NT - 15.11.1984, Blaðsíða 1

NT - 15.11.1984, Blaðsíða 1
Óstjórn og áhugaleysi - tefur byggingu Fjórðungs- sjúkrahússins á ísafirði Kvótinn enn í 3 ár Tel það rétt samkvæmt reynslu ársins, segir sjávarútvegsráðherra Halldór Ásgrímsson ■ Heilbrigðismálaráð Vest- fjarða hefur sent heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ályktun þar sem seinagangi við byggingu Fjórðungssjúkrahússins á ísa- firði er mótmælt. í ályktuninni segir að verkið hafi tafist vegna „m.a. sleifarlags, óstjómar og að því virðist áhugaleysis for- ráðamanna framkvæmdadeild- ar Innkaupastofnunar Ríkis- ins.“ í greinargerð með ályktun- inni er framkvæmdadeildin bor- in þungum sökum. Þar segir meðal annars að pantanir hafi gleymst og ekki verið Ieystar úr tolli, þótt nægt fé sé fyrir hendi. Pá hafi áætlunargerð og pantan- ir tækja farið úr skorðum, því erfitt sé að fá upplýsingar um fjárhagsstöðu einstakra fram- kvæmda. Þá eru starfsmenn fram- kvæmdadeildarinnar sakaðir, í ályktuninni, um að sýna heima- mönnum og verktökum yfir- gang og lítilsvirðingu; bréfum sé ekki svarað og þau ekki lesin. í greinargerðinni eru týnd til ýmis dæmi um hvernig fram- kvæmdum hafi seinkað og þær orðið dýrari fyrir meint mistök og vanrækslu starfsmanna fram- kvæmdadeildarinnar. Undirbúningsvinna Fjórð- ungssjúkrahússins hófst fyrir hálfum öðrum áratug, og er enn ekki lokið. Lýsir heilbrigðis- málaráðið áhyggjum af ástandi heilbrigðismála á Vestfjörðum vegna þessa. Haft var samband við Skúla Guðmundsson, fram- kvæmdastjóra framkvæmda- deildarinnar, í gærkvöld, en hann sagðist ekki geta tjáð sig um málið, þar sem honum var rétt að berast í hendur ályktun Vestfirðinganna. Nánar verður fjallað um mál- ið á morgun. ■ Halldór Ásgrímsson, sjáv- arútvegsráðherra, mælti í gær í efri deild alþingis fyrir frum- varpi um kvótaskiptingu afla. Lög þau er gilt hafa á þessu árí falla úr gildi nú um áramótin, og er stefnt að þvi að þá taki hið nýja frumvarp gildi og verði í gildi næstu þrjú ár. Halldór rakti helstu rök þess að halda áfram kvótaskiptingu afla. Hann sagði fjórar megin- ástæður vera: Að frekari sókn- artakmörkunum á þorski yrði ekki við komið, þar sem þá yrði frekari sókn í aðrar tegundir, sem þegar væru taldar fullnýtt- ar. Að erfitt væri að takmarka þorskveiðar nákvæmlega með sóknarmörkum. Að aflamark- aðsfyrirkomulagið (kvótinn) tryggði betur réttlátari skiptingu afla milli skipa og byggðarlaga en aðrar aðferðir. Og að með aflamarksleiðinni væri betur hægt að koma við sparnaði og hagkvæmni í rekstri fiskiskipa. Hann sagðist þess fullviss að rétti kosturinn hefði verið val- inn á líðandi ári, og að fram- kvæmd kvótaskiptingarinnar hafi tekist allvel. Halldór sagði megingalla fyrirkomulagsins vera hversu lítt sveigjanlegt það er. Hann rakti ýmsa gaila sem komið hafa í Ijós og hvernig yrði brugðist við þeim. Hann sagði að draga þyrfti lærdóm af stjórn fiskveiða síðustu ár,og meta reynslu sem fengist hefði. Halldór sagðist vita að sam- keppni væri nauðsynleg en þegar auðlindir okkar væru tak- markaðar, þá yrði óheft sam- keppni til þess að mismunur yrði í þjóðfélaginu og að tekju- möguleikar komandi kynslóða væru skertir. Halldór sagði í ræðu sinni að forsenda skrapdagakerfisins hefði verið sú að til væru van- nýttir fiskistofnar, sem skipun- um hefði verið beint í. Hann sagði að sú forsenda væri ekki lengur fyrir hendi, og ekki talið réttlætanlegt að auka sókn í þá stofna, eins og t.d. karfa. Umræða um frumvarpið var nokkur, og voru 6 á mælenda- skrá er fundi var slitið. Meðal þeirra er tóku til máls var Þor- valdur Garðar Kristjánsson. Sagðist hann vera alfarið á móti þeirri stefnu sem mörkuð væri með kvótakerfinu; miðstýringu sjávarútvegs. Sagði hann að mikil framleiðni í sjávarútvegi væri vegna samkeppni sjó- manna og keppni. Porvaldur sagði einnig að reynsia ársins sýndi að engin efni stæðu til að frumvarpið yrði samþykkt. Valdimar Indriðason tók til máls og sagðist ekki hrifinn af aukinni miðstýringu en sagði að hann teldi ekki að hægt væri að sniðganga niðurstöður vísinda- mannanna algjörlega. Pá tók Skúli Alexandersson til máls og sagðist vera andvígur frumvarpinu. Hann sagðist ótt- ast að þessi leið kallaði á að afli sem dreginn er á skip, komist ekki allur að landi. ■ Það var glatt á hjalla hjá þessum ungu snótum á Tjöminni í Reykjavtk um helgina en ekkert hefur hingað til verið gert til að halda