Heimilistíminn - 03.03.1977, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 03.03.1977, Blaðsíða 37
HETTUPEYSA MEÐ VASA Stærðir: 38 (40/42) Sídd ca. 70 (71) cm Yfirvídd ca. 90 (100) cm Vídd neðst ca. 100 (110) cm Efni: PLÖTULOPI. Fyrir báðar stærðir: Hvítt (litur nr. 1) 500 gr. Svart (litur nr. 2) 100 gr. Mórautt (litur nr. 9) 500 gr. Dökkbrúnt (litur nr. 10) 200 gr. Peysuna má einnig prjóna úr einlitum hespulopa, með kanta úr öðrum lit — fer þá 1 hespa í kantana. Langir prjónar (eða hringprjónn) nr. 6. Bútur af þunnu prjónaefni eða öðru teygjanlegu efni í vasafóður, 25x18 cm stórt. Innri hlið vasans má lika prjóna úr bandafgöngum. Prjónafesta: 12 lykkjur: 10 cm. Reynið prjónafestu yðar, og breytið stserð á prjónum, ef með þarf, til þess að rétt prjónafesta fáist. Peysan er prjónuð með garðaprjóni, fram og aftur, með 3 þráðum. Myndið 4 nýja liti með því að vinda saman lopan þannig: Litur A — Einn þráður af hverjum lit: hvít- ur (1), svartur (2) og mórautt (9). — B — 3 hvítir þræðir — C — 2 hvítir þræðir, 1 dökkbrúnn (10) — D — 2 dökkbrúnir þræðir, 1 mórauður. Randamunstur — 30 prjónar, sem endurtak- ist 1 sífellu: Litur A — 4 prjónar — B — 2 prjónar (hvítt) — C — 4 prjónar — A — 4 prjónar — D — 4 prjónar — B — 2 prjónar (hvítt) — C — 4 prjónar — A — 2 prjónar — B — 4 prjónar (hvítt) Prjónið alltaf 1. og siðustu lykkju prjóns sl. Bakið: Fitjið upp 62 (68) 1 með hvítu, prjónið garða- prjón fram og aftur, fyrst 9 p með hvítu, síðan randamunstrið. Þegar bakið cr 9 cm langt, er 1 1 tekin úr hvoru megin innan kantlykkju. Endurtakið úrtöku þessa tvisvar enn, með 9 cm millibili, eftir verða 56 (62) 1. Handvegur: Þegar bakið er 49 (50) cm langt (eða eftir ósk), eru 4 (5) lykkjur felldar af. Prjónið, þar til handvegur er 19 (19) cm. Úrtökur á öxl: Fellið af 1 byrjun hvers prjóns frá handvegi, 5, 5, 4 (6, 5, 5) 1 hvoru megin. Eftir verða 20 1, sem settar eru á þráð.-' Framstykki: Eins og bak, þar til prjónið mælist 12 cm. Vasi: Prjónið 16 cm á 24 miðlykkjunum ein- um. Prjónið þar næst hliðarstykkin sér, þar til þau eru jafn löng miðstykkinu. Síðasti p á stykkjunum 3 er á röngunni. Næsti prjónn: prjónið állar 56 (62) lykkjurnar saman á p aftur — gætið þess að raska ekki randa- munstrinu. Þegar framstykkið er 41 (42) cm langt, er því skipt 1 tvennt: 28 (31) 1 x 2. Vinstri hlið: Prjónið, þar til framst. mælist 49 (50) cm. Handvegur: Takið úr eins og á bakinu. Úrtökkur á öxl: Þegar handvegur er jafnhár og á baki, er fellt af frá handvegi eins og á baki. Setjið 10 1 á þráð. Hægri hlið: Til þess að báðar brúnir háls- máls séu eins og til þess að komast hjá laus- um endum þar, þegar skipt er um lit, er hægri hliðin prjónuð þannig, að allir prjón- ar eru brugðnir, en ekki slétt prjónaðir: Byrj- ið handvegsmcgin, látið rönguna snúa að yð- ur. Hægri hlið er prjónuð gagnstætt þeirri vinstri. Athugið prjónafestuna. Ermar: Fitjið upp með hvitu 50 1 (50 1), prjónið 9 p með hvítu, síðan randamunstrið. Þegár ermin er 9 cm löng, er 1 lykkja tekin úr hvoru megin innan endalykkju. Endurtak- ið úrtökuna 2svar enn með um 6 cm milli- bili — eftir verða 44 (44) 1. Þegar ermin er 46 (47) cm löng, eru felldár af 6 1 í byrjun næstu 4 p — eftir verða 20 1, sem felldar eru af 1 einu lagi. HETTA: Saumið axlasauma með gami 1 svipuðum lit. Prj. 28 1 upp úr hálsmálsbrúninni, en skiljið eftir 5 1 á þráðunum sitt hvoru megin við rauf- ina. Prjónið fram og aftur með randamynstri, byrjið með lit A, en prjónið fyrstu 4 p 1 brugðning (1 sl, 1 br), prjónið svo hvítt — lit B — og garðaprjón, en prjónið 4 p i stað 2. Síðan er randamunstrið prjónað eftir uppskrift. Útaukningar: Á 1. p garðaprjóns með hvítu er 7 lykkjum bætt við með jöfnu millibili — lykkjumar verða 35. Setjið merki sitt hvora megin við 11 miðlykkjumar á p, og bætið við 1 lykkju við hvort merki og 1 lykkju innan hvorrar endalykkju í 2. hv. p 5 sinnum — verða lykkjur þá 55. Prjónið randamunstrið þar til hettan er 25 cm löng fyrir miðju að aftan. Fellið nú af 15 1 í miðjunni og prjónið hliðamar sitt 1 hvora lagi 1 6 cm enn. Lykkjið þá stykkin saman að ofan og saum- ið við hnakkastykkið að aftan. Kántur: Prjónið 66 1 úr brún hettunnar og prjónið 9 p garðaprjón, bætið 1 lykkju við hvoru megin 1 2. hv. p 3svar sinnum. Frágangur: Saumið hliðarsauma og ermasauma (munið eftir uppslögunum á ermunum, 9 cm), með gami 1 svipuðum lit. Lykkjið saman endana á hettukantinum og lykkjumar 5 við hálsmálið. Kantur á vasanum: Prjónið upp 20 1 úr vása- brúninni í miðstykkinu, prjónið 4 cm garöa- prjón með því, sem eftir er af lopanum. Fell- ið laust af og saumið niður stuttu brúnimar. Saumið fóðrið inn í vasann, styttri hliðár þess við hliðarstykkin á peysunni og brúnim- ar að ofan og neðan, við peysuna sjálfa, svo ekki sjáist (hafið þráðinn lausan). (Einnig má prjóna úr afgöngum af lopanum stykki jafnstórt fóðrinu og festa það innan i vasann á sama hátt). Þvoið peysuna og leggið til þerris, þannig að hún sé í samræmi við þau mál, sem upp era gefin. Hönnun: Gerd Paulsen. 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.