NT - 12.11.1984, Blaðsíða 2

NT - 12.11.1984, Blaðsíða 2
Rán með ofbeldi ■ í fyrrakvöld réðust þrír unglingar inn í tvo söluturna nálægt miðbæ Reykjavíkur og rændu þar vörum með beitingu ofbeldis gagnvart starfsfólki. Ekki er talið að hér hafi verið um vörur fyrir umtalsverðar upphæðir að ræða. En að sögn lögreglu er hér engu að síður um alvarlegt mál að ræða þegar bcitt er aðferðum sem sífellt færist í vöxt að notaðar séu upp á síðkastið. Málið er í rannsókn en þegar síðast fréttist voru bófarnir enn ófundnir. BILVANGURsf L I 1 ! i I . HOFÐABAKKA-9 IB4 REYKJAVIK- SIMI 687300 M M Mánudagur 12. nóvember 1984 Stefnumörkunin hefur ekki verið nógu skýr - róttækar breytingar á fræðslustarfi ef ég verð kos- inn formaður Alþýðuflokksins segir Jón Baldvin „Svo getur farið að Alþýðu- flokkurinn haldi ekki velli í pólitíkinni," sagði Jón Baldvin Hannibalsson í gær er hann tilkynnti fréttamönnum fram- boð sitt til formannsembættis í Alþýðuflokknum. „Eg hef nú ekki trú á að svo fari,“ sagði Kjartan Jóhanns- son, formaður flokksins, að- spurður um ummæli Jóns. „Það hefur lengi verið lenska í blöð- um að halda því fram að flokk- urinn sé að hverfa, en það hefur sýnt sig að hann eflist er á móti blæs.“ Jón lagði fram, á fundi með blaðamönnum, atriði sem hann myndi leggja áherslu á ef hann næði kjöri. Meðal þess sem þar kemur fram er að flokkurinn hasli sér völl sem sameiningar- og forystuafl jafnaðarmanna, skipi sér vinstra megin við mið- línu íslenskra stjórnmála, vísi á bug kenningum um forystuhlut- verk Alþýðubandalagsins og taki af öll tvímæli um að flokk- urinn sé ekki gamaldags kerfis- flokkur heldur róttækur um- bótaflokkur. „Ég geri engar athugasemdir við þetta. Þetta er af sama toga og ég hef haldið fram á liðnum misserum,“ sagði Kjartan er hann var spurður um þessi atr- iði. Aðspurður um hvort flokkur- inn sé líklegri til að bæta upp fylgistap, með sig í formanns- sætinu, sagði Jón: „Það er nátt- úrlega mat hvers og eins. Eg færi ekki í þetta nema ég hefði trú á því.“ „Vitaskuld er það svo að menn leggja mismunandi mat á menn og málefni. En það er flokksþingsins að gera dæmið upp. Jón Baldvin metur það svo að framboð hans sé flokknum til gagns en margir þeir sem við mig hafa rætt telja það farsælla að flokkurinn snúi sér að öðrum meira aðkallandi verkefnum," sagði Kjartan. Jón íagði á það áherslu á fundinum í gær að stefnu- mörkun Alþýðuflokksins hefði ekki verið nægilega afdráttar- laus og ekki komið nógu vel til fólksins. Hann sagðist, ef kos- inn yrði, beita sér fyrir rót- ■ Jón Baldvin Hannibalsson. I formannskjöri Alþýðuflokks- ins. NT mynd Róbert tækum breytingum á útgáfu- og fræðslustarfsemi. Hann tiltók stofnun Útgáfumiðstöðvar, sem hefði með útgáfu Alþýðublaðs- ins að gera og smárita um af- mörkuð viðfangsefni og jafnvel videospóla. Kjartan sagði þessa hugmynd ekki nýja: „Ég kannast við þetta.“ Kjartan sagði að mikinn undirbúning þyrfti til slíks verk- et'nis. Þá eru þeir Jón og Kjartan báðir sammála um að leita sam- vinnu við Bandalag Jafnaðar- manna og hafa opna möguleika á sameiningu þessara tveggja stjórnmálahreyfinga. Þess má geta að lokum að faðir Jóns, Hannibal Valdimars- son var kosinn formaður Al- þýðuflokksins fyrir 32 árum, en féll í formannskjöri fyrir 30 árum, 1954. Ráðist á lögreglu ■ Ráðist varáóeinkenn- isklæddan lögregluþjón þar sem hann var á gangi um miðbæ Reykjavíkur í fyrrakvöld. Unglingar voru að verki og voru þrír settir í fangageymslur vegna þessa. Málavextir voru þeir að tveir unglingar undu sér að manninum og báðu hann um tóbak. Þegar hann svaraði því til að hann ætti það ekki til, réðust drengirnir á hann og hugðust hafa hann undir. En með snarræði lögregluþjónsins og hjálp manna sem bar að tókst að yfirbuga unglingana og var lögreglan fljótt komin á staðinn. Þegar svo hún var að eiga við piltana kom að bifreið og út úr henni sté ódrukkinn mað- ur sem hugðist beita lög- regluna ofbeldi til þess að losa félaga sína úr prís- undinni. Fljótlega tókst að yfirbuga hann og voru allir færðir í Síðumúlafangelsi. i/egna mjög hagstæöra samninga bjóöum viö nú nokkrar Opel Ascona bifreiöir á lækkuöu veröi. 375.330- Nauðgun við Klúbbinn ■ Árás var gerð á unga stúlku utan við veitingahúsið Klúbbinn í fyrrinótt og henni nauðgað. Stúlkan bar kennsl á manninn og samkvæmt þeim upplýsingum sem NT fékk hjá RLR í gær stóðu þá yfir yfirheyrslur yfir manninum inni í Síðumúlafangelsi. Hann mun hafa haft í hótunum við stúlkuna, lemstrað hana og stefnt lífi hennar í hættu með tilraun til kyrkingar. Atburðurinn átti sér stað í skúmaskoti utan við veitingastað- inn. Málið er í rannsókn. Brotist inn í kaupfélag: ...kemur mér ekki áóvart - segir sýslumaðurinn ■ Brotist var inn í Kaupfélag Hér- aðsbúa á Seyðisfirði um helgina og og stolið einum eða tveim lítrum af kók. Rúða í framhlið hússins var brotin. Fjöldi innbrota hefur verið framinn í húsið á undanfömum ámm en aðeins eitt þeirra er upplýst. J>á var um meiriháttar peningastuld að ræða en innbrotið núna er talið minniháttar. í september mánuði var brotist inn og haft þaðan á brott verulegt magn af hljómflutnings- og útvarpstækjum. Mál það er óupp- lýst. „Þetta kemur mér ekkert á óvart, þó ég hafi nú ekki frétt af þessu ennþá," sagði Sigurður Helgason sýslumaður í samtali við NT í gær þegar hann var inntur eftir þessum atburðum. „Kaupfélagið stendur útúr byggð og er enginn vandi að fara þarna inn og út. Við höfum gert okkar tillögur um úrbætur með þjófavarnakerfi en því hefur ekki verið sinnt.“

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.