Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 16
Þessi fallega barnaslá er prjónuð úr þremur litum, hvitum, ljósbláum og bleik- um. Notið hringprjóna nr. 3 og 2 1/2 sem prjónað er á fram og til baka. Prjónafestan: 24 lykkjur i slétta- prjóni á prjón nr. 3 1/2 eiga að vera 10 cm á breiddina. Skiptiö um prjóna eft- ir þvl, hversu gróft garn þið notiö. Prjónafestan verður að passa, ef munstrið á að verða eins og til er ætl- azt. Stærð: Lengdin er ca. 34 cm. Kaðalmunstriðeða flétturnarná yfir 6 lykkjur á breiddina. 1. prjónn (rangan) 1 rétt, 4 brugðn- ar, 1 rétt. 2. prjónn (réttan) 1 brugöin, 4 rétt- ar, 1 brugðin. 3. prjónneins og l.prjónn,4. prjónn eins og 2. prjónn, 5. prjónn eins og 1. p-jónn. 6. prjónn (réttan) 1 brugöin, setjið næstu tvær lykkjur á aukaprjón, fyrir aftan stykkiö, prjónið næstu tvær lykkjur rétt, prjónið tvær réttar af aukaprjóninum, prjónið 1 brugöna. Þessir sex prjónar eru endurteknir og mynda lóðrétta rönd, sem sjá má, ef myndin prentast vel, mitt á milli hnésogfingranna, sem standa ilt únd- an slánni. Litarendurnar að neðan (14 prjón- ar): 2 prjónar hvítt, 2 prjónar blátt, 4 prjónar hvitt, 2 prjónar bleikt, 2 prjón- ar blátt, 2 prjónar bleikt. Litarendur á öxlunum (20 prjonar): 2 prjónar blátt, 4 prjónar bleikt, 2 prjónar hvltt,2prjónarblátt, 4prjónar hvitt, 2 prjónar bleikt, 2prjónar blátt, 2 prjónar bleikt. Litarendur i hettunni (18 prjónar): eru eins og rendurnar á öxiunum aö undanteknu þvi, að fyrstu 2 bláu falla út. Hettan er nefnilega prjónuð með bláu alveg upp að röndunum. Fitjið upp að neðan meðbláu garni 266 lykkjur á prjóna nr. 3 og prjóniö fram ogtil baka garðapr jón, 10 prjóna, eöa 5 garða. Haldið áfram með bláa garnið og byrjið á röngunni með garðaprjóni í upphafi og endi hvers prjóns kaöalprjóninu: sex lykkjur garöaprjón (framkantur) 30 lykkjur sléttaprjón, 1 flétta yfir 6 lykkjur, 56 lykkjur sléttaprjón, 1 fletta, 58 lykkjur sléttaprjón, mitt bak, 1 flétta, 56 lykkj- ur sléttaprjón, 1 flétta, 30 lykkjur sléttaprjón og aö lokum 6 lykkjur garðaprjón framkantur. Prjóniö fyrstu 8 prjóna meö bláu, þar með tal- inn 1. prjónninn. Pr jóniö svo 14 prjóna rendur, eins og upp er gefiö hér aö framan. Prjónið eftir þaö með hvita garninu, en þegar stykkið mælist 8 sm (þaðá að vera ca. slðasti prjónn fyrir rendur) á aö taka úr á réttunni 1 lykkju sin hvorum megin viö hverja fléttu, þannig: prjónið tvær lykkjur snúnar rétt saman næst á undan flétt- unni og tvær lykkjur rétt saman strax á eftir sömu fléttu, allserufelldar af 8 lykkjur á einum prjóni. Endurtakið þessaúrtöku með ca. 2 cm millibili, 7 sinnum til viðbótar, þar tíl 202 lykkjur eru eftir. Prjóniö nú meö hvitu garni þar til stykkið er 22 cm á hæð. Hér byrjiö þiö næsta randabekk (20 prjóna) með 2 prjónum blátt. Hér kemur fyrsta hnappagatið: á 1. prjóni eru felldar af tvær lykkjur, tveim lykkjum frá ytri kanti á garöaprjóns- kantinum hægra megin á réttunni. Fitjið upp aftur 2 nýjar lykkjur á næsta prjóni yfir gatinu (Búið til tvö hnappagötaðauki.meðca. 5cm milli- bili, en prjónið rendurnar á meöan, eins og fyrir hefur verið mælt áður. Haldiðsvo áfram meö bláu garni eftir siðustu bleiku röndina. NB. Þegar stykkiðer oröiö 24 cm á lengd á aftur að taka úr 1 lykkju hvorum megin við Bétturnar á réttunni eins og áður var gert. Endurtakið úrtökuna á öðrum hverjum prjóni þar til tekiö hefur ver- ið úr 16 sinnum. Núeru 74 lykkjur eftir á prjóninum. Þegarstykkið mælist ca. 34 cm er hætt að prjóna flétturnar. Þá er prjónað sléttaprjón að þvi undanskUdu að áfram eru fyrstu og siðustu sex lykkj- urnar á pr jóninum garðaprjón eins og áður hefur verið. Prjóniö tvo prjóna, búið siðantil gataröð á þennan hátt: 1 rétt, x2 réttar saman og slá upp á x, endur takiöfráx ogendiömeöl réttri. Prjónið 1 prjónog fellið svo af 6 lykkj- ur I byrjun næstu tveggja prjóna. Prjónið svo sléttaprjón i hettuna, en aukið I á fyrsta prjóni úr 62 lykkjum i 78 lykkjur, prjóniö með bláu garni þar til hettan er 12 cm. Prjónið áfram 18 prjónaaf röndum, eins og upp var gef- iö i' byrjun. Eftir siðustu bleiku rönd- ina á aðprjóna meö bláu þar til hettan er ca. 21 cm. Fellið af. Samsetning og frágangur: Ef þiö hafiö notað akrylgarn i þessa slá meg- iðþiöekki pressa hana. Fariö i einuog öllu eftír leiðbeiningum, sem upp eru gefnar varðandi meðferö garnsins, sem þið notiö, nú sem endranær. Lykkið saman eða saumiö hettuna saman ofan á höfðinu. Takiö svo upp á réttunni ca. 94 lykkjur meðfram hett- unni i kring um andlitiö (ekki með- fram affeliingunni viö hálsinn) og not- ið prjóna nr. 3. Pr jónið 6 prjóna garða- prjón, x þ.e. 3 garða, og fellið svo af. Saumiö stuttu hliöina á þessum kanti snyrtilega við affellinguna við hálsinn. Tvinnið saman eða heklið snúru úr tvöföldu garninu, ca. 100 cm langa, og dragið hanaigegn umgötini hálsmálinu. Þessa snúru á svo að binda undir hökunni. Saumið hnappana i. Eftir það er rétt að leggja slána vandlega niður á rakt stykki og set ja siðan annað rakt stykki ofan á hana. Þá verður hún falleg i laginu, þegar þið takið hana aftur til handagagns næsta dag. Ef garnið leyf- ir aö sláin sé pressuö, getið þið gert þaö, ef þið viljið.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.