Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 146 . TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Hógværari en Leifur heppni Steinunn Þórarinsdóttir sýnir í og við Hallgrímskirkju | Listir Lesbók |Inter-Rail Sindra Freyssonar  3. hvíta- sunnumorgunn Péturs Gauts Börn | Það geta allir sungið Hefurðu pælt í trúarbrögðum? BAKKAVÖR Group hf. hefur keypt 10,27% hlutafjár í einu helsta mat- vælaframleiðslufyrirtæki Bretlands, Geest. Kaupverðið er á bilinu 5 til 6 milljarðar króna og er Bakkavör Group nú langstærsti hluthafinn. Ágúst Guðmundsson, stjórnarfor- maður Bakkavarar Group, segir kaupin í samræmi við yfirlýsta stefnu Bakkavarar um að fjárfesta enn frek- ar í mörkuðum fyrir tilbúin fersk mat- væli. „Þetta er fyrirtæki sem er leið- andi á þeim markaði sem við störfum á í Bretlandi og stærsta fyrirtæki í heimi á sínu sviði. Þeir framleiða alls kyns tilbúin fersk matvæli, eru t.d. mjög stórir í pítsum og samlokum, eftirréttum og tilbúnum réttum.“ Ekki yfirtaka – að sinni Bakkavör Group lýsti því yfir við kaupin að félagið hefði ekki í hyggju að yfirtaka Geest að sinni en sam- kvæmt reglum breska hlutabréfa- markaðarins þarf að upplýsa þegar keyptur er þetta stór hlutur, um hvort yfirtaka vofi yfir á næstu sex mánuðum. Ágúst segir að það verði að koma í ljós hvað gerist að sex mán- uðum liðnum. „Tíu prósenta hlutur- inn gerir það að verkum að það getur enginn annar tekið fyrirtækið yfir nema með okkar samþykki. Við get- um þannig komið í veg fyrir yfirtöku ef einhver annar ætlar að reyna slíkt. Svo kemur í ljós hvað við gerum í framhaldinu,“ segir hann og í tilkynn- ingu um kaupin segir að hluturinn geti minnkað eða aukist í framtíðinni. Ágúst leggur þó áherslu á að stjórn Bakkavarar líti á þessi kaup sem langtímafjárfestingu. „Geest ætlar sér að vaxa enn frekar bæði í Bret- landi og í Evrópu. Með styrkri stjórn hefur félagið vaxið stöðugt á undan- förnum árum sem sannfærir okkur um gildi þessarar fjárfestingar,“ segir Ágúst. Um hvort Bakkavör muni koma að stjórnun Geest segir hann að það verði að koma í ljós. Á fréttavef Reuters voru í gær uppi getgátur um að Baugur Group tengd- ist kaupum á Geest áður en ljóst varð hver var þar að verki. Ágúst aftekur með öllu að Baugur eigi nokkurn hlut að þessu máli. Geest sérhæfir sig í framleiðslu ferskrar tilbúinnar matvöru og fram- leiðir yfir 2.000 vörur sem eru seldar undir merkjum viðskiptavinanna. All- ir helstu stórmarkaðir Bretlands eru viðskiptavinir félagsins. Meginhluti starfsemi fyrirtækisins er í Bretlandi en það starfrækir einnig verksmiðjur í Evrópu og Suður-Afríku. Um 10.000 manns starfa hjá fyrirtækinu og árs- veltan nemur um 114 milljörðum króna í samanburði við 17 milljarða veltu Bakkavarar og var hagnaður þess fyrir skatta 5,4 milljarðar. Bakkavör kaupir í Geest „Enginn annar getur tekið fyrirtækið yfir nema með okkar samþykki“ ALÞINGI lauk störfum í gærkvöldi og hefur verið gert hlé á þinghaldi til septemberloka. Síðasta frumvarpið sem þingið samþykkti var svonefnt smábátafrumvarp, en skattalækkun- artillögur sem sjálfstæðismenn höfðu bundið vonir við að yrðu lagðar fram fyrir þinglok litu ekki dagsins ljós. