Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķslendingažęttir Tķmans

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķslendingažęttir Tķmans

						ISLENDINGAÞÆTTIR
Miðvikudagur 2. mars 1983 — 8. tbl.
TIMAIMS
Sr. Kristján Bjarnason,
fyrrv. sóknarprestur Reynivöllum
Fæddur 25. júní 1914
Dáinn 20. febr. 1983
Þann 20. fcbrúar síöastliðinn andaðist að
heimili sínu í Kópavogi sr. Kristján Barnason,
fyrrverandi sóknarprestur Reynivöllum í Kjós.
Sr. Kristján var fæddur á Brún á Stokkseyri
þann 25. júní 1914. Hann var sonur hjónanna
Ólafíu Kristrúnar Magnúsdóttur frá Brún á
Stokkseyri og Bjarna Benediktssonar frá Meðal-
. holtum í Flóa. Hann ólst upp hjá foreldrum
sínum. sem bjuggu í Mávahlíð við Reykjavík. en
sem unglingurvarhannnokkursumuraðStekkum
í Sandvíkurhreppi. Á vetrum stundaði hann nám
og lauk stúdentsprófi 1938. Sama vor lauk hann
einnig sveinsprófi í múrsmíði. Hann stundaði nám
í rekstrarhagfræði við háskólann í Leipzig vetur-
inn 1938-39. Lauk prófi í viðskiptafræðum við
Háskóla Islands í september 1941. Cand. theol.
frá Háskóla íslands 23. maí 1947. 1. júní sama ár
var hann vígður prestur að Svalbarðsprestakalli í
Þistílfirði og sat á Raufarhöfn til ársins 1950. að
hann sótti um Reynivallaprcstakall í Kjós. og var
honum veitt það 1. júní það ár. Árið 1943 kvæntisf
sr. Kristján eftirlifandi konu sinni Guðrúnu
Guðmundsdóttur úr Reykjavík. mikilhæfri mann-
kostakonu. sem jafnan var hin styrka stoð við hlið
manns síns. Þegar þau hjón komu að Reyni-
völlum. voru húsakynni þar öll næsta léleg; en
fljótlega réðust þau í uppbyggingu staöarins. með
byggingu nýs íbúðarhúss.. Ennfremur voru öll
fénaðarhús og hlöður byggðar upp á næstu árum.
Þá var ræktun einnig stóraukin. þannig að nú eru
stærstu túnin á einni jörð í sveitinni á Reyni-
v'öllum. Jafnframt þessari uppbyggingu stækkaði
búið. Það segir sig sjálft. að hér var það áhugi og
athafnasemi prestshjónanna fyrir uppbyggingu og
velferð staðarins. sem rcði ferðinni. Sjötti ára-
tugur þessarar aldar mun hafa verið mestu
framfara ár i sögu þcssarar sveitar og lét sr.
Kristján ekki sinn hlut eftir liggja eins og framar
er greint. Ennfremur vann hann að fjölmörgum
félags- og velferðarmálum sveitarinnar. Hann var
einn af frumkvöðlum að stofnun Flutningafélags
Kjósarhrepps og formaður þess og framkvæmda-
stjóri mörg fyrstu árin. en þetta félag annaðist
flutninga á mjólk og öðrum vörum úr og í sveitina.
*ar til þess tekið hversu rekstur þessa félags gekk
vel um þessar mundir. Mörg fleiri störf voru sr.
Kristjáni falin af sveitungum sínum: Hann var
kjörinn í hreppsnefnd fyrir árin 1962-1974. jafn-
framt átti hann sæti ( skólanefnd samá tíma. I
stjórn Veiðifélags Kjósarhrepps. í stjórn Sjúkra-
samlags Kjósarhrepps mörg ár. Hann var í
Karlakór Kjósvcrja og Karlakór Kjósarsýslu með-
an þeir kórar störfuðu.
Á heimili þcirra hjóna að Rcynivöllum var
jafnan mjög gcstkvæmt. má til marks um það geta
þess. að kirkjugestum var jafnan boðið til bæjar
að veisluborði að aflokinni messugjörð. cn þeim
hjónum biíðum var gestrisni í blóð borin. Frá
þessum árum má minnast þess og þakka hve
Guðrún vann mikið óeigingjarnt starf við að
skreyta og snyrta kirkjuna að Reynivöllum fyrir
allar messugjörðir og þó ekki síst á hátíðum. Þessi
sem ónnur störf vann hún af látleysi og með
hógværð. þrátt fyrir annasamt húsmóöurstarf á
stóru heimili. Þeim hjónum varð 8 barna auðið,
en þaueru: Áslaugf. 3. maí 1945,giftindverskum
manni hjúkrunarfræðingi að mennt. býr við
London. Bjarni f. 26. júlí 1946. kvæntur Unni
Jónsdóttur frá Vcstmannacyjum. Þau búa á
Þorláksstöðum í Kjós. Karl Magnús viðskipta-
fræðingur f. 30. aprfl 1948. Kvæntur Hctgu
Einarsdóttur úr Hafnarfirði. Hann vinnur hjá
Kópavogskaupstað og býr þar. Halldór f. 31.
janúar 1950, kvæntur Guðrúnu Kristinsdóttur úr
Reykjavík. Þau búa í Stíflisdal í Þingvallasvcit.
Kristrún f. 22. októbcr 1958, gift Axel Snorrasyni,
prentara. Þau búa í Rcykjavík. Valdimar f. 10.
nóvcmbcr 1955. Hann cr kvæntur nýsjálcnskri
konu og cr sölumaður þar í landi. Guðmundur,
bankastarfsmaöur f. 14. ágúst 1957, kvæntur
Jónínu Ólsen. Þau búa í Kópavogi. Sigurður f. 9.
júlí 1959, kvæntur Halldóru Gísladóttur. Þau búa
á Víðivöllum í Skagafirði.
Áriö 1975 lét sr. Kristján af prestsskap og flutti
fjölskyldan í Kópavog, og hafa þau búið þar
síðan. Synir hans tveir höfðu þá tekið við búskap
á Rcynivöllum, Bjarni við kúabúinu fyrir nokkr-
um árutn og Halldór við fjárbúinu.
Aö lciöarlokum vil ég þakka sr. Kristjáni fyrir
samstarf okkar í hreppsnefnd Kjósarhrcpps um
árabil og fyrir öll þau störf, sem hann innti af
hcndi fyrir þcssa sveit.
Ég og kona mín sendum Guðrúnu og börnum
þeirra hjóna, tcngdabörnum og barnabörnum
dýpstu  samúðarkveðjur.
Magnús Sæmundsson.
Þeir sem
skrifa
minningar-
eða afmælis-
greinar
í íslendinga
þætti, eru
vinsamlegast
beðnir um
að skila
vélrituðum
handritum
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8