Íslendingaþættir Tímans - 01.11.1973, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞÆTTIR
Fimmtudagur 1. nóvember 1973 58. tbl. 6. árg nr. 143 TIMANS
Einar Pálsson
skrif stof ust j óri
Fædclur 5. april 1914
Dáinn 16. október 1973
Ibúar höfuðborgarinnar hafa á
þessu hausti fengið að njóta margra
fagurra haustdaga. Sólskin og stillur
hafa i rikum mæli sett svip sinn á
veðráttuna. Geislar sólarinnar hafa
varpað flóði sinu yfir borg og sund, og
gullroðinn fjallahringur hefur verið
stórkostleg umgjörð um hina dýrlegu
mynd.
Einn slikur sólskinsdagur rann upp
hinn 16. október s.l. Skerjafjörðurinn
var spegilsléttur, og heiðrikjan endur-
speglaðist á haffletinum likt og dýrð
himinsins hefði stigið niður til jarðar-
innar.
Á þessum fagra haustmorgni dró
skyndilega ský fyrir sólu að Lynghaga
15. Húsbóndinn veiktist heiftarlega, og
að fáum minútum liðnum hafði hjarta-
slag lagt hann að velli. Dökkt sorgar-
ský grúfði yfir þessu heimili. Eigin-
kona og börn voru harmi lostin.
Einar Pálsson fæddist 5. april 1914 i
Reykjavik. Foreldrar hans voru Páll
Magnússon járnsmiðameistari og
kona hans Guðfinna Einarsdóttir. Þau
Páll og Guðfinna áttu 8 börn, og var
Einar næst elztur, en elzta systirin lézt
1940.
Einar ólst upp i foreldrahúsum, lauk
gagnfræðaprófi 1931 og hóf störf hjá
Landsima Islands, og starfaði þar til
ársins 1936, að hann hélt til Noregs,
þar sem hann innritaðist i Oslo Techn-
iske Höjskole. Þaðan útskrifaðist hann
þremur árum siðar eða 1939 sem
tæknifræðingur með 1. ágætiseinkunn.
Hélt hann þá heim til Islands og hóf
aftur störf hjá Landsimanum. Þar
starfaði hann til ársins 1960, siðustu
árin sem skrifstofustjóri.
Einar rhun hafa dreymt um að taka
stúdentspróf og fá tækifæri til þess að
stunda háskólanám, og myndi hugur
hans þá eflaust hafa staðið til raunvis-
inda. Árið 1959 tók hann stúdentspróf
utan skóla, þá 45 ára. 1962—1966
kenndi Einar stærðfræði við Iðnskól-
ann i Hafnarfirði, og 1965 - 1966 var
hann kennari við Iðnskólann i Reykja-
vik, en hóf þá jafnframt störf hjá fyrir-
tækinu Sindra hf. i Reykjavik. Þar
starfaði hann til ársins 1972, er hann
réðst sem skrifstofustjóri til Raun-
visindastofnunar Háskóla Islands.
Hinn 17.febrúar 1940kvæntist Einar
eftirlifandi konu sinni, Guðlaugu Á
Valdimarsdóttur, Sigurðssonar út-
gerðarmanns frá Eskifirði og konu
hans Hildar Jónsdóttur ljósmóður
sama stað.
Þau Einar og Guðlaug eignuðust 3
börn: Valdimar, starfsmann hjá
Reykjavikurborg, kvæntur Þórdisi
Richter, læknaritara, Einar Pál, raf-
virkja, kvæntur Eddu Steinunni Er-
lendsdóttur og Hildi, gift Erni Kjærne-
sted rafvélavirkja. Barnabörnin eru
nú orðin sex, hinn friðasti hópur.
Það var mikið gæfuspor i lifi Einars,
þegar hann stofnaði til hjúskapar með
Guðlaugu. Hún íeyndist framúrskar-
andi húsmóðir, enda óvenjumikil
mannkosta kona. Hún bjó eiginmanni
og börnum fagurt heimili, þar sem yl-
ur og birta réðu rikjum. Ást hennar og
umhyggja fyrir eiginmanni og börnum
var einstök, sem varð m.a. til þess að
tengja fjölskylduna sterkum tryggða-
böndum. Má með sanni segja, að þau
Einar og Guðlaug hafi ekki aðeins
reynzt börnum sin um góðir foreldrar i
venjulegum skilningi, heldur reyndust
þau þeim bæði einlægir vinir.
Einar Pálsson var óvenju miklum og
fjölhæfum gáfum gæddur. Hugur hans
beindist mjög að visindastörfum. Má
þar fyrst nefna fjarskiptatækni, en fri-
stundastarf hans var m.a. á þvi sviði,
þar sem hann náði ótrúlegum árangri.
Með tækjunum, sem hann sjálfur setti
saman, var hann i daglegu fjarskipta-
sambandi við fólk i hinum ýmsu
heimshlutum. Meðal samtaka fri-
stundamanna á sviði fjarskipta (Radio
Amateurs) hlaut Einar viðurkenningu
fyrir framúrskarandi árangur.
Þá var Einar mjög listrænn. Um
skeið fékkst hann við málaralist i fri-
stundum. Nokkrar myndir eru til eftir
hann, og bera þær vott um listrænt
handbragð. Gekkst hann mjög upp i
málaralistinni, og má segja, að það
hafi einkennt Einar, að þegar hann tók
sér eitthvað fyrir hendur, þá sökkti
hann sér niður i verkefnið af öllu afli.
Ahuginn var brennandi og svo virtist,
að hann fyndi ekki friö nema unnt yrði
að brjóta málin gjörsamlega til
mergjar. Það aftur á móti kostaði
mikla vinnu, lestur, mikið sjálfsnám
og margar vökunætur. Það var ekki að