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að það hefði verið skynsamlegt að kynna skattalækkunartillögurnar fyrir þinglok eins og boðað hafi verið, en það hafi ekki náðst í öllum þeim önnum sem hafi verið síðustu daga og verði að bíða síns tíma. „Það breytir því ekki að ákvörðun um skattalækkun liggur fyrir í stjórnar- sáttmála og það verður ekkert gefið eftir,“ segir forsætisráðherra. „Málið er á könnu formanna stjórnarflokkanna og það liggur fyr- ir að í stjórnarsáttmálanum er ákvæði um að fara í þetta og ég lít svo á að þeir séu í sameiningu að finna útfærslu á því með hvaða hætti,“ segir Hjálmar Árnason, for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins, spurður hvers vegna til- lögur um skattalækkanir hafi ekki náð fram að ganga fyrir þinglok. Gífurleg vonbrigði Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir það gífurleg vonbrigði að ekki skuli hafa náðst að leggja fram skattalækkunartillögur fyrir þinglok. „Það er ljóst að það er Framsókn- arflokkurinn sem stoppar þetta mál. Hann lagðist gegn skattalækkunum af ótrúlega mikilli hörku. Annaðhvort eru þeir búnir að gleyma því hvað þeir sögðu fyrir síðustu kosningar – þetta stendur klárt og kvitt í ríkis- stjórnarsáttmálanum – eða þá hitt, að þeir eru að niðurlægja Sjálfstæð- isflokkinn, og veit ekki á gott með samstarf flokkanna í áframhaldinu.“ Haft var eftir Halldóri Ásgríms- syni, formanni Framsóknarflokksins, í fréttum RÚV að Framsókn legðist ekki gegn einu eða neinu. Stjórnar- sáttmáli og langtímaáætlun ríkis- stjórnarinnar stæðu en ekki væri hægt að leggja fram endanlega út- færslu skattalækkunarhugmynda nú. Þingstörfum lauk þremur vikum síðar en áætlað var og voru þing- dagar alls 107 á þessum vetri. 123 frumvörp urðu að lögum á þinginu og 29 þingsályktanir voru samþykktar. Tillögur um skattalækk- anir ekki lagðar fram Alþingi hefur lokið störfum á þessu vori og verið frestað fram í september Morgunblaðið/Þorkell Það var létt yfir þingmönnum þegar þingi hafði verið frestað í gærkvöldi og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingar, kvöddust með virktum.  Alþingi frestað/10 ÍRASKA framkvæmdaráðið í Bagd- ad samþykkti í gær að sjía-músl- íminn Iyad Allawi yrði forsætisráð- herra íraskrar bráðabirgðastjórnar sem á að taka við völdum 30. júní. Allawi, sem var í útlegð í rúma þrjá áratugi í tíð Saddams Husseins, hlaut einróma stuðning ráðsins. Lakhdar Brahimi, sendimaður Sameinuðu þjóðanna, og Paul Brem- er, æðsti embættismaður Bandaríkj- anna í Írak, sátu fundinn. Fulltrúi Brahimis sagði hann „virða“ ákvörð- unina og vera tilbúinn að starfa með Allawi. Hafði samstarf við CIA Brahimi hefur fengið það verkefni að mynda bráðabirgðastjórnina og velja forseta og tvo varaforseta í samráði við Íraka. Hernámsstjórnin neitaði í gær að staðfesta tilnefningu Allawis og sagði að tilkynnt yrði á næstu dögum hver ætti að gegna embættinu. Þrátt fyrir þetta hik er talið nær víst að Allawi taki við emb- ættinu þar sem framkvæmdaráðið er eini aðilinn sem getur með einhverj- um rétti sagst tala fyrir hönd Íraka. Allawi er 58 ára gamall og tauga- læknir að mennt. Hann starfaði í írösku leyniþjónustunni og var í Baath-flokki Saddams Husseins áð- ur en hann fór í útlegð árið 1971 til Líbanons og Bretlands. Hefur hann haft náið samstarf við bandarísku leyniþjónustuna, CIA. Allawi fari fyrir stjórninni Bagdad. AFP, AP. Allawi var í útlegð í tíð Saddams. RITIÐ Business Week í Banda- ríkjunum hefur birt lista yfir 25 menn sem það segir vera snjöll- ustu leiðtoga í Evrópu núna, að sögn vefsíðu Aft- enposten. Meðal þeirra er Jón Stephensson von Tetzchner, forstjóri tölvufyrirtæk- isins Opera Software í Noregi. Hann er íslenskur í móðurætt og bjó hér til tvítugs. Jón stofnaði Opera Software ásamt öðrum manni 1995 en það annast vafraþjónustu og hefur vax- ið hratt undanfarin ár. Aðrir á list- anum eru m.a. Nicolas Sarkozy, fjármálaráðherra Frakklands, og Helmut Panke, yfirmaður bílafyr- irtækisins BMW í Þýskalandi. Meðal snjöll- ustu leiðtoga Jón Stephensson von Tetzchner Lesbók og Börn í dag ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.