Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingažęttir Tķmans

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingažęttir Tķmans

						ÍSLENDINGAÞÆTTIR
Fimmtudagur 29. marz 20. tbl. 6. árg. Nr. 105.
TIMANS
Hjónin Gréta Þórarinsdóttir
og Engilbert Kolbeinsson
Kveöja frá bróöur og mági.
Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en
misst hefur.
Loksins, þegar leiðir okkar fóru að
hggja saman og hugir okkar að mæt-
ast, þurftu örlögin að gripa i taumana
og endirinn að verða svo sviplegur
sem raun ber vitni.
Aldursmunur okkar bræðranna var
12 ár og eins og óf t er i svona tilvikum
var samband okkar ekki eins náið og
vera skildi, meginpart sökum þess að
við ólumst upp við mjög ólikar aðstæð-
ur. Berti byrjaði strax um fermingu að
stunda sjóinn með föður okkar, og þar
var hans vettvangur alla tið siðan.
Þeir feðgar hættu útgerð um það leyti
sem ég var að komast á fermingaraíd-
ur og þá flutti Berti að heiman.
En nú á þessum siðustu árum, höf-
um við farið að leiða saman hesta okk
ar og ræða okkar vandamál, ég min
eins og þau eru og hann sin eins og þau
voru á minum aldri og þar ber þá
margt að sama brunni eftir allt sam-
an, bilið var ekki eins breitt og við
hugðum.
Gréta naut alls hins bezta á sinu
uppvaxtarheimili og hjá sinum að-
standendum, en engu að siður var um-
hverfi hennar, henni alla tið þvingun
og þvi var það henni stór sigur, þegar
hún fór að ráðskazt á sinu eigin heim-
ili, sem henni þótti mjög vænt um og
bjó svo vel úr garði sem hénni var
mögulegt.
Það er þvi stórt skarð rofið i ástvina-
hópinn. En minningin á eftir að lifa um
ókomin ár.
Það er min hinzta ósk ykkur til
handa, að þið finnið á nýja staðnum
þann frið og það athvarf, sem þið höfð-
uð svo vel skapað ykkur hér á meðal
okkar.
Kveðja.
Maggi.
Ytri-N j arðvík
Nýlega fór fram frá Hafnarfjarðar-
kirkju minningarathöfn um skipverj-
ana á mótorbátnum Sjöstjörnunni frá
Keflavik, er fórst i hafinu á milli Is-
lands og Færeyja hinn ellefta febrúar
siðastliðinn. Með skipinu fórust tíu
manns, og þar á meðal hjónin Gréta
Þórarinsdóttir og Engilbert Kolbeins-
son skipstjóri.
Gréta og Berti, en svo var hann
kallaður af þeim er hann þekktu, voru
sambýlisfólk mitt allt siðastliðið ár.
Gréta var fædd hinn 29. september ár-
ið 1945 i Hafnarfirði. Foreldrar hennar
eru þau Anna Kristmundsdóttir frá
Brunnastöðum og Þórarinn Guð-
mundsson frá Skjaldarkoti á Vatns-
leysuströnd. Gréta ólst upp hjá móður
sinni og fósturföður Hannesi
Kristjánssyni frá Suðurkoti, sem
reyndist henni sem bezti faðir og leit á
hana eins og sinar eigin dætur. Berti
var fæddur, hinn sjöunda september
árið 1938 i Reykjakoti i ölfusi, én flutt-
ist á fyrsta ári með foreldrum sinum
að Auðnum á Vatnsleysuströnd. For-
eldrar hans eru þau hjónin Kapitola
Sigurjónsdóttir og Kolbeinn Guð-
mundsson, en þau eru bæði Vest-
firðingar að ætt. Berti ólst upp i for-
eldrahúsum. Hann var aðeins þrettán
ára gamall, þegar hann byrjaði að
stunda róðra með föður sinum og siðan
hefur hann haft sjómennsku að at-
vinnu, að undanskildum þeim tveim
vetrum, er hann var i Stýrimanna-
skólanum i Reykjavik, en þaðan lauk
hann hinu meira fiskimannaprófi vor-
ið 1965. Strax, þegar hann kom úr
skólanum, tók hann við skipstjórn á
vélbátnum Strák frá Siglufirði, og hef-
ur hann verið skipstjóri siðan, með
ýmsa báta þar til um haustið 1969 að
hann ræður sig til Sjöstjörnunnar hf. i
Keflavik og hefur hann verið skipstjóri
siðan.
Berti var mjög gætinn og íhugull
skipstjóri. Haustið 1965 er hann var
skipstjóri á vélbátnum Strák frá Siglu-
firði, (er var á leigu hjá Bæjarútgerð
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8