Heimilistíminn - 27.05.1976, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 27.05.1976, Blaðsíða 11
Tásokkar Þessir tásokkar eru ákaflega vinsælir um þessar mundir. Þeir eru prjónaðir með sömu aðferð og fingravettlingar. 32-35-36-40 Stærðir : (skóstærðir) Efni: Sokkarnir eru prjónaðir úr garni, sem hæfir prjónum nr. 3, aðalliturinn I stærri sokkunum er briint, en milliblátt I þeim minni, og þarf eins og tvær hnotur af honum, en auk þess eru fjórir aðrir litir: dökkblátt — rautt, dökkgrænt — ryörautt, olifugrænt — appelsinugult og hvitt i báðum. Sokkaprjónar nr. 3 Prjónfesta: 171 (lsl, 1 sn) á að vera 5cm. Rendurnar: A litlu sokkunum eru rendurnar þannig: X 10 umf milli blátt, 8 umf dökkblátt, 8 umf dökkgrænt, 8 umf olifugrænt og 8 umf hvltt x Endurtakið frá x til x. A stóru sokkunum eru rendurnar þannig: x 10 umf brúnt, 10 umf rautt, 10 umf ryðrautt, 10 umf appelsinugult og 10 umf hvitt x Endurtakið frá x til x. Sokkarnir: Fitjið upp 64-76 1 með milli- bláu-brúnu og skiptið á fjóra prjóna, þannig: 16-16-16-16 og 20-18-20-18. Prjóniö beint áfram með röndum eins og áður er skýrt og með 1 sl, 1 sn. Prjónið tvær umf af röndunum, skiptiö yfir I aðallitinn og prjónið áfram, þar til sokkurinn er 36-45 cm, eða eins langur og hann þarf að vera fram að tám. Enginn hæll er prjónaöur sérstaklega. Tærnar: Byrjið á stóru tánni, setjiö hinar 48-58 1 á þráð þangað til á eftir, notiö fyrstu 8-9 og siöustu 8-9 1 I umferöinni I stórutána, skiptiö þeim á 3 prjóna og fitjið upp 2 nýjar 1 millibiliö milli tánna. Þá eru 18-20 1 I tánni. Prjónið með dökkbláu-rauðu slétt upp að miðri nögl á tánni og takið siðan úr, þannig: x 1 sl, 2 sl saman x Endurtakið frá x til x eina umf. prjónið siðan eina umf án úrtöku og I næstu umf alltaf 2 sl saman. Dragið end- ann gegn um 1 sem eftir eru. Næsta tá: takið 7-8 1 af þræöinum hvoru megin yfir á hvorn prjón og skiptið á 3 prjóna, takið 2 1 upp i bilinu við stóru tána og fitjið upp eina nýja i bilið að næstu tá. bá eru 17-19 1 I tánni. Prjóniö 13-14 umf. slétt með dökkgrænu-ryörauðu og takið siðan úr eins og á stóru tánni. Næsta tá: Takiö 6-8 1 af hvorum endá þráðarins upp á sitt hvorn prjón, takið 2-1 lykkju upp úr bilinu við tána á undan, skiptið 1 á 3 prjóna og fitjið 2-1 lykkju upp I næsta bil. Þá eru 16-18 1 I tánni. Prjónið 12-13 umf slétt með olífugrænu-appelsínu- gulu og takið úr eins og á hinum tánum. Fjóröa táin: Takið 6-7 1 af hvorum enda þráðarins yfir á tvo prjóna, takið upp 2-1 lykkju úr bilinu að fyrri tá, jafnið 1 á 3 prjóna og fitjiö upp eina 1 i biliö aö litlu tánni. Þá eru alls 15-16 1 I tánni. Prjónið 11-12 lykkjur sléttar meö hvltu og takið síðan ur eins og hinum tánum. Litla táin: Skiptið þeim 10-12 1 sem eftir eru á 3 prjóna, takið upp 2 1 I bilinu að fyrri tá og þá eru 12-14 11 tánni. Prjónið 9- 10 umf sléttar meö millibláu-brúnu og takiö úr eins og á fyrri tám. Prjónið hinn sokkinn eins. Uppskriftin hér er í tveimur stærðum og breyta má röndunum eftir því hvað til er af garni eða afgöngum n

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.