Íslendingaþættir Tímans - 07.07.1982, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 07.07.1982, Blaðsíða 2
 Friðfinnur Kristinsson Fæddur 27. október 1926 Dáinn 26. aprfl 1982 Hverfleiki hins mannlega í veröldinni er aldrei jafn bitur, og þegar missir góðs vinar og félaga ber að, án undirbúnings og fyrirboða. Þá setur að huga manns trega og sorg, á stundum svo harða og feiknlega að vitleg hvörf eru þar lítt til friðunar. Svo varð mér, þegar ég frétti lát frænda míns og vinar, Friðfinns Kristinssonar. Hann lést 26. apríl siðastliðinn. Friðfinnur Kristinsson var fæddur í Reykjavík 27. október 1926. Foreldrar hans voru hjónin Maria Jónsdóttir frá Seljatungu i Flóa og Kristinn Ágúst Friðfinnsson frá Skógsnesi í sömu sveit. Þau voru systkinabörn. Ættir þeirra eru árneskar og rangæskar, en lengra fram má rekja þær til þjóðkunnra manna. Friðfinnur Þorláksson, afi Friðfmns, drukknaði við Loftstaðasand ásamt þremur skipsfélögum sínum. Friðfinnur Kristinsson var snemma góður námsmaður, þegar hann tók fullnaðarpróf var hann meðal hæstu nemenda Miðbæjarskólans í Reykjavík. Hugur hans stóð mjög til mennta, en foreldrar hans höfðu ekki aðstæður til að kosta hann til náms. Hann stundaði því verkamanna- vinnu fyrst i stað, og vann við járnalagningar í byggingar i Reykjavik ásamt föður sinum. Brátt kom i ljós, að hann hafði óvenjulega hæfileika í reikningi og nam á skömmum tima aðalundirstöðu burðarþolsfræði við bindingu jáma í ioft. Vakti þetta athygli verkfræðinga og fengu þeir hann á stundum til að leysa verkefni á þessu sviði, þegar annasamt var. Árið 1941 hóf hann nám i Héraðsskólanum á Laugarvatni og lauk þar prófi vorið 1943. Haustið 1943 hóf hann nám í Samvinnuskólanum og lauk þar verslunarprófi vorið 1945. Þá hóf hann vinnu hjá Almenna byggingarfélaginu norður á Siglu- firði við skrifstofustörf og vann þar til ársins 1946, en varð þá gjaldkeri hjá fyrirtækinu og gegndi því til ársins 1955, en varð þá framkvæmdastjóri Öxuls hf. Hann varð siðar framkvæmdarstjóri fleiri fyrirtækja. En síðustu árin vann hann mest að bókhaldi heima, sökum heilsubrests, en jafnframt annaðist hann samningagerð og ýmiss konar launaútreikninga fyrir verkalýðshreyf- inguna. Árið 1952, 20. júni, kvæntist Friðfinnur Ósk Sóphusdóttur frá Drangsnesi. Sonur þeirra er séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, prestur í Staðar- prestakalli i Súgandafirði, kvæntur Önnu Marg- réti Guðmundsdóttur. Þau eiga tvö börn. Friðfinnur var mjög vel að sér um vélar og annaðist um skeið uppbyggingu varahlutabirgða í vélar hjá Almenna byggingarfélaginu. 1 sambandi við það fór hann til Bandaríkjanna til náms og kynningar. Starf þetta var vandasamt og reyndi mjög á hæfileika hans, jafnt á málakunn- áttu og alls konar útreikningum. Hann var í miklu áliti hjá húsbændum sínum, Gústafi E. Pálssyni 2 og Árna Snævari, verkfræðingum. Friðfinnur tók miklu ástfóstri við marga ættmenn, kunningja ojj sveitunga konu sinnar. Hann hafði sérstakt yndi af því að kynnast lifsbaráttu, hugsunarhætti og venjum fólksins norður á Ströndum. Hugur hans var fanginn af viðfangsefnum, sem voru honum ný og áður óþekkt á fjörrum ströndum Dumbhafsins. Þar var heimur ævintýra og töfra, er veittu nýjan skilning á lífinu, fjölbreytni þess og viðhorfum, en langtum fremur hvíld frá önnum hins daglega. Friðfinnur var sérstaklega trygglyndur og góður félagi. Hann var hjálparhella vanmegna og undirokaðra, veitti slíkum oft aðstoð og hjálp. Ævi hans einkenndist af góðvild og greiðasemi. Þeim sem unnu vináttu hans varð greiður aðgangur að