Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
?
MENNING/LISTIR 24. APRÍL 2004
Í
kvikmynd Waynes Wang, Smoke eða
Reyk frá 1994, sem er gerð eftir hand-
riti Pauls Auster, er meðal annars lýst
sérstökum vinskap miðaldra rithöf-
undarins Pauls Benjamin og unglings-
stráksins Rashids. Í einu atriðinu eru
þeir staddir í bókabúð og eru að
spjalla við afgreiðslukonuna þegar
pilturinn Rashid segist vera faðir Pauls. Paul
bætir við: ?Það er satt. Margir halda að ég sé
faðir hans. Það er rökrétt ágiskun ? þar sem
ég er eldri en hann o.s.frv. En í raun og veru
er þessu öfugt farið. Hann er faðir minn, og
ég er sonur hans.
1
Svona viðsnúningur föður-sonar-sambanda
hefur verið bandaríska rithöfundinum Paul
Auster hugleikinn um langa hríð, og er áber-
andi hugðarefni í fyrsta prósaverki hans sem
út kom 1982, The Invention of Solitude. Þetta
verk skiptist í tvo hluta, ?Portrait of an In-
visible Man?, sem fjallar að mestu um föður
Austers, og ?The Book of Memory? sem eru
minningabrot frá æsku Austers og um fyrstu
ár sonar hans, og kom fyrri hlutinn út nýver-
ið hjá Bjarti í þýðingu Jóns Karls Helgason-
ar, ?Mynd af ósýnilegum manni?. 
Ævisaga í sjálfsævisögu
Verkið er sjálfsævisögulegt og fjallar um
föður Austers, Samuel Auster. Paul Auster
lýsir því að nokkurn veginn hans fyrstu við-
brögð við að frétta andlát föður síns hafi ver-
ið yfirþyrmandi þörf fyrir að skrifa. Þessi
sterku viðbrögð byggjast á þeirri sannfær-
ingu að faðir hans skilji ekkert eftir sig. Hon-
um finnst sú tilhugsun, að faðir hans hverfi
sporlaust, óbærileg og skrifin eru því tilraun
til að marka hans spor á einhvern hátt. Þetta
eru kannski sjálfsögð viðbrögð rithöfundarins
við dauðanum, og fjölmargir hafa gripið
pennann einmitt við þetta tækifæri. Þannig
skrif eru þá ekki einungis um einstaklinginn,
heldur beinist athyglin oft á tíðum að sam-
bandi höfundarins við foreldrana og í sumum
þessara verka eru vel falin fjölskylduleynd-
armál afhjúpuð. Þetta á við um verk breska
blaðamannsins Blakes Morrison um föður
sinn, And When Did You Last See Your
Father (1993), sem hlaut gífurlega athygli í
Bretlandi þegar hún kom út, og hann skrifaði
síðar í svipuðum dúr um móður sína í Things
My Mother Never Told Me (2002). Franska
skáldkonan Annie Ernaux skrifaði um föður
sinn í La Place (1983) móður sína í Une
Femme (1987); og austurríski höfundurinn
Peter Handke skrifaði um móður sína í
Wunschloses Unglück (1972), svo nokkur
dæmi séu nefnd. En að skrifa um föður sinn
eða móður hlýtur á einhvern hátt að snúa við
hefðbundnum valdasamböndum. Því sá sem
skrifar hefur að sjálfsögðu vald yfir þeim sem
hann skrifar um (þetta skýrir kannski hvers
vegna deilur um ævisögur geta verið jafn
hatrammar og raun ber vitni).
?Mynd af ósýnilegum manni? er samblanda
af sjálfsævisögu og ævisögu: í því tekst sögu-
maður á við annan mann, reynir að miðla lífs-
hlaupi hans og persónuleika, en um leið
fjallar verkið stöðugt um Auster sjálfan. Í
síðari hluta verksins, ?The Book of Memory?,
tekst Auster enn frekar á við sjálfan sig.
Hann skrifar um sig í þriðju persónu, nefnir
sig A., og reynir að staðsetja sig sem föður
og son, og sem höfund, með því að tengja
saman minningar frá bernsku og nýliðna at-
burði, bókmenntir, skáld, skrif sín, einsemd,
gleymsku og minni. 
