Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 44
ÞRUMUVEÐUR með gífurlegu
úrfelli og éljum, svo hvítnaði í
fjöll um stundarsakir, gekk yfir
Galtafell og nágrenni í Hruna-
mannahreppi í gær. Eldglær-
ingar sáust á himni og að
minnsta kosti einni eldingu sló
niður, samkvæmt eldingarmæli
Veðurstofu Íslands.
Veðrið var staðbundið í
grennd við Galtafell og féll aur-
skriða úr því við bæinn Sól-
heima í kjölfar úrkomunnar,
sem var mikil á skömmum tíma.
Skriðan var fimm metra breið
og rúmlega hundrað metra
löng að sögn Esterar Guðjóns-
dóttur, bónda á Sólheimum.
„Skriðan féll á girðingu og
skemmdi hana. Nokkrar minni
skriður féllu einnig í norð-
anverðu Galtafelli og urðu
nokkrar skemmdir á gróðri í
kjölfarið. Þá fór brú sem liggur
upp að túni hjá okkur og ræsi
sem liggur undir veginn stífl-
aðist með þeim afleiðingum að
hálfgert stöðuvatn myndaðist á
túninu og beljurnar stóðu í
því,“ segir Ester. Jóhann Kor-
máksson, bóndi á Sólheimum,
segist ekki muna eftir slíku
vatnsveðri á þessum tíma árs.
„Þetta var óvenju mikið vatns-
veður en ummerki eftir veðrið
eru staðbundin í nágrenni
Galtafells,“ segir Jóhann og
bætir því við að víða hafi skra-
past úr vegum og brautum og
lækir sem voru nærri þurrir
hafi oltið fram mórauðir og
bakkafullir.
Á sumrin verða þrumur helst
í tengslum við hitaskúrir sem
myndast síðdegis á heitum dög-
um. Kristín Hermannsdóttir,
veðurfræðingur hjá Veðurstofu
Íslands, segir að veður hafi ver-
ið mjög hlýtt á þessum slóðum í
gær en hiti var tæp 20 stig. „Þá
stígur loftið upp og stór
bólstraský geta myndast. Þeg-
ar þau ná ákveðinni hæð eru
þau komin í mikinn kulda. Þeg-
Skriðuföll í þrumu-
veðri við Galtafell
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Gróðurskemmdir urðu í skriðuföllum í norðanverðu Galtafelli.
ar munurinn á hita og kulda er
orðinn svo mikill myndast
hringrás er heita loftið stígur
og kalda loftið sígur með þeim
afleiðingum að spenna mynd-
ast. Hún þarf að losa sig ein-
hvern veginn og þá hleypur
eldingin niður,“ segir Kristín.
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og George W.
Bush, forseti Bandaríkjanna, munu eiga fund í
Hvíta húsinu í Washington D.C. fyrir hádegi í dag.
Reiknað er með að á fundinum verði m.a. rætt um
alþjóðamál, varnarstöðina í Keflavík og stöðu varn-
arsamningsins og önnur tvíhliða samskipti land-
anna. Forsætisráðherra flaug til Bandaríkjanna til
fundarins í gærkvöld að loknum þingfundi á Alþingi.
Bandaríkjaforseti býður til fundarins og fer hann
fram á skrifstofu forseta, Oval Office. Gert er ráð
fyrir að af hálfu Bandaríkjastjórnar verði m.a. Colin
Powell utanríkisráðherra, Andrew Card, starfs-
mannastjóri Hvíta hússins, Stephen Hadley, að-
stoðar-þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta,
James I. Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Ís-
landi, og Dan Freid frá Þjóðaröryggisráðinu á fund-
inum.
Af hálfu Íslands sitja fundinn, auk forsætisráð-
herra, Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í
Bandaríkjunum, Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri
í forsætisráðuneytinu, Albert Jónsson, skrifstofu-
stjóri í forsætisráðuneytinu, Illugi Gunnarsson, að-
stoðarmaður forsætisráðherra, og Guðni Bragason,
sendifulltrúi í sendiráði Íslands í Washington.