hjálp hans og fyrirgreiðslu. Þar var ánægja hans, full í raun og festu góðs drengs. Lífið varð honum nautn af feginleik samferðamann- anna, þrátt fyrir veikindi og erfiðleika síðustu áranna. Við leiðarlok vil ég þakka Friðfinni frænda minum fyrir margar ánægjustundir er við áttum saman, jafnt við leik og starf. Gleði hans var sönn á góðri stund, ljúfmennska hans og drengskapur ómetanlegur. Það er gott að hafa átt frændsemi hans og vináttu. Það hefur breytt gráum hversdagsleika i gleði. Ég samhryggist konu hans, syni, tengdadóttur og bamabömum. Minningin um hann merlar hið komandi og lýsir fram á veginn. Jón Gíslason. + Síminn hringdi snemma morguns 26. apríl, systir mín var I simanum og sagði, „ég þarf að segja þér sorgarfréttir, hann Friðfinnur er dáinn“. Þrátt fyrir sjúkdóma, sem hann mátti líða fyrir, datt engum i hug að hann færi svo fljótt i hinstu förina. Mér er ljúft að minnast Friðfinns með nokkrum kveðjuorðum, svo margt á ég og bömin mín honum að þakka. Ég kynntist Friðfinni fyrst árið 1952, er hann kvæntist systur minni Ósk Sóphusdóttur. Kynntist ég einnig foreldrum'hans, Maríu Jónsdóttur og Kristni Friðfinnssyni og sömuleiðis systmm hans tveimur, Jónu og Kristinu, elskulegu fólki. Foreldrar hans em dánir, en systumar kveðja hjartkæran bróðir. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau systir mín og Friðfinnur á Mimisvegi 2. Þangað kom ég oft og var timunum saman. Það var notalegt fyrir mig, ungling utan af landi, að koma á heimili systur minnar. Hún átti svo góðan mann, kannski gekk maður á Iagið þess vegna. Friðfinnur og Ósk eignuðust einn son, sem ber nafn afa sins, Kristins Ágústs Friðfinnssonar. Kristinn er giftur önnu Margréti Guðmundsdóttur, hjúkmnarkonu, og eiga þau tvö börn, Friðfinn Frey og Melkorku Mjöll. Síðastliðið haust vígðist Kristinn prestur til Suðureyrarprestakalls. Þangað fór Friðfinnur i haust að heimsækja fjölskylduna, og þar átti hann nafna sem hann talaði oft um. Bamabörnin tvö, Friðfinnur Freyr og Melkorka MjöII, vom eins og sólargeislar í lífi hans. Ég minnist Friðfinns sem trausts og hjálplegs manns, sem óhætt var að leita ráða hjá. Ég fann að hann var maður sem hafði réttláta yfirsýn yfir þau mál sem um var fjallað hverju sinni og óhætt að slá þvi föstu hver svo sem niðurstaðan varð. Sú niðurstaða sem Friðfinnur komst að var alltaf tekin til greina, enda leituðu fjölmargir álits og ráða hjá honum. Hann brást aldrei trausti fólks. Atvinnu sfna varð hann að stunda heima hjá sér, í Álftamýri 55, seinni árin vegna veikinda sinna. Friðfinnur sat alla daga fram á kvöld og oft um helgar við bókhald, þar sem hans fádæma skarpskyggni og hugarreikningssnilli kom sér vel. Nú þegar ég kem á heimili systur minnar og Friðfinns og sé stólinn hans auðan, er erfitt að sannfærast um það að við eigum ekki eftir að sjá hann sitja í stólnum við skrifborðið. Hann hefur lagt upp í ferðina löngu. Ég minnist þess þegar ég í vandræðum mínum fyrir mörgum árum, með lítil böm, var húsnæðislaus. Þá stóð hús Friðfinns mér opið og ég hafði oftar en einu sinni þurft á hans hjálpsemi og umburðarlyndi að halda. Hann var einstaklega góður maður, sem okkur öllum þótti vænt um. Hann átti sinn þátt i þvi, að ég ákvað að sækja um íbúð hjá Framkvæmdanefndinni 1967 þegar þær voru auglýstar til umsóknar. Friðfinnur iagði dæmið fyrir mig. Útkoman var örugg, ég sótti um íbúð. Á heimili hans var ég aftur þar til ég gat flutt í nýju íbúðina sem mér var úthlutað. Friðfinnur bar einstaka umhyggju fyrir mér og Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.