Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 05.10.1978, Blaðsíða 16
Látið börnin föndra. meðan þið prjónið! Búið til smáhunda úr rúllum Hvernig væri að búa sér til nokkra litla greif- ingjahunda? Það er býsna auðvelt, ef farið er að eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningu, og fullgerðir lita hund- arnir út eins og sjá má á myndinni. Hundarnir eru með haus, sem búinn er til eins og kramarhús. Það klippir þú út úr þykkum pappir. Teiknaðu hálfhring eftir stórri skál eða diski. Höfuðið er límt á skrokkinn eins og sjá má á teikningunni, en skrokkurinn er papparúlla. Það má til dæmis nota rúllu undan klósettpappir, eöa þá undan eld- húsþurrkum. Úr þeim færð þú stærri hunda, og þá þarf hausinn lika að vera stærri en á þeim hundum, sem búnir eru til úr kló- settrúllunum. Klipptu nú fjóra litla fætur og limdu þá á hliðar rúllunnar. Einnig þarf að klippa eyrun tvö, og löng pappirsræma kemur i staðinn fyrir rófuna. Áð- ur en skottið er limt á rúlluna er það dregið yfir hnifsblað til þess að hringist. Málaðu svo hundana þina, hvort sem þeir verða einn eða fleiri. Það er hægt að mála þá með vatnslitum eða vaxlitum, eftir þvi sem hver og einn vill. Peysa fyrir strák eða stelpu úr sprengdu garni Ekki ætlum við að færa ykkur uppskriftir að öllu þvi sem strákurinn er klæddur i hér á myndinni. Við látum nægja peysuna því flest börn eiga nóg af vettlingum og húfum og buxurnar eru oftar gallabuxur eða úr riffluðu flaueli heldur en að þær séu prjónaðar, þótt þær geti nú verið fallegar. Fötin eru prjónuð úr sprengdu garni. í þessu til- felli er það grátt og grænt og stroffið grænt en þið getið valið aðra liti og haft þá stroffið einlitt i aðaliitnum i sprengda garninu. Peysaner prjónuð á prjóna nr. 3 1/2 og 4 1/2 og garn haft í samræmi við grófleika prjónanna. Prjónafestan er 18 lykkjur af sléttapr jóni á prjóna nr. 4 1/2 = 10 cm. Mál: Brjóstvidd 52 ( 55)58 ( 61) 64 og peysusidd 28 (32) 36 (38) 40 cm. Bakið: Fitjið upp 46 (50) 54 (54) 58 lykkjur með þeim lit, sem þið ætlið að hafa i stroff, vasa og kraga. Notið prjóna nr. 3 1/2. Prjónið slétt og brugðið tvær sléttar og tvær brugðnar alls 5 cm. Þá er skipt yfir i aðallitinn og prjóna nr. 4 1/2 og prjónað slétta- prjón. Aukið um leið tveimur lykkjum i á fyrsta prjóni fyrir stærðir 1, 4 og 5 ára. Þegar þið eruð búnar að prjóna 8 (10) 12 (13) 14 cm er aukið i einni lykkju hvorum megin innan við fyrstu tvær lykkjurnar á prjóninum. Endur- takið þetta aftur eftir 5 cm. Þegar stykkið mælist frá neðstu brún 18 (21) 24 (25) 26 cm er fellt af fyrir handveg- inn i' byr jun hvers prjóns hvorum meg- in þannig: 4,1,1 (4,1,1) 4,2,1 (4,2,1) 4,2,1,1 lykkja og þegar stykkið er 28 (32 ) 36 ( 38) 40 cm er fellt af fyrir axlirnar i byr jun hvers pr jóns og hvor-

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.