Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 11
Þ»r eru mjúkar og hlýbgor, þesiar litlu brúður og auk þess eru þær ódýrar og ouðvelt að búa þuar til, Sú litla er 36 cm, hó, en þ«r itærrl 47 cm. Stór brúða, kjóll og buxur Efni: 3 hnotur drapplitað orlongarn fyrir Prjóna nr 3, og afgangar, til dæmis i eftir- töldum litum: rautt, dökkblátt, blágrænt, Ijósgrænt, milliblátt, dökkgrænt, milli- grænt og brúnt. Svolitið af bleiku, brúnu °g svörtu útsaumsgarni. Bómull eða vatt , til að stoppa brúðuna með. Prjónfesta: 30 lykkjur slétt prjón er 10 cnn á breidd. Mikilvægter að þetta sé rétt, Þar sem hlutföll brúðunnar eru undir þvi komin. Sé prjónað lausar eða fastar, þarf að skipta um prjóna. Brúðan: Byrjið neðst á öðrum fætinum. Fitjið upp 18 1 með drapplituðu garni og Prjónið slétt, en fitjið upp 2 nýjar 1 i báð- um hliðum á öðrum hvorum prjóni, alls tvisvar. Þá eru 26 1 á. Prjónið beint öfram, þar til stykkið er 14 cm. Geymið það og prjónið hinn fótlegginn eins. Prjón- 'ð næst báða fæturna saman á prjón og fitjiðupp 31 á milli þeirra. Þá eru komnar 55 1 á. Háldið beint áfram með sléttu og þegarstykkiðer30cm, eru felldar af 16 1 i hvorri hlið fyrir axlir. Haldið beint áfram með 23 1 i miðjunni, sem eru höfuðið og bætið við 6x2 1 og 4x einni 1 i hvorri hlið á öðrum hvorum prjóni. Þá eru aftur 55 1 á. Þe!gar brúðan er 42 cm, er fellt af i hvorri hlið á öðrum hvorum prjóni 4 x ein 1 og 6 x2 1. Fellið siðustu 23 1 af i einu lagi. Prjónið hinn hluta brúðunnar alveg eins. •fandleggir: Fitjið upp 44 1 með drapplit- uðu garni og prjónið 11 cm slétt. A næsta Prjóni eru teknar 91 úr með jöfnu millibili. Slitið frá og dragið endann gegnum lykkj- urnar. Prjónið hinn handlegginn eins. Frágangur: Pressið stykkin á röngunni. Saumið hliðar- og axlasauma. Brjótið handleggina saman i miðjunni og saumið á við bolinn frá axlarsaumnum og 7 cm niður á bolinn. Saumið handleggina sam- an, hliðarsaumana og fæturna, en látið vera 10 em op milli fótanna. Troðið brúð- una út og saumið rifuna saman. Saumið út uieð útsaumsgarni yfir grófan garnenda uugabrúnir, augu og munn eins og mynd- in sýnir og i viðeigandi litum. Nefið er tveir brúnir deplar. Hárið er gert úr lykkjum i óskaöri lengd og fest á mitt höfuðið meö aftursting. Ef brúðan á að hafa hrokkið hár, er ágætt að rekja upp gamlan vettling eða sokk og nota garnið i hárið. Kjóllinn: Fitjið upp 72 1 með rauðif garni og prjónið garðaprjón og takið jafnframt úr eina 1 á hvorri hlið á 10. hverjum prjóni, alls 5 sinnum. Þá eru 62 1 á. Rend- urnar eru prjónaðar þannig: x 2 prj. dökkblátt, 2prj. drapplitað, 2prj. rautt x. Endurtakið frá x til x. Þegar stykkið er 15 cm, er þvi skipt i miðju fyrir hálsmálið og hvor öxl prjónuð fyrir sig. Fellið af háls- megin 2x3, 2x2 og 3x ein lykkjur. Þá eru 21 1 á. Þegar stykkið er 20 cm, eru fitjaðar upp 141 hálsmegin á bakinu. Haldið áfram að prjóna rendur, þar til stykkið er 30 cm. Geymið stykkið og prjónið hina öxlina eins, en gagnstæða. Haldið siðan áfram með allar lykkjurnar og rendur. Þegar stykkið er 21 cm, er haldið áfram með rauðu garni og jafnframt felldar af 4 1 i hvorri hlið. Takiðeina 1 úr i báðum hliðum á 10. hverjum prjóni, alls 5 sinnum. Þegar stykkið er 40 cm, er