Morgunblaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.2004, Blaðsíða 4
4 C MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ bílar H jólin sem um ræð- ir eru GasGas 450 fse, Yamaha WR 450, Husaberg 450 Fe, TM 450 og VOR 450. Til stóð að fá KTM 450 með í þennan reynsluakstur, enda þykja þau standa mjög framarlega í þessum flokki en því miður var ekki unnt að verða við þeirri ósk okkar. Til að fá sem breiðasta innsýn inn í reynsluaksturinn fékk ég til liðs við mig þá Heimi Barðason, Jón Bjarn- arson og Reyni Jónsson sem allir eru gamlir refir í sportinu GasGas GasGas er sett saman í lítilli verksmiðju á Spáni af mönnum meitluðum af djúpri hefð og ástríðu fyrir svokölluðum klifur (trials) mótorhjólum. Þegar enduro-hjól komu frá verksmiðjunni fundu margir eiginleika klifurhjólsins í þessu nýja hjóli Spánverjanna. Út- koman er hjól sem er ótrúlega lip- urt og notendavænt en leynir þó á sér og hreinlega flengist áfram þeg- ar snúið er upp á rörið. GasGas- mótorinn hefur mjög breitt vinnslu- svið, það er afl alstaðar en samt skilar hann því átakalaust frá sér, næstum því silkimjúkt. Þú gætir ruglast og talið að hjólið sé kraft- laust en tilfellið er að það mok- vinnur, það bara gerir það án þess að vera með læti. Þetta má að miklu skrifa á beinu innspýtinguna en þar stendur GasGas fetinu framar en keppinautarnir sem nota allir „gam- aldags“ blöndunga. Eftir þessi kynni finnst manni vélarhljóð hinna hjólanna líka ansi óhreint á meðan Gasserinn er silkimjúkur á öllum vinnslusviðum. Fjöðrunin er einnig mjög góð og var hjólið líklega í hvað bestu samræmi hvað varðar fram- og afturfjöðrun. Hjól sem í gegnum tíðina hafa haft lipra aksturseig- inleika hafa gert það á kostnað stöðugleika hjólsins þegar ekið er á mikilli ferð og GasGas er ekki und- anskilið þessu lögmáli. Það skortir nokkuð á öryggistilfinninguna þeg- ar hjólinu er ekið í hæsta gír á miklum hraða, hjólið er ekki það rásfastasta á þessu hraðasviði. En hjólið er ekki að svíkja mann svo illa að ekki megi komast hjá þessum greinilega háhraðaskjálfta með að- gát. Við höfum upplifað þetta sterk- ar á öðrum hjólum í gegnum tíðina. Sumum okkar fannst hjólið helst til þungt og vanta lítillega upp á topp- kraft hjólsins, en skoðanir voru samt skiptar um þetta meðal reynsluakstursmanna. Frágangur- inn á hjólinu er ekki jafnlýtalaus og á japönskum hjólum en engu að síð- ur vel fullnægjandi. Sumum kann að finnast umsögn- in um GasGas vera eindregið já- kvæð. Hún er það líka. Tilfellið er að kostir hjólsins eru margfalt fleiri en gallarnar. Stærsta vandamálið er líklega tengt því að útvega sér hjól- ið því Spánverjarnir anna vart eft- irspurn. GasGas 450 fse fæst hjá JHM Sport og kostar 898.000 stgr. (www.jhmsport.com) Husaberg FE450 Husaberg stendur á krossgötum. Þetta hjól, sem hannað er með kraft og léttleika að leiðarljósi, hefur þótt hafa fullháa bilanatíðni, eins og flestir vita. Það sem ekki allir vita er að mikið vatn hefur runnið til sjávar sl. 1–2 ár og hjólin verið end- urbætt. Endurbætur sem eru lík- legar til að auka endingu og áreið- anleika sænsku hjólanna. Mótorinn í Husaberg er hugarfóstur Thomas Gustavsson, fyrrverandi heims- meistara í enduro, og hann er alveg sterkur allt frá lágsnúningi upp í efsta hluta vinnslusviðsins þar sem hann þeytir hjólinu rösklega, en þó ekki fruntalega, vel á annað hundr- aðið. Mikið hefur verið lagt í að gera þetta hjól létt og vegur það minnst af öllum þessum hjólum. Þetta samspil léttleika og góðs mót- ors gerir það að verkum að Husa- berg virkar sem mjög hvetjandi hjól í akstri, þeim mun hraðar sem þú vilt fara þeim mun betra. Ef aðeins Thomas og félagar lærðu að búa til netta bensíntanka, en þessi klunna- legi bensíntankur var stærsta um- kvörtunarefni hópsins í reynslu- akstrinum. Þetta er tæplega hjólið fyrir ung- linginn, til þess er það of sérstakt. Þetta hjól mun e.t.v. falla best þroskuðum ökumönnum sem vilja enduro-hjól með stóru E-i. Hjólið fæst í verslun Nitro (www.nitro.is) og kostar 860.000 kr., en þess má til gamans geta að fyrir 80.000 krónur má umbreyta þessu öfluga hjóli í super moto götuhjól. Yamaha WR 450 Það lætur nærri að WR-hjólin séu mest seldu enduro-hjól í heimi sem í sjálfu sér hljóta að teljast ágæt meðmæli. WR 450 er sterkt hjól, afar öflugt og óhætt að gefa því bestu einkunn hvað varðar áreiðanleika og endingu. Vinnsla hjólsins kom flestum þægilega á óvart, það hefur svipaða seiglu og XR 600 neðst á vinnslusviðinu en togar eins og stórt tvígengishjól upp á ærandi snúning og skilar afl- inu frá sér ansi rösklega, fullrösk- lega fyrir smekk sumra. Einn helsti akkilesarhæll þessa hjóls er vafa- samur hljóðkútur því hjólið er ann- aðhvort mjög hljóðlátt eða mjög kraftmikið og lifandi, en ekki bæði í einu sem fellur illa að vaxandi um- hverfishyggju nú á tímum. Kúpling- Ertu spennt/ur að vita hvað er hvað í heimi 450cc fjórgengishjóla? Ef svarið er já, lestu þá áfram því við settum 5 heitustu hjólin í dag í reynsluakstur þar sem kostir og gallar hvers hjóls komu glöggt fram þegar þau fóru undir hamarinn. Þórir Kristinsson hafði umsjón með undirbúningi og framkvæmd reynsluakstursins. Spánska flugan hafði marga stóra kosti og fáa galla. Sem keppnishjól mætti GasGas e.t.v. vera örlítið sprækara. Husaberginn hefur gengið í endurnýjun lífdaga með miklum endurbótum en átti þó erfitt í sleipu stórgrýtinu. Þrátt fyrir að vera dálitið óheflað á WR 450 sér stóran aðdá- endahóp um allan heim og ekki að ástæðulausu. TM er hjólið fyrir kappsfulla ökuþóra. Þessi mynd var tekin í eitt af þeim fáu skiptum sem hjólið stóð kyrrt. Djúpar ár skáru fjallvegina og traktorsmótorinn á VOR reyndist vel í því litla gripi sem bauðst yfir sleipa árbotna. Morgunblaðið/ÞÖK Búið að stilla hjólunum upp á Reykjavíkurflugvelli. Þrátt fyrir hamagang stóðust öll hjólin þrautirnar án þess að bila sem telst meðmæli í sjálfu sér. Fullvaxin enduro-hjól

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.