Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingažęttir Tķmans

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingažęttir Tķmans

						ÍSLENDINGAÞÆTTIR
2. TBL. — 5. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 2. MARZ — NR. 69.
TIMANS
Guðmundur Njálsson
bóndi, Böðmóðsstöðum
Fæddur 10.7. 1894
Dáinn 18.11.1971
Guðmundur Njálsson bóndi, á
Böðmóðsstöðum í Laugardal, and-
aðist á heimili sínu aðfaranótt 18.
nóvember s.l. á 78. aldursári. Út-
för hans fór fram 27. s.m. og fór
aðalathöfnin fram í Skálholts-
kirkju. Var það mikla guðshús
þéttskipað. Jarðsett var í Miðdal í
^augardal.
Það mun fara svo fyrir flestum,
Þegar þeir horfa á eftir samferða-
ttianni, inn I það óþskkta, þá sækja
i þá minningar frá samfylgdinni.
Eftir því, sem kynnin hafa verið
nánari, vináttuböndin sterkari, og
hinn horfni litríkari.verður ásókn
•ninninganna ákafari og langvinn-
ari. og hvert atvik skýrara. Maður
sér löngu liðna atburði ljóslifandi
'íyrir sér, ef til vill ekki f réttri
röð eins og þeir gerðust, heldur
hvern atburð út af fyrir sig, og
Það sem við þá er hægt að tengja.
Aldarfjórðungur er liðinn síðan
fundum okkar Guðmundar bar
fyrst saman. Það var vor í lofti,
sunnanþeyrinn hjalaði við brum-
hnappa skógarins, og fyrstu sumar
gestirnir voru komnir í Laugardal-
inn. Ferð okkar sóttist seint fram
dalinn eftir malarlausum troðn-
mgum. Skillandsá var óbrúuð og
I miklum vexti. En yfir ána kom-
Umst við klakklaust og á áfanga-
stað um kvöldið, eftir miklar til-
færingar og talsverða eftirvænt-
ingu. Ég var kominn með unnustu
minni heim til íoreldra hennar
a_ð Böðmóðsstöðum í fyrsta skipti,
óllum ókunnugur.
Margt var það, sem mér kom á
óvart, og skildi ékki fyrr en löngu
síðar. En eitt duldist mér ekki. Á
þessu heimili hafði gerzt merkileg
saga. Fjórtán systkini, sem höfðu
fæðzt á sextán ára tímabili, ólust
hér upp, og báru engin merki
þess, að þau hefðu búið við knöpp
kjör. Þvert á móti, allt benti til
hins gagnstæða. Þroski og annaS
atgervi þessa stóra systkinahóps
var sízt lakara en á þeim bæjum,
þar sera börnin voru fá og efnin
næg.
En klæðnaður heimilisfólksins,
húsnæði  og  búnaður  þess,  báru
vott um nýtni, hugvit og nægju-
semi.
Kreppuárin á fjórða áratugnum
þrengdu mjög að alþýðu þessa
lands, jafnt til sjávar og sveita.
oig gerðu flestum foreldrum, þó
fá börn ættu, full erfitt með að
sjá þeim farborða. í lok áratugs-
ins barst svo mæðiveikin í Laug-
ardalinn og hjó hún stórt skarð í
fé Böðmóðsstaðabóndans, og þá
fyrst syrti í álinn. Mörgum var það
ráðgáta, hvernig Böðmóðsstaða-
hjónin fóru að því á þessum árum
að afla nægra fanga stóra hópnum
sínum, en þar var þá að jafnaði
átján til nítján manns í heimili.
Ekki voru þá greiddar fjölskyldu-
bætur, eða annar stuðningur veitt-
ur barnmörgum fjölskyldum. Ekki
íengu gamalmennin tvö neinn elli-
lífeyri. Alls þess, sem fjölskyld-
an þurfti með eða gat veitt sér,
varð hún að afla sjálf með ein-
hverjum hætti.
En hvaða skýringar voru þá á
því, að þetta tókst hér á þessari
afskekktu jörð, sem var langt frá
alfaraleið, vegalaust og án tækni
nútímans? Eða var það metðal ann-
ars vegna þess?
Ég vissi að sjóðandi hverinn,
sem er rétt neðan við bæinn, var
notaður til að hita hann upp. Ég
vissi einnig, að Brúará og Hagós
gátu verið gjöful, en slík yeiði var
erfið og tímafrek, og eklki árenni-
legt fyrir einyrkja með hjálp hálí-
vaxinna barna að sækia þangað
fanga. Endá reyndi mjög á snar-
ræði og karlmennsku Guðmundar
í þessum veiðiferðum, og mundu
fáir eftir leika. Margar sagnir hsf
*•
i-
tr
E
w
S
D
K.
5*'

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32