Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Fimmtudagur 28. febrúar 1974, 8. tbl. 7. árg. nr. 159. TIMANS Ragnhildur Jónsdóttir Ragnhildur Jónsdóttir frá Hjarðar- holti, kona Guðmundar Kristins Guð- mundssonar, fyrrum skrifstofustjóra, lézt i Landspitalanum 21. desember s.l eftir stutta legu. Með henni er horfin af sviðinu glæsilegur fulltrúi aldamóta- kynslóðarinnar, en þess er of sjaldan minnzt, að konur áttu ekki siðri þátt i afrekum hennar en karlmenn, þótt störf þeirra væru oftast unnin i kyrrþey. Stuðningur sá, sem margar eiginkonur veittu þeim mönnum, sem fremstir fóru hjá aldamótakyn- sióðinni, verður seint metinn að verð- leikum. Ragnhildur var framarlega i hópi þessara kvenna, en maður hennar var um langt skeið meðal helztu braut- ryðjenda iþróttahreyfingarinnar og ungmennafélagsskaparins og siðar gildur liðsmaður i þeim flokki, sem beitti sér fyrir hugsjónum ungmenna- félaganna á stjórnmálasviðinu. Ragnhildur Jónsdóttir fæddist að Hjarðarholti i Stafholtstungum 17. október 1894. Foreldrar hennar voru Sigriður Ásgeirsdóttir Finnbogasonar frá Lambastöðum á Seltjarnarnesi siðar bónda á Lundum, og Jón Tómas- son bóndi og hreppstjóri i Hjarðar- holti. Kona Ásgeirs Finnbogasonar og móðir Sigriðar var Ragnhildur Ólafs- dóttir frá Lundum og dvaldi hún eftir lát manns sins i Hjarðarholti hjá þeim Jóni og Sigriði og minntist Ragnhildur hennar jafnan með mikilli virðingu og taldi sig hafa mikið af ömmu sinni lært. Heimili þeirra Sigriðar og Jóns var orðlagtfyrir myndarskap og gestrisni. Jón hreppstjóri lét sér m.a. annt um menntun barna sinn og hélt jafnan heimiliskennara meðan þau voru á barnaskólaaldri. Oft fengu önnur börn i sveitinni að njóta góðs af þvi. öll voru börn þeirra hjóna, sem upp komust, sex aö tölu, lika sett til framhalds- menntunar, dæturnar þrjár stunduðu allar nám við Kvennaskólann i Reykjavik. Þegar Jón féll frá, tók Þorvaldur sonur hans við búi, fyrst með Sigriði móður sinni, og siðar einn. Þorvaldur var á sinum tima i röð merkustu og virðulegustu bænda i Borgarfirði og búhöldur mikill. Á námsárum sinum i Reykjavik kynntist Ragnhildur Guðmundi Kristni Guðmundssyni, sem þá var i hópi beztu iþróttamanna landsins og mátti heita jafnvigur á allar þær iþróttir, sem þá voru stundaðar, þótt hann ynni sér mesta frægð sem drengilegur glimumaður. Þau Ragn hildur og Guðmundur felldu fljótt hugi saman og giftust 22. júli 1916 i Hjarðarholtskirkju. Þar hófst hjóna- band, sem stóð i nær sex áratugi og var allan timann með þeim hætti, að fegurri sambúð er erfitt að hugsa sér. Þar héldust i hendur ást og mikil gagnkvæm virðing. Sá, sem þetta ritar, var um langt skeið eins konar heimamaður hjá þeim Ragnhildi og Guðmundi og getur þvi vel um þetta borið. Mest af tómstundum Guðmundar Kristins á þessum árum var varið tii iþróttaæfinga og þátttöku i félags- málum. Hann var einn af forustu- mönnum Armanns og siðar lþró@ta-, sambands Islands og starfaði mikið i Ungmennafélagi Reykjavikur. Eftir að Framsóknarflokkurinn kom til sögu, varð hann einn af helztu forustu- mönnum i félagssamtökum hans i höfuðborginni. Þessu fylgdi, að Guð- mundur var heiman flest kvöld, og hvildi heimilið þvi mun þyngra á Ragnhildi en ella, eins og er hlutskipti flestra þeirra húsmæðra, sem giftar eru forustumönnum i félagsmálum. Þetta lét Ragnhildur aldrei á sig fá, heldur studdi mann sinn vel að þessu leyti eins og i öðru. Oft kom Guð- mundur heim með félaga sina að lokinni æfingu eða fundi og var þeim jafnan vel fagnað af Ragnhildi. Gest- risni hennar var mikil og áttu þau hjón marga vini, sem voru fastir gestir á heimili þeirra áratugum saman. Eftir að börnin komu til sögunnar stóð heimilíð opið leik- félögum þeirra og skólafélögum. Ragnhildur naut þess, að hafa ungt fólk i návist sinni. Það var þvi vel ráðið, að það voru skólafélagar Guð- mundar Kristins yngri og systursonur Ragnhildar, sem bátu kistu hennar úr kirkju. Heimili þeirra Ragnhildar og Guð- mundar bar henni gott vitni. Það syndi listrænan smekk hennar og mikla hirðusemi, nýtni og hagsýni. Það sýndi að húsmóðirin myndi seint láta sér falla verk úr hendi. Þeir, sem kynntust heimilinu, gerðu sér lika fljótt ljóst, að þar ríkti mikil umhyggja húsmóður- innar um hag bónda og barna og siðar barnabarna. Þar réði Ragnhildur ótvi- rætt rikjum en föst stjórn hennar ein kenndist af nærgætni og skilningi og hún þurfti þvi ekki að beita hörku. Þó var hún skaprik, en þess gætti aldrei i heimilisstjórn hennar. Ragnhildur var gædd góðum gáfum

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.