Heimilistíminn - 21.04.1977, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 21.04.1977, Blaðsíða 16
Lofthreinsiefni, sem hreinsar ekki loftið „Hreinsar loftiö af óþægilegri og leiðin- legri lykt og gerir andriimsloftið nýtt og ferskt” — segir I texta á þrýstibrúsum, sem viða eru seldir. A brúsunum stendur einnig „lofthreinsari” með stórum stöf- um, og þar má lfka lesa að hægt sé að fá brúsa með þrenns konar lykt: furunála- lykt og tvenns konar blómailman. Fyrirtæki i Sviþjóð sem selur þessa brúsa.hefurfengið tilkynningu um, aö frá og með næstu áramótum verði bannað að nota oröið „lofthreinsari” á umbúðirnar og einnig aö segja aö þetta efni hreinsi á nokkurn hátt andrúmsloftið. Astæðan er sú, að sumir trúa þvi, að þetta efni geti hreint og beint breytt óhreinu lofti i hreint, en slikt er aö sjálfsögðu algjðr fjarstæða. Frá þessu var nýlega skýrt i einu af Oslóarblöðunum, en i Noregi hefur málið enn ekki veriö tekið fyrir af neyt- endasamtökum eða öðrum þeim, sem um neytendamálefni fjalla. 1 rökunum, sem færð eru fyrir banninu I Sviþjóð, segir meðal annars, að vel geti verið að fðlk leynist i hópi þeirra, sem trúa á hreinsigildi efnisins, sem i raun og veru þurfi á þvi að halda, að andrúmsloft- iði kringum það sé hreint og tært, ef hægt er að koma þvi við. Er þar átt við fólk, sem þjáist af astma eða ofnæmissjúk- dómum. Fyrirtækið, sem framleiðir þrýstibrúsana heldur þvi hins vegar fram, að fólk viti vel, að efnið sem i þeim er, geri ekki annað en gefa góða lykt, en breyti ekki á neinn hátt eiginleikum and- rúmsloftsinssjálfs til hins betra. Reyndar bæta framleiðendurnir þvi einnig við, , að gerð hafi verið athugun i Bandarikj- unum.sem hafi sýnt.aö efniðhreinsi and- rúmsloftið. Sænskir sérfræðingar hafa þó látið eftir sér hafa, aö hreinsiefni þetta mengi fremur loftið en hreinsi það, og „deyfi” aöeins óhreina loftið. Norskir sérfræðingar fylgjast nú vel með framþróun þessa máls í Sviþjóö, og tilkynnt hefur verið, að komi eitthvað það i ljós, sem bendi til þess, aö úðunarefni þetta geti haft skaðleg áhrif á heilsufar manna, þá verði þegar I stað gerðar ráð- stafanir tii þess að banna það i Noregi. Ekki verður neitt gert i Noregi f bili varð- andi breytingar á textanum utan á þrýsti- brúsunum. Ekki búast menn við því að sala á þessu efni minnki neitt að ráði, þótt orðið „lofthreinsari” verði tekiö af miö- anum utan á brúsunum. Astæöan sé sú, aö þegar hafi efnið unnið sér sess meðal neytenda, og þeir muni halda áfram að kaupa brúsana, hvað sem á þeim kann að standa. Ekki mun mikiö vera selt af þessum lofthreinsibrúsum i Noregi miðað við það, sem selt er sunnar I Evrópu. Stafar þaö bæöi af þvi, að loftið er hreinna I Noregi, og svo segjast Norömenn vera duglegri við að lofta út úr húsum sinum með þvi að opna dyr og glugga heldur en Suöurlanda- búar. — (Þ.fb.). -<í.............—1» Hvers konar lykt og lofti viljið þið anda að ykkur? Slá með Efni:Combi Crepe garn, 4 hnotur hvitt og 1 rauð. Heklunál nr. 4. Heklfesta: 19 hálfstuðlar (hst) eiga að vera 10 cm. Ef það passar ekki, þarf að nota finni eða gófari nál. Sláiö: (Byrjað er aftan til i hálsmál- inu) Heklið 72 1 með hvitu og myndið hring með 1 keðjulykkju (kl).Allar umf enda á 1 kl i 1. lykkju og snúiö er við með 2 11. Heklið hst og aukiö i, þannig: 1. umf: 2 hst i eina 1, 34 hst, 1II, 2 hst i næstu 1, 34hst, 2 hst I eina 1, ein 11,1 kl i fyrstu 1, snú. 2 hst um 11-bogann, heklið að miðjunni, 2 hst, ein 11 , 2 hst um 11- bogann, heklið að síðustu 1, 2 hst, 1 11 um 11 úr siðustu umf, 1 kl, snú. Haldið þannig áfram, þar til komnar eru 18 umf en þá eru heklaðar rendur, þann- ig: 2 umf rautt, 4 umf hvitt, 2 umf rautt, 4 umf hvitt. Slitið frá. Hettan: Heklið 72 umf með hvitu og heklið hst og rendur, þannig: 3 umf hvitt, 2 umf rautt, * . 4 umf hvitt, 2 umf rautt, siðan er haldið áfram með hvitt. Þegar stykkið er 21 cm, slitið frá. Frágangur: Pressið ekki, en sléttið úr stykkjunum og breiðið rakan klút yfir og látið þorna. Saumið hettuna saman I miðjunni að aftan. Meðfram brúnni aö neðan er hekluð gataumferð, þann- ig: X 1 hst, ein 11, hlaupið yfir eina 1, endurtakið frá x umf á enda og endið á 1 hst i siðustu 1. Heklið eins i hálsmál- iö. Vefjið snúru úr rauðu garni og fest- ið hettuna á sláið með þvi að leggja gataumferðirnar á misvixl og þræða snúruna i gegn um tvöfalt. Setjið rautt kögur neðan á sláið. Ég ætla að fá golfjakka handa manni, sem notar gleraugu. 16

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.