Íslendingaþættir Tímans - 29.03.1980, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 29.03.1980, Blaðsíða 1
íslendingaþættir Laugardagur 29. mars 1980 13. tbl. TIMANS Gunnar Þórðarson frá Grænumýrartungu Mig langar til aö minnast hans afa mins, Gunnars Þóröarsonar frá Grænu- mýrartungu, meö nokkrum hlýjúm kveöjuoröum, en hann lést aö heimili sinu, Rauöarárstíg 7, þann 11. mars og veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju i dag þann 21. mars. Aldrei er maöur viöbúin láti nokkurs manns, samt er þetta leiöin okkar allra og þegar gamall maöur, sem hefur skilaö sinu dagsverki kveöur, hryggjumst viö og hverfum um stund burt frá ys og þys hinna daglegu anna á vit minninganna, sem viö eigum öll, um liönar samveru- stundir. Minningarnar streyma fram I hugann svo ótal, ótal margar, fleiri en hægt er aö festa á bl,aö, hlýjar og ljúfar og einmitt þannig hlýtt og ljúft var ævinlega viömót þessa aldna heiöursmanns, sem nú er kvaddur hinsta sinni. Um leiö er okkur þakklæti I hug fyrir þaö aö hann fékk svo hægt og rólegt and-, lát, heima á sinu kæra heimili meö sína nánustu hjá sér. Þó að hér séu margir sem kveöja og þakka liönar stundir, þá veit ég aö þaö eru lika margir vinirnir sem standa á strönd- inni hinum megin og vel taka á móti lún- um feröalang er lokiö hefur vegferö sinni hér f jarövistinni. Fyrstu minningar minar um afa eru aö öörum þræöi tengdar jólunum heima f Grænumýrartungu, er spilaö var púkk frammi í noröurstofu og hann var þar hrókur alls fagnaöar eins og ævinlega. Hins vegar þegar hann var aö koma sunn- an úr Reykjavfk og segja fréttir af mönn- um og málefnum á þann hressilega hátt sem honum einum er lagiö. Og þá var nú ekki beöiö meö aö koma meö bók og biöja hann aö lsa upphátt fyrir sig og þaö voru fleiri en börnin sem þá lögöu eyrun viö, fyrr en varöi hrifust þeir fullorðnu meö, þvi betri og áheyrilegri upplesara var ekki hægt aö hugsa sér. Þeim hæfileika hélt hann til síöustu stundar og las mikiö bæöi fyrir sig og svo upphátt fyrir ömmu mfna, bæöi úr dag- blööunum og heilu bækurnar ef því var aö skipta og efniö var áhugavert. En afi var mikill áhugamaöur um góöar bækur og eignaöist góöan bókakost. Einkum var hann hlynntur ævisögum og skáldverkum okkar bestu höfunda og þá var hann ekki siður fróöur um bækur er vöröuöu trúmál, bæöi um foma goðafræöi og trúarlegt efni Kristninnar. Svo og var hann ákaflega ljóöelskur maöur og unni fögrum skáld- skap. Nú hin seinni ár beindist hugur hans einkum aö bókarefni er vöröuöu trúmál hugleiöingar um li'f aö loknu þessu og var hann ekki i nokkrum vafa um aö lífiö hér á jörö væri aöeins áfangi á þroskabraut mannsins og þaö besta er viö gætum tam- iöokkur væri hófsemi á alla hluti, góövilji til samferöamanna okkar og þaö aö sjá björtu hliöarnará ölluog i öllu. Lýsir þaö velafa minum aösiöasta bókin sem hann valdi sér i jólagjöf var bókin: Bjartsýni léttir þér lifiö. Afi minn Gunnar Þóröarson var fæddur 19. febrúar. 1890, aö Gilhaga I Hrútafiröi, sonur hjónanna Þórðar Sigurössonar og Sigriöar Jónsdóttur. Frá Gilhaga fluttist hann meö foreldrum sinum aö Valda- Þau hjónin eignuðust tvær dætur, Sigríöi móöur mína, búsetta hér i Reykjavík og Steinunni, búsetta á Saurum i Dalasýslu. Uppeldissynir uröu tveir, þeir Þóröur Guömundsson, bróöursonur afa, búsettur hér i Reykjavik og Björn Svanbergsson bæöi bróöursonur afa og systursonur ömmu, en lést fyrir rúmum tveimur árum og var þaö þeim þungur missir. Einnig steinsstööum i Hrútafiröi og þaöan um 4urra ára aldur aö Grænumýrartungu f Hrútafiröi ogáttihann þar heima mestan part ævi sinnar. Afi var yngstur 11 syst- kina, en upp komust 6 bræöur. Afi giftist ömmu minni, Ingveldi Björnsdóttur, frá Ospaksstööum, þann 19. okt. 1916 og bjuggu þau i farsælu hjóna- bandi i Grænumýrartungu til ársins 1947, en þa fluttust þau til Reykjavikur, fyrst á Rauöarárstig 5 og siöan á Rauöarárstfg 7. Hann tók mikinn þátt f félagsmálum og var i hreppsnefnd, formaöur kaupfélags- ins og I stjórn búnaöarfélagsins um ára- bil. ólst upp hjá þeim bróöur-dóttir afa, Sigrföur Björnsdóttir, búsett hér f Reykjavlk og systursonur ömmu, Jónas Einarsson, kaupfélagsstjóri á Boröeyri. Hjá þeim var einnig f fóstri Freysteinn Þorbergsson, skákmeistari, en hann er látinn fyrir nokkrum árum. Og þaö voru margir fleiri en ég kann aö nefna sem áttu i skjól aö venda hjá þessum sæmdarhjón- um og sannast þar sem sagt er aö þar sem er hjartarúm, þar er lfka húsrúm. Um árabil var greiöasala og gisting f Grænumýrartungu og kom þá margur maöurinn, þyrstur og þreyttur i hlaö en fór þaöan mettur og hvildur meö góöar óskir i veganesti. Oft kemur þaö fyrir er ég hitti fólk sem komiö er vel yfir miöjan aldur og þaö berst i tal aö ég sé frá Grænumýrartungu aöeinmitt á þann staö, bæinn undir Holta- vöröuheiöinni, hefur viömælandi minn komiö á einhverri af sfnum fyrstu feröum milli Noröur- og Suöurlands og þá gist eöa þegiö góðan greiöa. En i þá daga var feröamátinn sá aö annað hvort fór fólk gangandi eöa á hest-

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.