Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 06.10.1977, Blaðsíða 17
Kafað í körfuna Gar ðaprj ón og rendur Þessar vetrarpeysur ætti aö vera fljót- legt aö prjóna þar sem þær eru prjónaöar meö garöaprjóni. Þær hæfa 4 (6) ( (10) og 12 ára Málin: Brjóstvidd 64, (68) 72 (76) og 80 cm, ölllengd er36 ( 41) 46 ( 51) 56cm Peysurnar eru I þremur litum. Þær eru grænar, bláar og rauöar. Peysa telpunnar er meö rauöu stroffi og kraga og mjóu rendurnar eru auöar en aftur á móti eru mjóu rendurnar bláar i peysu drengsins og sömuleiöis stroffiö og krag- inn. Þaö þarf jafn mikiö af hverjum þess- ara lita. Notiö prjóna númer 4 og 5 Prjónfestan er:15 lykkjur garðaprjón á prjóna nr. 5 samsvara 10 cm. Rendurnar: Drengjapeysan: 12 umferöir, rautt, 2 umferöir blátt, 12 umferir grænt, tvær umferöir blátt, endurtekiö. Telpu- peysan: Tólf umferöir grænt, tvær um- feröir rautt, 12 umferöir blátt, tvær um- ferðir rautt, endurtekiö frá byrjun. Bakstykki: Fitjiö upp á nr. 4 meö bláum lit á drengjapeysunni og rauðum á telpu- peysunni 50 ( 52 ) 56 ( 58 ) 62 lykkjur og prjóniö slétt og brugöiö, tvær réttar og tværrangar 5 (6) 7 (8)8cm. Skiptiö þá um og takiö rjóna nr. 5 og prjóniö garöa- prjón. Bætiö viö á stærð 6 og 10 1 lykkju I fyrstu umf. Þegar þiö hafiö prjónaö 35 (40) 45 (50) 55 cm er fellt af fyrir háls- máli og öxlum samtimis. Felliö af 8 (9) 10 (11) 12 miölykkjurnar t hálsmálinu. Prjóniö hvora hliö fyrir sig. Fellið af 1 lykkju viö hálsmáliö i hverri umferö þris- var sinnum og felliö af fyrir öxlunum 6, 6, 6 (6, 6, 7) 6, 7,7 (7, 7, 7) 7, 7, 8 lykkjur. Prjóniö hina hliöina á sama hátt, en gagn- stætt. Framstykki drengjapeysunnar: Fitjiö upp og prjóniö á sama hátt og bakstykkiö, þar til komnir eru 21 (26) 31 (36) 41 cm. Felliö nú af 6 (5) 6 (5) 6 miðlykkjurnar fyrir hnappaliningunni. Prjóniö nú hvora hlið fyrir sig. Þegar komnir eru 31 (36) 41 (46) 51 cm er felld af ein lykkja viö háls- máliö i hverriumferð 4 (5) 5 ÚP sinnum. Þegar komnir eru 35 (40) 45 (50) 55 cm er fellt af fyrir öxlunum á sama hátt og á bakinu. Prjóna eins beggja vegna viö hnappalistai.n. Vinstra framstykki: telpupeysa: Fitjiö upp á prjóna nr. 4 með rauöu garni 22 (24) 24 (26) 28 lykkjur og prjóniö slétt og brugöiö, 2 sléttar og tvær brugönar, alls 5 (6) 7 (8) 8cm. Skiptiö þá yfir i prjóna nr. 5 garöaprjón og rendurnar og bætiö I 1 lykkju á 8 ára stæröinni í fyrstu umferö. Þegar komnir eru 31 (36) 41 (46) 51 cm er tekinúr llykkja við hálsmál i hverrium- ferö 4 (5) 5 (5) 6 sinnum. Þegar komnir eru 35 (40) 45 (50) 55 cm er tekiö úr fyrir öxlunum eins og á bakstykkinu. Hægra framstykkið er prjónaö á sama hátt aöeins gagnstætt við vinstra stykkiö. Ermar: Flitjiö upp meö pr jónum nr. 4 og meö bláu garni á drengjapeysunni en rauðu á telpupeysunni 28 (30) 32 (34) 36 lykk jur og pr jóniö brugöninguna eins og á peysunum sjálfum 5 (6) 7 (8) 8 cm. Skiptiö þá um og takiö prjóna nr. 5 og byrjiö randprjóniö. Aukiö I 1 lykkju i hvora hlið 3ja (4öa) 4öa (5ta) 5ta hvern cm þar til komnar eru 38 (40) 42 (44) 46 lykkjur á prjóninn. Þegar ermin er oröin 25 (30) 35 (40 ) 45 cm er aukið i 1 lykkju hvorum megin. Endurtakiö þessa aukningu fyrst i fjóröu hverja umferö, tvisvar sinnum og I annarri hverri umferö tvisvar sinnum. Felliðaf, engætiðþessaö gera þaöekki of fast. Samansetning, kragi og framkantur á drengjapeysunni: Takiö upp meö prjón- um nr. 4 og bláu garni ca. 18 lykkjur öðrum megin viö hálsmálið, og prjóniö slétt og brugöiö 4 cm. Takiö upp á sama hátt hinum megin, en þegar helmingurinn hefur veriö prjónaöur þarf aö búa til 2 hnappagöt meö jöfnu millibili og meö tveimur lykkjum. Saumiö saman axla- saumana. Takiö upp á prjóna númer 4 og méö bláu garni ca. 66 (66) 70 (74) 78 lykkj- ur I hálsmálinu og einnig yfir hnappalist- ann.Prjóniö sléttogbrugðiö9 (10) 11 (12) 13 cm. Fellið af. Saumiö saman ermarn- ar. Hekliö saman hliöarnar og hekliö ermarnar í meö bláu garni með fasta- lykkju. Pressiö sauma og þar sem heklað hefur verið saman. Saumiö hnappana í. Telpupeysan:Takið upp á prjóna nr. 4 og meö rauöu garni ca. 48 ( 56 ) 64 ( 72 ) 80 lykkjur vinstra megin og prjöniö slétt og brugðiö 4 cm. Takiö upp á sama hátt á hægra kanti en þegar þiö eruö búnar aö prjóna helminginn prjóniö þá 5 hnappa göt meö jöfnu millibili. Mælið út og merk- iö við á fyrra kantinum sem þiö hafiö lokið viö aö prjóna.Hvert hnappagat á aö vera jyfir tvær lykkjur. Saumiö saman axla- saumana. Takiö upp á prjóna nr. 4 meö rauðu garnica. 66 (66) 70 (74) 78 lykkjur I kringum hálsmáliö og prjónið slétt og brugöið 9 (10) 11 (12) 13 cm. Fellið af. Saumiö saman ermarnar. Hekliö saman hliöarnarog hekliö ermarnar í meö rauöu garni og fastalykkju. Pressiö saumana og heklaöa kanta. Saumiö hnappana i. 17

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.