Heimilistíminn - 14.04.1977, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 14.04.1977, Blaðsíða 13
g,' íi ,'V’ ' - “fcp’í ><y^^ í-> $ \ ■'". ‘vV. '■’.' '■■yv/A 'J \ V, , t ' - */ •. . •' • ' 1.........h......é I prjónuö á andartaki Stærðirnar á peysunni eru fjórar: á eins árs, átta ára og síðan númer 40 og 54. Einnig má prjóna hana eins og jakka með því að fella af allar lykkjurnar, þegar komið er hálfa leið í hálsmálinu og fitja upp aftur á næsta prjóni. Efni: Notið gróft garn og prjóna nr. 10. í peysuna fara 200-500-800-1200 gr. af garni eftir stærð. Prjónfesta: 10 lykkjur eru 10 cm með sléttu prjóni fram og til baka. Byrjið fremst á annarri erm- inni, prjónið þvert yf ir og end- ið f remst á hinni erminni. Fitj- ið upp 20-26-35-44 I og prjónið 26-44-66-80 lykkjur slétt fram og til baka (garðaprjón) —eða þangað til ermin er orðin að óskaðri lengd. Fitjið þá upp 15- 25-40-45 I til viðbótar í hvorri hlið, þannig að viðbótarlykkj- urnar verða annars vegar framstykkið og hins vegar bakið. Þá eru 50-76-115-134 I á. Prjónið 14-20-26-32 prjóna. Gerið síðan hálsmál með því að fella niður af næsta prjóni 4-8-11-14 lykkjur í miðjunni og prjónið síðan annan helming- inn áfram: 8-10-13-16 prjóna. Þá er komið að miðjunni á framstykkinu. Mælið víddina, því hér er hægt að bæta nokkr- um prjónum inn í, ef peysan reynist of þröng. Prjónið síðan hinn helminginn alveg eins. Nú eru stykkin prjónuð saman aftur og jafnmargar lykkjur fitjaðar upp á milli þeirra og felldar voruaf áður. Prjón- ið þá það sem eftir er fram á ermarenda alveg eins og fyrri helming peysunnar. Fellið af. 13 I

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.