Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 16
Röndótt peysa prjón* uð úr garnafgöngum Sagt er að þessa peysu megi mjög gjarnan prjóna úr alls konar garnafgöng- um. Þeir mega vera i öllum ragnbogans litum, en helzt þarf grófleikinn að vera nokkuð jafn. Prjónuð eru tvö T, eins og teikningin hér sýnir. Ermaliningin er prjónuð sér og setur mikinn svip á peysuna. Pressið hana svo og saumið saman og þá er hún tilbúin. Stærö: 36 ( 38 ) 40 Hæfir brjóstvidd 82(86)90 cm. Prjónist á prjóna nr. 5 1/2 ,og, garnið >,; veriW að vera i samræmi við gárn- • grófleikann. Ef garnið er mjög fint má prjóna úr þvi tvöföldu. Prjónafesta: 12 lykkjur sléttar » 10 cm. 10 umferðir = 4 1/2 cm. Bakstykkið: Fitjið upp 56(58)60 lykkjur ogprjónið slétt prjón. Peysan á að vera röndóttog hverrönd 4 1/2 cm ábreidd = 10u*af Skiptiðumlitieftir eigin óskum. Ef garnið er fint má prjóna Ur þv í tvöföldu, og þá er lika hægt að hafa sinn þráðinn með hvorum lit, til þess að gera peysuna liflegri. Þegar prjónaðir hafa verið 20 cm og einnig 24 cm eru teknarsaman tvær lykkjur eftir að tvær fyrstu lykkjurnar eru prjónaðar. Sem sagt, tvær lykkjur teknar úr, og þá verða eftir 52(54)56 lykkjur. Þegar prjónaðir hafa veriö 40(42)44 cm eru fitjaðar upp 40(42)44 lykkjurhvorumeginfyrir ermarnar = 132(138)144 lykkjur. Prjónið 20,cm eða þar til siðasta röndin er komin. Fellið þá af. Framstykkið: Prjónið nu eins og bakið, þar til komið er að ermunum. Þá er fitjað upp 43(45)47 lykkjur fyrir hvora ermi = 138(144)150 lykkjur. Prjónið nú jafnbrei tt og prjónað var fyrir ermina á bakstykkinu. Fellið af. Saumið axlasauminn á ermunum saman framan frá og upp að hálsmáli. Skiljið eftir 30 lykkjur i miðjunni á bakinu og 36 lykkjur á framstykkinu. Ermakantur: Fitjið upp 56 lykkjur. Prónið þrjár rendur eða ca. 13 til 14 cm. Fellið af. Saumið þennan kant framan á ermina og látið viddina jafn- ast utá ermina. Að lokum eruermarn- ar og hliðarnar saumaðar saman. Heklið tvær til þrjár umferðir af fasta- lykkju neðan á peysuna til þess að koma ivegfyrir að húntogni að neðan. V 16

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.