Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 12.06.1975, Blaðsíða 32
Stærðir: 36-38-40-42-44. 1 peysuna þarf 300-350-400-450 gr af aðallitnum og 50 gr af aukalitnum. Garnið er fremur fint, hentar fyrir prjóna 2 1/2 og 3. Mál: Brjóstvidd 80-84-88-92-96 cm. Prjónfesta: 26 1 slétt prjón á prjóna nr. 3 eru 10 cm á breidd. Bakið: Fitjið upp 107-113-117-123-127 1 á prjóna 2 1/2 með aðallitnum og prjónið 5 sm snúning, 1 sl, 1 sn. Þá er skipt yfir á prjóna nr. 3 og prjónað slétt, nema 16 yztu 1 hvoru megin, þær eru prjónaðar 1 sl og 1 sn alla leiðina upp. Þegar stykkið er orðiö 36-37-38-38-39 cm, er fellt af fyrir handvegi i báðum hliðum 7,21 — 8,2 1 — 9,2 1 — 9,2 1 — 10,2 1. Siðan er tekin ein 1 úr á öðrum hvorum prj. 5 sinnum. Þegar handvegur- inn er orðinn 17-18-19-20-20 cm, er fellt af fyrir öxl á báðum hliðum, þannig: 5,6,6 1 — 6,6,61 — 6,6,71 — 6,7, 71 — 6, 7,7 1. Felliö þær 1 sem eftir eru af I einu lagi. Framstykkið: Prjónaö eins og bakið, þar til það er orðið 25-27-28-29-29 cm. Þá er seglbáturinn prjónaður eftir teikningunni. Notið tvo þræði af aukalitnum, þar sem þráðurinn á röngunni verður of langur, ef aðeins er notaður einn. Aö öðru leyti er prjónaö eins og bakið, þar til stykkið er 11 cm styttra en bakið. Þá eru felldar af 31-33-33-37-391 i miðjunni fyrir hálsmál og hvor öxl prjónuð fyrir sig. Jafnframt er tekið úr hálsmegin, þannig að felldar eru af 2,1,1,1,1,1 lykkja á öörum hvorum prjóni i öilum stæröunum. Þegar hand- vegurinn er orðinn jafn og á bakinu, er fellt eins og áður af fyrir öxl. Hin öxlin er prjónuð eins, en gagnstæð. Ermar: Fitjið upp 69-71-73-73-75 1 á prjóna nr. 2 1/2 með aðallitnum og prjónið 3 sm snúning. Þá er skipt yfir á prjóna nr. 3 og haldiö áfram með 1 sl, 1 sn, jafnframt þvi að aukin er ein 111 hvorri hliö á 6. hverjum prjóni, þrisvar sinnum alls. Þegar ermin er orðin 11-12-12-13-13 cm, er fellt af fyrir handvegi, 5 1 I hvorri hlið, Siðan ein 1 á öðrum hvorum prjóni 17-18-19-19-20 sinn- um. Loks eru 2 1 felldar af I byrjun hvers prjóns, þar til 11 lykkjur eru eftir. Fellið þær af. Frágangur: Saumið peysuna saman með aftursting á röngunni, nema vinstri öxl- ina. Pressið varlega. Takið siðan upp á prjóna 2 1/2 og aðallitnum um það bil 131-133-135-139-141 1 upp i hálsmálinu frá réttunni og prjónið 3 sm snúning. Fellið af með sl og sn. Saumið þá saman vinstri axlarsauminn og snúninginn og pressið sauminn. 32

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.