um og leikur með ÍBV fram í júlí en þá kemur
miðjumaðurinn Rachel Kruze og spilar með
Eyjakonum út tímabilið.
Þær eru báðar 22 ára og léku saman með
Philadelphia Charge í bandarísku atvinnu-
deildinni, WUSA, á síðasta ári. McVeigh lék þá
18 leiki af 21 og Kruze 15.
?Við urðum fyrir skakkaföllum um daginn
þegar í ljós kom að Karitas Þórarinsdóttir yrði
ekkert með okkur vegna meiðsla og Lind
Hrafnsdóttir er úr leik vegna búsetu í Reykja-
vík. Þá er óvíst hve mikið Karen Burke getur
spilað með okkur vegna atvinnu sinnar í Liver-
pool. Það var því ákveðið að styrkja hópinn á
þennan hátt,? sagði Heimir Hallgrímsson,
þjálfari ÍBV, við Morgunblaðið í gær.
Tvær banda-
rískar til ÍBV
?ÉG var að skrifa undir og senda frá mér
samninginn við GWD Minden, þriggja ára
samning og nú fer maður að huga að því að
pakka niður og huga að flutningi til Þýska-
lands á nýjan leik,? sagði Patrekur Jóhann-
esson, landsliðsmaður í handknattleik og
leikmaður spænska 1. deildarliðsins Bidasoa
Irun eftir að hann hafði gengið frá öllum
lausum endum og skrifað undir samning við
þýska 1. deildarliðið GWD Minden síðdegis í
gær. ?Nú á ég bara eftir að ganga frá mín-
um málum hjá Bidasoa varðandi starfslok
en ég reikna ekki með að það verði vanda-
mál í kringum það,? sagði Patrekur sem á
strangt til tekið eitt ár eftir af samningi sín-
um á Spáni.
Patrekur gekk til liðs við Bidasoa á síð-
asta sumri eftir að hafa verið í sex ár í her-
búðum Tusem Essen í Þýskalandi. Nú í sum-
ar snýr Patrekur, sem er 31 árs, aftur til
Þýskaland. Bidasoa hefur ekki vegnað sem
best í spænsku deildinni, er á leiktíðinni og
er í 12. sæti af 16 liðum auk þess fjárhagur
liðsins er þröngur og eiga leikmenn m.a.
inni laun.
?Úr því að svona fór á Spáni þá var mjög
gott að þetta tækifæri gafst hjá Minden í
Þýskalandi og nú er bara að standa sig þar
næstu þrjú árin. Mikill hugur er í forráða-
mönnum GWD Minden, til liðsins koma
sterkir leikmenn í sumar, þannig að ég er
bjartsýnn,? sagði Patrekur sem verður sjö-
undi Íslendingurinn til þess að leika með
GWD Minden. Hinir eru; Axel Axelsson,
Ólafur H. Jónsson, Jón Pétur Jónsson, Páll
Ólafsson, Sigurður Bjarnason og Gústaf
Bjarnason. Nú eru rétt 30 ár síðan Axel
gekk til liðs við félagið fyrstur íslenska
handknattleiksmanna, en þá bar það nafnið
Grün Weiss Dankersen.
Patrekur skrifaði undir þriggja 
ára samning við GWD Minden
Patrekur flytur á ný til Þýskalands.
Stjarnan
fær styrk
STJARNAN á von á liðsstyrk
frá Bandaríkjunum áður en
keppni í úrvalsdeild kvenna í
knattspyrnu hefst síðar í
mánuðinum. Tvær banda-
rískar stúlkur leika með lið-
inu í sumar en þær koma báð-
ar frá South-Carolina há-
skólanum. Þar léku þær í
úrvalsdeild bandarísku há-
skólanna í vetur. Stúlkurnar
heita Allison Jarrow, 23 ára
miðjumaður, og Sarah Lentz,
22 ára varnarmaður.
?Við erum með mjög ungt
lið og vantar tilfinnanlega
reynslu. Það var því nauðsyn-
legt að fá liðsstyrk og von-
andi reynast þessar okkur
vel. Þær fá mjög góð með-
mæli og Jarrow er sögð leið-
togi á velli, sem er einmitt
það sem við þurfum,? sagði
Auður Skúladóttir, þjálfari
og leikmaður Stjörnunnar,
við Morgunblaðið í gær.
    MT77MT246MT114MT107 MT83MT243MT107MT110MT105MT114       MT77MT246MT114MT107 MT83MT243MT107MT110MT105MT114             MT237MT32MT104MT97MT110MT100MT107MT110MT97MT116MT116MT108MT101MT105MT107MT32MT107MT118MT101MT110MT110MT97MT44 MT97MT240MT32MT72MT108MT237MT240MT97MT114MT101MT110MT100MT97MT32MT54MT46MT32MT109MT97MT237 
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68