Í sjálfsævisögum takast alltaf á að minnsta
kosti tvö tímasvið: tími minningana og tími
skrifanna, og er mismunandi vægi gefið
hverju sviði. Í ?Mynd af ósýnilegum manni? er
tími skrifanna fyrirferðarmikill, því að hluta
til er formið byggt á formi dagbókar; dag-
bókar manns sem fréttir lát föður síns og
skráir viðbrögð sín og þá atburði sem fylgja í
kjölfarið, en þetta form er brotið upp með
stöðugu endurliti til fyrri tíma. 
Tími skrifanna er ekki síður mikilvægur
fyrir þá sök að Auster fjallar í textanum um
þá erfiðleika sem fylgja því að skrifa um
aðra, því til þess að skrifa um aðra verður
maður að þekkja aðra og enginn virðist
þekkja föður hans, Samuel Auster. Hann var
maður sem tjáði sig lítið, virtist hafa fáar
væntingar, óskir eða þrár. Auster reynir að
komast að því hvernig á þessu stendur og
hvort mögulegt sé að finna hliðar á honum
sem útskýri manninn. ?Hvernig varð þessi
maður eins og hann varð?? ? er auðvitað sígilt
efni ævisagna. Auster er hins vegar nokkuð
viss um að skrif hans muni ekki leysa allar
gátur fortíðarinnar og segir á einum stað:
?Að viðurkenna frá upphafi að þetta er óvinn-
andi vegur.?
2
Verkið er því hvorttveggja skrif
um föðurinn og hugleiðing um slík skrif.
Skrifin eru leit að þekkingu, eina tækið sem
höfundinum býðst, en tæki sem færir manni
ekki endilega þá niðurstöðu sem maður sæk-
ist eftir. Því eins og segir í einkunnarorð-
unum sem fengin eru frá Heraklítusi: ?Vertu
viðbúinn því óvænta þegar þú leitar að sann-
leikanum, því að hann er vandfundinn og ráð-
gáta þegar þú finnur hann.?
Oft er farin sú þægilega leið í ævisögum að
hreinsa til í óreiðu ævi fólks; rykið er dustað
kröftuglega úr leyndum skotum, öllu er skol-
að vandlega burt sem hvergi passar, slétt er
úr hnökrum og misfellum, svo útkoman verði
skýr og áferðarfalleg frásögn. En Auster fer
ekki þá leið. Hann tínir til ýmiss konar mót-
sagnakennd atvik tengd föður sínum og út-
skýrir margoft að það sé varla hægt að
þekkja aðra: 
Ég sé núna að sérhver staðreynd er dregin í efa af
þeirri næstu, að sérhver hugsun vekur aðra, jafn-
gilda, andstæða hugsun. Útilokað er að fullyrða nokk-
uð án fyrirvara: hann var góður eða hann var slæm-
ur; hann var svona eða hinsegin. Allar eru þessar
fullyrðingar sannar. Stundum finnst mér að ég sé að
skrifa um þrjá eða fjóra ólíka menn, hver þeirra er
einstakur, hver þeirra í mótsögn við alla hina. (97)
Hann neitar líka að hægt sé að finna eina
merkingu, kjarna, eða rót sem útskýrir allt í
fari föður síns, öll þeirra samskipti, alla
þeirra fortíð. Þversagnir og mótsagnir und-
arlegs lífs fá því óhikað að standa. 
Því þótt Auster fylgi eftir þrá sinni og þörf
og reyni að reisa föður sínum einhvers konar
minnisvarða, þá er verkið torvelt og þrátt
fyrir þessa knýjandi þörf fyrir að skrifa koma
orðin alls ekki af sjálfu sér. Hvernig málar
maður mynd af ósýnilegum manni? ? leitar
maður til skáldskapar til að fylla myndina ?
eða sættir maður sig við ófullkomna mynd?
