Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 21.09.1974, Blaðsíða 13
Steingrímur Samúelsson f. 24. mai 1886 d. 31. ágúst 1974. Á siðasta þriðjungi næstliðinnar aldar bjuggu i Miklagarði i Saurbæ i Dalasýslu hjónin Guðbrandur Torfa- son, ættaður úr Breiðafjarðareyjum, og Guðrún Tómasdóttir frá Steinadal i Kollafirði i Strandasýslu. Heiti jarðar- innar, Mikligarður, gæti bent til þess að þar væri um höfuðból að ræða. Svo var þó eigi. Samkvæmt jarðatali John- sens var Mikligarður aðeins 7 1/2 hundrað að dýrleika, og var engin jörð i sveitinni lægri en það í mati. En i jarðamati 1861 var dýrleikinn lækk- aður niður i 4 1/2 hundrað. Var þar og ærið landþröngt og túnið ekki annað en þúfnakragi kringum bæinn, en slægjur nærtækar. — Þau Guðbrandur og Guð- rún voru fátæk, eins og flestir leigulið- ar á þeirri tið. Þau bjuggu og við mikla ómegð, en með dugnaði og fyrirhyggju tókst þeim að koma börnum sinum vel til manns. Og skapferli þeirra var af þeirri gerð, sem fremur ástundar að vera veitandi en þiggjandi. Vorið 1887 bar gest að garði i Mikla- garði. Það var ársgamall sveinn, systursonur húsfreyjunnar, Guðrúnar Tómasdóttur. Steingrimur hét hann, fæddur 24. mai 1886 á Kleifum i Gils- firði. Foreldrar hans voru Samúel Guðmundsson, siðar bóndi i Miðdals- gröf i Strandasýslu, og Kristin Tómas- dóttir frá Steinadal. Ekki var um það að villast, að atgervisfólk stóð að drengnum i báðar ættir. Langafar Samúels i móðurætt voru þeir Ormur Sigurðsson frá Fremri Langey, ætt- faðir Ormsættarinnar breiðfirzku, og Eggert ólafsson i Hergilsey. Og móðir Steingrims, hin mikla starfskona, Kristin Tómasdóttir, bar það með sér, að hún var af tápmiklu fólki komin. Hún lézt á Heinabergi hjá Steingrimi syni sinum 25. nóv. 1948, nær hálftíræð að aldri. Steingrimur Samúelsson kom ekki i stutta orlofsferð að Mikiagarði þetta harða vor, 1887, heldur höfðu þau Miklagarðshjón ákveðið að taka hann i fóstur. Varð það og ekkert hálfverk af þeirra hendi, þvi að þau reyndust hon- um sem beztu foreldrar. Ekki var horft til annarra launa en þeirra, að fóstursyninum mætti farnast sem bezt i bráð og lengd. Það kom lika fljótt i ljós, að þau þurftu engu að kviða um islendingaþættir framtiö hans, ef eigi bæri ófyrirsjáan- legt áfall að höndum. Starfshugur drengsins óx hraðar en likams- þroskinn og eftir þvi var um framtak og kjark til úrræða. Niu ára gamall sat hann hjá kvíaám frammi á Traðardal, sem er um 1 — 11/2 klst. ferð. Tólf ára gamall sléttaði hann ásamt með eldra fóstbróður sinum, fyrstu flötina i tún- inu, um 100 ferfaðma, með ófullkomn- ustu tækjum, grasljá, torfljá og skóflu. Var þetta einkum gert til þess að fá þurrkvöll. Aður varð að þurrka alla töðuna i lágþýfi. Þegar ristuspaðarnir komu nokkru siðar, varð hægara um vik. Var þá æ meira tekið fyrir til sléttunar með hverju nýju vori. Fimmtán ára gamall tók Steingrim- ur aö mestu við umsjá heimilisstarfa úti við.- Átján ára tók hann að öllu leyti við búforráðum, en fósturforeldrar hans voru hjá honum, meöan þau lifðu. Fékk hann lífstiðarbyggingu fyrir jörðinni, án þess að honum væru sett nokkur skilyröi meö byggingarbréfi. Var Mikligarður þá — eins og öll Staöarhólstorfan — eign Saurbæjar- hrepps. Mun það vera fágætt, ef ekki einsdæmi að 18 ára unglingur njóti sliks trausts, eins og forráðamenn i Saurbæ sýndu Steingrimi, er þeir veittu honum iifstiðarbyggingu skil- yröislaust. En það mun og hafa verið um þessar mundir sem Torfi i Ólafsdal lét svo um mælt, að Steingrimur væri eitt hið mesta bóndaefni, sem hann hefði þekkt. Það sem hér að framan hefir verið sagt, er aðeins forsagan að starfssögu Steingrims Samúelssonar, en málið vandast, ef lýsa ætti ævistarfi hans á þann veg, sem rétt og skylt væri. Það er i raun og veru fremur efni i bók en i blaðagréin l stuttu máli er hægt að segja það, að i augum okkar, sem vorum sveitungar og nágrannar Stein- grims, jafnvel þótt um stutt timabil væri, og fylgdust með framkvæmdum hans og þekktum þann anda, sem rikjum réð i starfsheimi hans, — I aug- um okkar er starfssaga hans eins og ævintýri, sem við getum varla búizt við að ókunnugir skilji til hlitar eða leggi fullan trúnað á. Þegar ég kom fyrst að Miklagarði, fyrir 58 árum, var þar stórt tún, allt slétt. Þá voru liðin 9 ár siðan fyrsta hlaðan var byggð, en 5 ár siðan byggðar voru tvær hlöður og fjárhús yfir 100 fjár, með járnþaki. Allar stundir höfðu verið notaðar til ofan- ristu á vetrum þegar þökuþykkt var þið, kappið mest að rista klaka. Ailtaf var þó timi til að sinna gestum. Og þegar Steingrimur gaf sér tima til að iita heim til nágrannanna, gaf hann sér að visu ekki tima til langrar við- stöðu, en það líf og fjör sem hann þá flutti með sér, mun seint gleymast. Það gefur að skilja, að þröngt varð um Steingrim á svo iitilli jörð sem Mikligarður var. Hann vantaði at- hafnasvið. Arið 1922 fékk hann umráð jarðar framar i Staðarhólsdal, sem komin var I eyði. Jörð þessa, Kjar- laksvelli, hafði hann með i 14 ár, þótt erfitt væri og langsótt. En á þessu timabili gerði hann túninu þar sömu skil eins og áður i Miklagarði. Steingrímur var leiguliði til vors 1936. En þann vetur hafði hann keypt Heinaberg á Skarðsströnd ásamt 1/4 af Akureyjum. Fluttist hann búferlum að Heinabergi á afmælisdegi sinum, er hann varð 50 ára. A Heinabergi bjó Steingrímur i 20 ár. Þar fékk hann at- hafnasvið við sitt hæfi. Þar gerðist sama sagan eins og áður i Miklagarði, en þó að sjálfsögðu i miklu stærri stil. Ekki þarf að lýsa þvi fyrir kunnugum en ókunnugum læt ég eftir að neyta imyndunarafls sins og álykta út frá þvi, sem að framan er sagt um búskap Steingrims i Miklagarði og á Kjarlaks- völlum. Hér verður ekki farið i mann- 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.