Heimilistíminn - 19.03.1978, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 19.03.1978, Blaðsíða 17
Kafað í körfuna Sokkar með stórritá Hvernig fyndist ykkur að eiga sokka, sem væru með stórri tá? Það er ósköp auð- velt að prjóna þá, og eigið þið svona sokka getið þið gengið i alls konar sandöl- um, sem annars er ekki auðveltað vera i, ef verið er i venjulegum sokkum. Fit jið upp 48 lykkjur, og skiptiö þeim niður á fjóra prjóna. Prjónið slétt og brugðið, tvær réttar og tvær rangar lykkjur.Prjónið stroffið i þeirri lengd, sem þiðóskið. Setjið lykkjur af tveim- ur prjónum upp á náleðaþráð. Prjónið fram to til baka fyrir hælinn.lykkjurn- ar áhinumprjónunum, ca 6-7 cm, eftir þviá hve stóra manneskju sokkurinn á að vera. Hællinn er svo prjónaður þannig: prjónið frá réttunni 13 sléttar lykkjur, lyftið upp einni lykkju, prjón- ið eina rétta lykkju, og takið lykkjuna, sem þið tókuð til hliðar yfir prjónuðu lykkjuna, 1 rétt lykkja, snúið, 4 brugðnar lykkjur, tvær brugðnar lykkjur saman, ,1 brugðna lykkju, snúið, 5 brugðnar lykkjur, takið óprjónaða lykkju, eina slétta lykkju, setjlð óprjónuðu lykkjuna yfir hana snúið, sex brugðnar lykkjur, tvær burgðnar lykkjur saman 1, brugöna lykkju, snúið, 7 slétar lykkjur lyftiö upp einni lykkju, 1 slétt lykkja, takið himlykkjuna yfir hana, og haldið svo áfram þar til pjóninum er lokið, prjón- iöeina umferð án þess að taka úr = = 14 lykk jur ef tir og er þeim skipt niður á tvo prjóna. Takið uppsin hvoru megin viðhælinn 9-12lykkjur. Prjóniöi hring allar lykkjurnar i tvær umferðir. Takið nú úr eina lykkju lengst niöri i kilnum i annarri hverri umferö þar til 12 lykkjur eru eftir á hælprjónunum. Haldið nú áfram að pr jóna i hring, þar til komið er aö þeim stað, þar sem byrja á á stóru tánni. Setjið nú 17 lykkjur á eina nál. Prjónið i hring þær lykkjur, sem eftir eru, en fitjið upp fimm lykkjur milli tánna. Takiö siðan saman tvær lykkjur tvisvar sinnum hvoru megin, svo þetta passi stóru tánni. Takið upp fimm lykkjur milli tánna takið lykkjurnar 17 af nálinni og skiptið þeim á þrjá prjóna. Mátið sokkinn, svo lengdin á tánum veröi hæfileg. Takið allar lykkjurnar saman i einu, þegar lengdin er oröin nógu mikil. Festið endana.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.