Íslendingaþættir Tímans - 21.03.1973, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 21.03.1973, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 21. marz 17. tölublaðö. árg. Nr. 102. TIMANS Sextugur: Daníel Ágústínusson bæjarfulltrúi, Akranesi 18. marz fyllti sjötta tug æviáranna Danlel Agústlnusson, bæjarfulltrúi á Akranesi, en hingað fluttist hann 1954, er hann gerðist hér bæjarstjóri. Ekki er meiningin að þetta greinar- korn verði nokkur æviminning, til þess er maðurinn of ungur, og við vinir hans og samherjar trúum þvi og von- um, að enn eigi hann eftir að bæta merkum köflum við ævisöguna, þar til öll er. Svo sem kunnugt er, hafa störf Daniels aðallega verið á þrem sviðum, þ.e. uppeldis- og kennslumála, félags- mála, svo sem iþrótta- og ungmenna- félaga, og loks stjórnmála, en allir hafa þessir þættir verið meira og minna samofnir, bornir uppi og unnir i anda ungmennafélagshugsjóna, er á uppvaxtarárum hans gagntók hugi svo margra æskumanna, er siðar á lifs- leiðinni hafa markað djúp spor i sögu þjóðarinnar, og þá sérstaklega fyrir atbeina þeirra stjórnmálasamtaka, er Daniel hefur alla tið verið skeleggur baráttumaður fyrir, en þar á ég við Framsóknarflokkinn, sem byggður var upp og jafnan hefur starfað á þeim grunni, er ungmennafélögin upphaf- lega ruddu. Vissulega hefur það verið mikils virði fyrir þessar félagsmálahreyfing- ar, er ég hef hér drepið á, að eiga á að skipa svo ósérhlifnum og kraftmiklum forsvarsmanni og Daniel er, það þekkjum við bezt, sem með honum höfum starfað á þeim sviðum, allt frá þvi að hann flutti hingað fyrir tæpum tveim tugum ára. 1 bæjarstjóratið Daniels urðu hér á Akranesi meiri framfarir og uppbygg- ing en á nokkrum öðrum tima I sögu bæjarins, og var það mikið ólán, er honum var á svo ómaklegan hátt bægt frá þvi starfi, þó eigi verði sú saga rakin frekar hér. Alla tið frá þvi Daníel flutti hingað, hefur hann verið formaður Framsókn- arfélagsins hér i bæ og gegnt fjölmörg- um trúnaðarstöðum i þágu flokksins, bæði hér innanbæjar og á landsmála- sviðinu, þar á meðal setið nokkrum sinnum á Alþingi sem varaþingmaður. Hefur hann sýnt þar að eigi hefur á þvi sviðiveriðum neinn miðlungsmann að ræða, þannig rækir hann öll sin störf, aö eftirtekt vekur. A þessum afmælisdegi vil ég fyrir hönd Framsóknarfélags Akraness þakka samstarfið og óska afmælis- barninu allra heilla á ókomnum árum og að framvegis sem hingað til veröi stefnumiðið hið sama og ungmennafé- lögin orðuðu svo: íslandi allt. Engum er meiri þörf en félagsmála- foringjum og stjórnmálamönnum, að eiga fagurt og friðsælt heimili. Þeirrar hamingju hefur Daniel orðið aðnjót- andi I rlkum mæli, fyrir atbeina sinnar ágætu konu, önnu Erlendsdóttur og barnanna tveggja, Erlends og Ingileif- ar, sem á hefur sannazt málsháttur- inn: Sjaldan fellur eplið langt frá eik- inni. beir verða þvi margir, sem i dag minnast gestrisni og ánægjulegra samverustunda á heimili þeirra hjóna, og munu, svo sem ég og kona min, færa þeim hugheilar þakkir fyrir ógleymanleg kynni á liðnum árum, svo og óskir um heill og hamingju á ókomnum timum. Guðmundur Björnsson.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.