sveUinu þar við og nú er engin aðstaða lengur til skautaiðkana á MelaveUinum. NT-mynd: Róbert ■ „Málefni skautafólksins því að koma upp einhverri jnn hefði verið, þó væri Tjörn- eru í deiglunni hjá okkur og aðstöðu fyrir skautafólk, en 'n áhugavert svæði en erfitt fundur verður haldinn nk. um þessar mundir er verið að væri að halda henni við, vegna mánudag þar sem reynt verður rýma Melavöllinn og hafa flóð- rennslis heits vatns, mikils ryks að finna einhverjar viðunandi ljós þegar verið tekin niður vegna umferðar og einnig væri úrlausnir fyrir þennan hóp,“ þannig að hann nýtist ekki aðstaða til að skafa hana erfið. sagði Stefán Kristjánsson, skautafólki í vetur. Rauðavatn er annar valkostur íþróttafulltrúi, er NT spurðist Kvað Stefán engin önnur fyr>r skautafólk þessa dagana, fyrir um hvort unnið væri að svæði eins góð og Melavöllur- en þarer einnig náttúrusvell. BSRBoglaunadeildin: Ósammálaum októberlaun -til þeirra sem voru úrskurðaðir til vinnu ■ Bandalag starfsmanna ríkis og bxja og launadeild fjarmálaráðu- neytisins eru ekki á einu máli um hvemig skuli greiða laun til þeirra starfsmanna, sem Kjaradeilu- nefnd úrskurðaði til vinnu í verk- fallinu í október. BSRB-menn vísa til 26. greinar laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna, þar sem segir, að laun og kjör þeirra, sem vinna á meðan verkfalli stendur skuli fara eftir þeim kjarasamningum, sem gerðir verða að verkfalli loknu, og vilja að opinberir starfsmenn, sem unnu í verkfallinu.fái laun sam- kvæmt launatöflum, sem gengu í gildi í nóvember. Launadeildin er ekki sammála þessari túlkun og vill fá frekari rökstuðning fyrir henni frá BSRB. Launadeildin vill, að greiðslan fyrir september verði látin duga ofan á venjuleg laun fyrir október. Aðilar eru nú að skoða mál þetta og úrslita úr því er ekki að vænta fyrr en í næstu viku. Flytjum inn kartöflur og hendum íslenskum Undirboð á markaðinum? ■ Innflutningur á verksmiðjuunnum kartöflum kann að verða til þess að ekki takist að fullnýta aUa þá uppskeru af innlcndum kartöflum sem til er. Kartöfluverksmiðjurnar tvær að Þykkvabæ og Sval- barðseyri eru í harðri samkeppni við erlendu vöruna sem er þrátt fyrir tolla oft og tíðum ódýrari en sú innlenda. Nýlega var ýjað að því í blaðinu Degi á Akureyri að hollenskir aðilar undirbjóði nú á markaðinum til þess að ryðja keppinautum úr vegi. „Við erum að flytja inn kartöflur fyrir gjaldeyri sem ekki er til, til þess eins að innlend framleiðsla gangi svo ekki út og bændur verði að henda sinni framleiðslu,“ sagði Friðrik Magnússon, framkvæmdastjóri verk- smiðjunnar í Fykkvabæ. Jafnframt benti hann á að unnar kartöflur eru einu landbúnaðarvörurnar sem flytja má óheft inn í landið. Stærsti markaður fyrir franskar kartöflur eru hótel og veitingastaðir en að sögn Friðriks er markaðshlutdeild innlendu verksmiðjanna aðeins brot af markaðinum þar. „Þeir eru einfaldlega að vinna úr ódýrara hráefni og geta þess vegna boðið ódýr- ari vöru,“ sagði Friðrik, en taldi innlendu framleiðsluna að öðru leyti fullkomlega samkeppnishæfa. I nýju tölublaði Dags á Akureyri lýsir einn for- svarsmanna verksmiðjunnar fyrir norðan því yfir að er- lenda framleiðslan sé að ganga að innlendu fram- leiðslunni dauðri. Er því meðal annars haldið fram þar að einn stærsti fram- leiðandinn í Hollandi undir- bjóði nú á íslenska markað- inum til þess eins að ryðja keppinautum úr vegi. Álverð á uppleið ■ Álverð hefur hækkað um 15% á álmarkaðinum London Metal Exchange frá meðalverði í septem- bermánuði síðastliðnum. Þá var verðið 808 sterlingspund fyrir tonnið, en er nú um 934 sterlings- pund. Álverðið hefur ekki verið svona hátt síðan fyrir mitt þetta ár, en engu að síður er það mun lægra en það sem gilti þegar bráðabirgðasamkomulag ríkis- stjórnarinnar við Alusuisse var undirritað í september 1983. Jakob R. Möller, lögfræðingur, hjá ÍSAL sagði, að skýringin á hækkandi álverði væri sennilega sú, að mikið hefði verið dregið úr framleiðslu í heiminum og mark- aðurinn væri að jafna sig. Að- spurður sagði Jakob, að verð- hækkunin nú hefði ekki áhrif á þann framleiðslusamdrátt, sem ÍSAL tilkynnti fyrr í haust. Sá samdráttur á að gilda til aprílloka á næsta ári. „Fyrir ári fór verðið mikið upp. Pá fóru Bandaríkin mjög hratt í gang með verksmiðjur og það var meira en verðið þoldi," sagði Jakob R. Möller.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.