NT - 26.05.1984, Blaðsíða 1

NT - 26.05.1984, Blaðsíða 1
Norðmenn slíta samvinnu vegna ofveiði síldar ■ Norski sjávarút- vegsráðherrann hefur hótað að hætta allri samvinnu við ríki Efna- hagsbandalagsins um fiskveiðar í Norðursjó. Ástæðan er sú að EBE- ríkin hafa úthlutað sjó- mönnum sínum ríf- legum fiskveiðikvóta og ekki tekið tillit til neinna óska Norð- manna. Eeir telja að um mikla ofveiði sé að ræða cg hóta að leyfa engar veiðar á þorski og ýsu í sinni lögsögu. Sjá bls. 28-29. Skólamál þroskaheftra á Akureyri: Þroskaheftum úthýst úr skólakerfinu? ■ Að óbreyttu ástandi er fyrirsjáanlegt að grunnskóli ffyrir þroskahefta á Akureyri verði húsnæðislaus næsta vetur. Ekkert fé fékkst úr Framkvæmdasjóði fatlaðra tii nýbyggingar sem fyrirhuguð var við Síðuskóla og enn sem komið er hefur menntamálaráðuneytið, sem ber ábyrgð á rekstri skólans, ekki fundið neina lausn á vandanum. Að sögn fulltrúa Þroskahjálp- ar í stjórn Framkvæmdasjóðsins átti sjóðurinn skv. lögum að fá um 125 milljónir til úthlutunar á þessu ári - hann stendur undir öllum byggingum fyrir fatlaða - en fékk aðeins um 60 milljónir. Það var því ekki einu sinni hægt að sinna ítrustu neyð. Skólar fengu í sinn hlut um 15 milljónir og fór allt það fjármagn í byggingar sem eru langt á veg komnar, nema 500 þúsund sem runnu - að kröfu menntamála- ráðuneytisins — til uppbyggingar á aðstöðu fyrir fatlaða hjá skátum á Úlfljótsvatni. Helftin, eða um 11 og hálf milljón rann til Öskjuhlíðarskóla sem hefur verið í byggingu í 10 ár. Sameiginlegur fundur Styrkt- arfélags vangefinna og Foreldra- félags barna með sérþarfir á Akureyri hefur sent mennta- málaráðherra áskorun og krafist þess að húsnæði verði fundið fyrir starfsenri skólans. Bent er á að allar fjárveitingar renni til framkvæmda á Reykjavíkur- svæðinu. „Við erum að reyna að leysa þetta mál“ sagði Magnús Magn- ússon sérkennslufulltrúi í menn- tamálaráðuneytinu. Ráðuneyt- ið hefur snúið sér til skólayfir- valda á Akureyri með von um lausn og í dag, eftir því sem ég best veit ér verið að tala við forstöðumann Sólborgar á Ak- ureyri um lausn á málinu. Við höfum gert allt sem við höfuni getað og skólinn verður ábyggi- lega starfræktur næsta skólaár". Aðspurður sagði Magnúsað ein hugmynd hefði veriðsú að flytja skólann á Laugaland, en hann reiknaði varla með að það yrði. Um það hvort að allar fjárveit- ingar færu til framkvæmda á Reykjavíkursvæðinu sagði Magnús: „Þaö er tilviljun ef svo er. Þar eru skólar í byggingu t.d. Öskjuhlíðarskólinn sem er búinn að vera í byggingu í 10 ár og Safamýrarskólinnsemer hálf- unninn. Sama er að segja um skólann við Kópavogshælið, en málið er, aó menntamálaráðu- neytiö náði ekki úr sveltum Framkvæmdasjóði neinu fjár- magni til nýbygginga, því miður". ■ Fegurðardrottning eignast barn. Slíkt þætti fréttnæmt viða og það fannst okkur á NT líka. Unnur Steinsson, fyrrverandi feg- urðardrottning, eignaðist í gær sitt fyrsta barn. Barnið er stúlka og fyrir þá sem áliuga hafa á slíku þá eru tölurnar: 12 merkur, 52 centimetrar. Stúlkan fæddist tuttugu mínút- ur í sex í gærmorgun og þegar NT hitti þær mæðgur voru báðar bráðhressar. „Ég er í rauninni ekki búin að átta mig á þessu enn, stundum llnnst mér eins og ég bara hafi harnið í lani," sagði Unnur. NT-mynd Árni Dansbrjóturinn á íslandi: Dansinn sem alla ætlar að trylla ■ Eins og allir vita, fer break-dansinn eins og eldur um sinu í Evrópu, og hefur ísland ekki farið varhluta af því. Um helgina gefst fólki kostur á að fylgjast með fyrstu break-danskeppni á íslandi í Traffic. NT mætir að sjálfsögðu á staðinn til að fylgjast með framvindu mála og dæma bestu break- dansara landsins. Nú er því tækifærið fyrir alla sem hafa áhuga að berja þetta undur augum. NT-mynd: Ari . ' ] Ekkert eftir- lit með skreiðar- ; verkuninni % Hjallarnir rísa leyfislaust og eigendurnir gufaupp Sjá bls. 4.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.