Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 9
Vett- lingar prj ónaðir á tvo prj óna Vantar þig vettlinga á börnin? Ef svo er þá hefurðu hér fljótlegustu aðferðina við að prjóna barna- vettlinga Stærö: 5-6 ára. Lengd 18 sm, breidd ] handarinnar 6 sm. Efni: 25 g þriþætt Beehive Fingering garn, eöa tilsvarandi garntegund. Prjón- ar nr. 3. Báöir vettlingar eru prjónaðir á sama hátt. Fitjið upp 40 lykkjur og prjónið brugðn- ing, 1 slétta og 1 snúna, 6 sm. Prjónið sið- an garðaprjón — 2sm. Nú er farið að auka i fyrir þumlinum. Prjónið út að þeim tveim lykkum, sem eru i miðjunni, og aukið 1 lykkju beggja vegna. Ljúkið við prjóninn. Prjónið siðan einn prjón án þess að auka i, en aukið 1 lykkju beggja vegna lykkjanna tveggja I miðjunni á næsta prjóni Haldið svona áfram og aukið i á miðjunni. Prjónið þessar 14 lykkjur siðan fram og til baka — 2 sm. Takið úr: 2 sl saman 4 sl, 2 sl saman 4 sl, 2 sl saman. Endurtakið á öðrum hverjum prjóni þangað til búið er. Slitið garnið og gangið frá endanum. Prjónið siðan áfram vett- linginn sjálfan þangað til komnir eru 8 sm frá brugðningunum. Takið siðan úr á sama hátt og á þumlinum. Frágangur: Pressið Iét og saumiö saman. 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.