Davíð og
Bush funda í
Washington
Washington. Morgunblaðið.
TVEGGJA ára gömul bandarísk stúlka, Nina Fost-
er, var hætt komin við Dettifoss á laugardaginn
þegar stór steinhnullungur valt af stað og skall nið-
ur rétt hjá henni. Faðir Ninu, Ryan, hafði brugðið
sér upp á klöpp við göngustíginn sem liggur frá
fossinum, þegar hann steig á stóran stein sem valt
af stað og stefndi beint á Ninu, sem stóð fyrir neðan.
Það varð Ninu til bjargar að mamma hennar, Al-
licia, áttaði sig á því hvað var að gerast og náði að
ýta við stúlkunni þannig að hún féll í grasið og lenti
á milli tveggja steina á jörðinni í þann mund sem
hnullungurinn skall niður. Nina skrámaðist talsvert
á fæti þegar hún datt og handleggsbrotnaði þegar
hún reyndi að losa sig en faðir hennar náði að lyfta
hnullungnum og losa hana.
„Það var mikil mildi að ekki fór verr. Allicia var
fljót að átta sig og það bjargaði Ninu,“ segir Ryan
en steinninn var um 200 kíló að þyngd, samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar á Húsavík, sem var köll-
uð á staðinn.
Nina var flutt með sjúkrabíl til Húsavíkur og það-
an til Akureyrar til frekari rannsókna. Hún var sett
í gifs og líður ágætlega að sögn Ryans. Fjölskyldan
býr á svæði varnarliðsins í Keflavík. Ryan og Allicia
keyptu gullfisk og fengu lítinn kettling gefins handa
Ninu í gær til að létta henni lífið meðan hún er í gifs-
inu.
Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson
Nina var hin kátasta þegar ljósmyndara Morg-
unblaðsins bar að garði í gærkvöldi.
„Mikil mildi að
ekki fór verr“
UM 55 starfsmenn starfa við Hellisheið-
arvirkjun en framkvæmdir við borun jarð-
hitaholna á Hellisheiði eru í fullum gangi.
Samkvæmt samningi Orkuveitu Reykjavík-
ur við Jarðboranir hf. er áformað að bora
tíu holur í sumar og næsta sumar vegna fyr-
irhugaðrar Hellisheiðarvirkjunar. Stefnt er
að því að hún verði tilbúin í október 2006.
Þrír borar eru á svæðinu og er von á þeim
fjórða til landsins frá Ítalíu í þessum mán-
uði. Hann verður af svipaðri stærð og Jöt-
unn, stærsti bor landsins, sem nú er í notkun
við Hellisheiðarvirkjun. Borvinna fer að
mestu fram í um 420 metra hæð yfir sjáv-
armáli. /6
Morgunblaðið/ÞÖK
Borað af krafti á Hellisheiði
GREININGARDEILDIR viðskiptabank-
anna þriggja, Íslandsbanka, KB banka og
Landsbanka, spá þessum bönkum tæplega
21 milljarðs króna hagnaði á fyrri hluta
ársins, en hagnaður þeirra á sama tímabili
í fyrra var tæpir 7 milljarðar króna. Hagn-
aðurinn mun því ríflega þrefaldast miðað
við þessar spár, en um er að ræða sam-
anlagða meðalspá og greiningardeildirnar
spá ekki um afkomu eigin banka.
Þreföldun hagnaðar
Samanlagt er fyrirtækjum í Úrvalsvísi-
tölu Kauphallarinnar, sem í eru 15 af
stærstu fyrirtækjum Kauphallarinnar,
spáð þreföldun hagnaðar og vegur hagn-
aðaraukning viðskiptabankanna og annarra
fjármálafyrirtækja þar langþyngst. Því er
spáð að hagnaðurinn muni aukast úr tæp-
um 13 milljörðum króna á fyrri hluta árs í
fyrra í tæpa 39 milljarða króna á sama
tímabili í ár.
Bönkum spáð 21 milljarðs hagnaði
Spá/12