Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1973, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1973, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 14. febr. 8. tölublað. 6. árg. Nr. 93. TIMANS Benedikt Benediktsson bóndi Sauðhúsum Fæddur 14 mai 1886 Dáinn 24 marz 1972. Benedikt var fæddur að Sauðhúsum, og ólst þar upp i foreldrahúsum fram til tvitugs aldurs. Foreldrar hans voru Þorbjörg Jóhannesdóttir húsfrú og Benedikt Benediktsson bóndi, Sauð- húsum Laxárdalshreppi, Dalasýslu. Tiu voru börn þeirra hjóna, og var Benedikt næst elztur, eldri var Jóhannes bóndi, Saurum i sömu sveit, fæddur 31. okt 1884, dáinn 3. marz 1954. Önnur systkini: Ása, saumakona, búsett i Keykjavik, (dáin) giftist ekki Kristin, gift Valgeir Kristjánssyni, skera, búsett i Reykjavik, hann er dáinn fyrir nokkrum árum. Sigurður, giftur Ingibjörgu Ebenesardóttur bjuggu i Búðardal. Hann lézt 10. jan 1949, 58 ára. Egill, ógiftur, dáinn 9 marz 1922, 29 ára. Guðmundur, húsa- og húsgagnasmiður, giftur Helgu Sigurðardóttur, búsett i Reykjavik. Margrét, dó 24 ára. Marteinn, dó 19 ára, Elisabet, dó 14 ár. Föður sinn missti Benedikt árið 1908, drukknaði i Laxá, fæddur 5. sept. 1854. Ekkjan ÞorbjÖrg Jóhannesdóttir hélt áfram búskap, með stuðningi elztu barna sinna, hætti búskap 1920. Fædd var hún 1853. Það má nærri geta, hvernig ekkjunni með sin mörgu börn hafi verið innan- brjósts eftir lát manns sins, efalaust hefir hún búið yfir miklu sálarþreki, að bugast ekki-, þvi þegar ein báran ris, er önnur vis. Eins varð hér. Með nokkra ára millibili dóu fjögur börn hennar, öll á ungdómsárum^ dánar- valdurinn tæring. Ég man ömmu mina mjög litið, en mér hefur verið sagt, að þetta mótlæti hafi hún borið með sérstakri ró oe stillingu. Þann sem yfir okkur ræður, hefur hún efalaust beðið um hjálp og styrk sér og sinum til handa, — og verið bænheyrð. Benedikt sonur hennar fór ekki var- hluta af erfiðleikum lifsins á sinum uppvaxtar árum, eins og að framan greinir, hefir sjálfsagt brynjað sig fyrir öldugangi lifsins, — innfyrir þá brynju var örðugt að komast, en þeir sem það gátu urðu margs visari um manninn. Ég veit með vissu, að Bene- dikt ólst upp við þau kjör, að allt þurfti að spara, allt að nýta, engu að henda, sem brúklegt var. Lifsviðhorf og mótun þess fólks, hlýtur, að hafa þróazt meö hverjum og einum af sam- tiðinni, og þvi sem blasti við hverju sinni. Við, sem ekki þekkjum hvað það er, — að vanta öll þau lifs- og velmeg- unarþægindi nútimans, erum harla naum á að gera okkur grein fyrir hvernig fólkið fleytti sér og sinum áfram i gegnum lifið. Benedikt fluttist að Þorbergsstöðum árið 1907, sem ráðsmaður til Jóhönnu Stefánsdóttur, sem var ekkja. A Þorbergsstöðum var hann i 3 ár, á þeim tima giftist hann Jóhönnu, og fluttust þau að Kambsnesi Laxárdals- hreppi árið 1910, þar bjuggu þau i þrjú ár, Jóhanna lezt 1913. Eignuðust þau eina dóttur, Kristinu að nafni og er hún nú búsett i Reykjavik, gift Stefáni Ölafssyni byggingarmanni. Siðari kona Benedikts,Herdis Guðmundsdóttir frá Skörðum, Mið- dalahreppi. Fædd 2. marz 1187 lifir hún mann sinn. Börn þeirra hjóna, sem upp komust, eru — Hugborg, gift Ölafi Jónssyni kaupmanni Selfossi. Guðlaug Munda, gift Rúdólf Friedel, (þýzkur) gleraugnasérfræðingur búsett i Duisburg Þýzkalandi, Egill hrepp- stjóri, giftur Pálinu Jónsdóttir, búa á Sauðhúsum.Tvibura eignuðust þau, fæddust andvana. Uppeldisbarn þeirra, Margrét Guð- brandsdóttir, dóttir hjónanna Krist- laugar Markúsdóttir frá Hornstöðum og Guðbrandur Guðbrandssonar frá Leiðólfsstöðum, skósmiðs á Hvamms- tanga. Bæði þessi sæmdar hjón dáin. Arið 1924 flytjast þau búferlum frá Kambsnesi að Sauðhúsum og bjuggu þar i rúm þrjátiu ár, er þau hættu bú- skap, fluttust þau suður á land, hún til dóttur sinnar og tengdasonar á Sel- fossi, en hann á Elliheimilið Grund. A sumrin dvaldi hann meðan heilsa leyfði á fæðingar- og búleifð sinni Sauðhúsum, hjá tengdadóttur sinni og syni, þar leið honum vel og naut þess i rikum mæli að fá að vera heima hjá sinum, siðustu sumrin sem hann lifði. Ég veit að hann bar þakklæti I brjósti til tengdadóttur sinnar, fyrir alla hennar umönnun og hjálp, svo og allra sinna barna sem veittu honum alla þá aðhlynningu, sem i þeirra valdi stóð. Siðast er ég heimsótti hann að Grund, var hann með þakklæti i huga til Birgis

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.