fellt af. Frágangur: Pressið kjólinn létt á röng- unni. Heklið lykkju i hálsmálið öðru meg- in og saumið hnapp hinumegin. Buxurnar: Byrjið neðst á skálm og fitjið upp 86 1 með blágrænu garni og prjónið garðaprjón og rendur, þannig: x 6 prj. blágrænt, 6 prj. ljósgrænt, 6 prj. dökk- blátt, 6 prj. milliblátt, 6 prj. dökkgrænt, 6 prj. milligrænt x. Endurtakið frá x til x. Jafnframt er tekin ein 1 úr i báöum hliðum á 6. hverjum prjóni, alls 8sinnum og þá eru 70 1 á. Prjónið beint áfram, þar til stykkið er9 1/2cm, leggið það þá til hliðar og prjónið annað eins á sama hátt. Prjón- ið siðan skálmarnar saman og haldið beint áfram i röndum. Þegar stykkið er 16 cm, eru felldar af 50 1 j báðum hliðum. Haldið áfram með 401 i miðjunni, sem eru smekkurinn og takið jafnframt eina 1 úr i hvorri hlið á 4. hverjum prjóni, alls 7 sinnum. Þá eru 26 1 á. Þegar stykkið er 26 cm, er fellt af. Frágangur: Listinn i handveginn: Prjónið með blágrænu garni upp lykkj- urnar meðfram hliðinni á buxunum og fitjið upp 60 1 að auki fyrir axlaband. Prjónið 14 prj. slétt. Fellið af. Farið eins að hinum megin. Pressið létt á röngunni. Saumið saumana saman, krossleggið axlaböndin á bakinu og saumið þau föst. LÍTIL BRÚÐA OG BUXUR Efni: 2 hnotur drapplitað garn fyrir prjóna nr. 3, ásamt afgöngum i eftirtöld- um litum: milliblátt, dökkblátt, milli- grænt, rautt og brúnt. Afgangar af svörtu, brúnu og bleiku útsaumsgarni og bómull eða vatt til að stoppa brúðuna. Prjónfest- an er eins og i uppskriftinni af stærri brúðunni. Brúðan: Byrjið neðst á öðrum fætinum. Fitjið 12 1 upp með drapplituðu garni og prjónið slétt, en fitjið jafnframt upp 2 1 i hvorri hlið á öðrum hvorum prjóni, alls tvisvar. Þá eru 20 1 á. Prjónið beint áfram, þangaðtilstykkiðer9cm. Geymið stykkið og prjónið annan fótlegg alveg eins. Prjónið síðan fæturna á sama prjón- inn og fitjið upp 3 1 á milli þeirra. Þá eru 431 á. Þegar stykkið er 21 cm, eru felldar af 12 lykkjur i hvorri hlið fyrir axlir. Haldið áfram með 191 i miðjunni, sem eru höfuðið, en aukið jafnframt i með þvi að fitja upp 2x2 og 8x eina 1 i báðum hliðum á öðrum hvorum prjóni. Þegar stykkið er 31 cm, er fellt af i báðum hliðum á öðrum hvorum prjóni, 8 x ein 1 og 2x2 1. Þegar stykkið er 36 cm, eru siðustu 19 1 felldar af. Prjónið hinn helming brúðunnar alveg eins. Handleggir: Fitjið upp 321 og prjónið 7 cm slétt. Á næsta prjóni eru teknar úr 8 1 með jöfnu millibili. Slitið garnið og dragið það 1 gegnum lykkjurnar. Prjónið hinn hand- legginn eins. Frágangur: Alveg eins og i uppskriftinni að stóru brúðunni. Buxurnar: Fitjið upp 86 1 með bláu garni og prjónið garðaprjón og rendur þannig: x 2prj. blátt, 2 prj. dökkblátt, 2 prj. grænt, 2 prj. drapplitað og 2 prj. rautt x. Endur- takið frá x til x. Þegar stykkið er 5 cm er fellt af öllum lykkjunum i einu. Axlabönd: (2 stk.) Filjið upp 55 1 með dökkbláu garni og prjónið 8 prjóna. Fitjið upp 14 1 með dökkbláu i millistykkið á axlaböndunum og prjónið 8 prjóna. Fellið af. k Frágangur: Saumið buxurnar saman fyrir miðju að aftan og saumið 2 1/2 cm i miðjunni saman fyrir skálmar. Saumið axlaböndin á og millistykkið i að framan. Saumið á það rautt hjarta. 11

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.