Auster segir: 
Ég hef aldrei áður verið eins meðvitaður um gjána
sem skilur hugsunina frá skrifunum. Undanfarna
daga hefur mér satt að segja fundist að sagan sem ég
er að reyna að segja eigi einhvern veginn enga sam-
leið með tungumálinu, að hún streitist á móti orð-
unum og komi í veg fyrir að ég geti sagt eitthvað sem
máli skiptir, og þegar að því kemur að ég eigi að
segja það eina sem raunverulega skiptir máli (að því
gefnu að það sé til) geti ég ekki sagt það. (50?51)
Fyllt upp í þögnina
Þeirra samband, samband föður og sonar,
er í forgrunni, en þeirra samband einkennd-
ist af yfirborðskenndum, síendurteknum
samræðum eða þögn, og fjarveru. Auster
skoðar þannig eiginleika föður síns mitt í
þögn hans, mitt í öllu því sem var ósagt: ?Ef
þögnin er ein til frásagnar eru þá orð mín
ekki dæmd til að verða fánýtt hjal? Á hinn
bóginn: Ef það hefði verið eitthvað fyrir utan
þögnina hefði ég þá nokkra ástæðu til að
tala?? (31). Það er eins og áður segir ekki
bara sú staðreynd að faðir hans er látinn sem
fær Auster til að skrifa, það er einnig þörf
fyrir að fylla upp í þögnina, þögnina sem
hann skildi eftir sig, og þögnina sem ríkti í
sambandi þeirra. 
Því þögnin sem þar ríkti er stöðugt rofin af
minningum, þessar minningar eru áleitnar og
skjóta sífellt upp kollinum: ?Öll þessi litlu
myndbrot: óforbetranleg, föst í aurbleytu
minninganna, hvorki niðurgrafin né þannig
að hægt sé að losa þau fyllilega. Og samt
framkallast þau, hvert af öðru, líkt og í leiftri,
andartök sem væru annars glötuð að eilífu?
(43). Þessar minningar draga upp mynd af
manninum, en mynd sem erfitt er að lýsa í
fáum orðum, mynd sem helst ekki stöðug,
heldur færist stöðugt undan augnaráði okkar.
Auster reynir ólík stílbrögð til að fanga föður
sinn, hann rifjar upp einstök atvik og gerir
lista yfir hluti sem minna á hann, án þess að
útskýra tengslin, á einum stað segir til dæm-
is ?gullfiskur? án þess að það sé útskýrt nán-
ar.
Ljósmyndir sem lykill
Auster leitar föður síns víða, í eigum hans,
fjölskyldu og ekki síst ljósmyndum þar sem
hann leitar að einhverjum sannleika um föður
sinn. Honum finnst hann finna föður sinn á
ljósmynd sem má sjá framan á bókinni. Þessi
mynd er tekin í Atlantic City og sýnir fimm
menn sem sitja við borð. Þegar nánar er að
gáð kemur í ljós að hér er um sama manninn
að ræða sem situr og starir út í tómið, því
augnaráð þeirra mætast aldrei. Faðir hans,
sem hafði gaman af hrekkjum og brögðum,
sem naut skemmtana eins og þeirra sem boð-
ið er upp á í Atlantic City, birtist Auster
þarna, frá öllum hliðum, en þó óþekkjanleg-
ur. Ljósmyndirnar þjóna hins vegar ekki ein-
ungis því hlutverki að vera lykill að persónu-
leika föðurins, þær virðast líka á einhvern
hátt halda honum á lífi. Auster finnst að með-
an hann horfi á myndirnar muni faðir hans
ekki hverfa: 
?Þótt hann væri ekki lifandi þá væri hann ekki heldur
fyllilega dáinn. Eða öllu heldur, með einhverjum
hætti brottrækur, lokaður inni í vídd sem var al-
gjörlega ótengd dauðanum, þar sem dauðinn fengi
aldrei aðgang? (22).
Hugmyndir og þræði sem sjást í þessu
verki má rekja áfram í síðari skáldsögum
Austers. Hugmyndarinnar um tilviljun sem
velt er upp í þessu verki sér víða stað í síðari
verkum, og ekki síst í The Music of Chance
(1990) þar sem tilviljunin er miðlæg í flétt-
unni og þeim hugmyndum sem eru reifaðar.
Brostin tengsl mannsins við umheiminn er
víða að finna, t.d. í The Book of Illusions
(2002), þar sem kvikmyndagerðarmaður læt-
ur sig hverfa og reynir þannig að hafa stjórn
á tengslum sínum við umheiminn. Auster hef-
ur einnig margoft skrifað um það athæfi að
fylgjast með öðrum og hve viðsjárvert það
getur verið að reyna að lesa merkingu út úr
hegðun fólks, því þar sé stöðugt hætt við mis-
túlkun, og hún jafnvel óumflýjanleg, eins og
glöggt má sjá í New York-trílógíunni (1985?
1986). Auster heldur föður sínum frá dauð-
anum með því að horfa á ljósmyndir af hon-
um, og í Leviathan (1992) er einnig fjallað um
hvernig augnaráð annarra skapar mann að
einhverju leyti. Þar kemur fyrir listakona
sem í einu verkefna sinna lætur annað fólk
fylgjast með sér. Þessi persóna er reyndar
byggð á frönsku listakonunni Sophie Calle
sem hefur unnið mikið með þetta fyrirbæri
að fylgjast með öðrum. Calle elti eitt sinn
bráðókunnugan mann frá París til Feneyja
og ljósmyndirnar sem hún tók á því ferðalagi
vekja fjölmargar spurningar um hvernig við
getum skilið annað fólk með því að fylgjast
með því, horfa á það, án þess að það viti af
því, algjörlega utan frá. Þá vann hún eitt sinn
á hóteli og tók myndir af því sem fólk hafði
með sér á hótelherbergjum ? þær ljósmyndir
fá mann til að giska stöðugt á hvers konar
fólk sé á ferð, um leið og maður finnur að
ágiskunin hlýtur alltaf að vera röng. 
Þegar líður undir lok ?Myndar af ósýni-
legum manni?, þá vill Auster ekki klára sög-
una: ?Ég veit að þegar ég stíg inn í þessa
þögn hverfur faðir minn að eilífu? (103). At-
höfnin sjálf, skrifin, halda honum á lífi og
þegar þeim lýkur tekur þögnin við. Í seinni
hluta The Invention of Solitude er að finna
nokkra huggun við þessu, en þar segir að
minnið sé sá staður þar sem hlutirnir gerist
aftur. Og þar hlýtur faðirinn að eiga aft-
urkvæmt.
En þrátt fyrir örðugleikana sem eru
bundnir skrifum sem þessum og Auster
minnir okkur sífellt á, þá má samt segja að
hér hafi náðst endanlegur viðsnúningur föð-
ur-sonar-sambandsins, því með þessum skrif-
um sínum gefur Auster föður sínum nýtt líf,
hann bjargar honum frá hvarfi og má segja
að faðir hans sé hér upprisinn, hafi risið upp
af dauðum á miðilsfundinum sem kápumynd-
in minnir óneitanlega á.
Orðin sem Auster hefur frá Kierkegaard
eiga því einkar vel við, en þar segir: ??en sá
sem er reiðubúinn að erfiða fæðir af sér sinn
eigin föður?? (108).
Heimildir
1
Paul Auster, Smoke and Blue in the Face: Two Films
(London: Faber and Faber, 1995), s. 96.
2
Paul Auster, Mynd af ósýnilegum manni, þýð. Jón
Karl Helgason (Reykjavík: Bjartur, 2004), s. 31.
Í MINNINGU
ÓSÝNILEGS
FÖÐUR
EFTIR GUNNÞÓRUNNI GUÐMUNDSDÓTTUR
Með því að skrifa endurminningar um föður sinn og
sjálfsævisöguleg brot gefur Paul Auster föður sínum
nýtt líf, hann bjargar honum frá hvarfi, segir í þessari
grein um bókina Mynd af ósýnilegum manni sem er
nýútkomin þýðing á fyrri hluta fyrsta prósaverks 
Austers frá 1982 og fjallar um látinn föður hans.
?Má segja að faðir Austers sé hér upprisinn, hafi risið upp af dauðum á miðilsfundinum sem
kápumyndin minnir óneitanlega á.?
Höfundur er doktor í bókmenntafræði en ritgerð
hennar fjallaði meðal annars um umrætt verk Pauls
Auster en ritgerðin nefnist Borderlines: Autobio-
graphy and Fiction in Postmodern Life Writing og
kom út í fyrra.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16