Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

NT

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
NT

						Sunnudagur 2. desember 1984      10

F ISæturlífíd í Reykjavík hefut mörg-

um gleðimanninum oft þótt dauflegt í

áranna rás. En nokknð ættiþeim hinum

sömu að þykja aö hafi rofað til með

framlengdum opnunartíma veitingahúsa

tU klukkan þrjú um helgar, - og þó

sérlega með skara svonefndra „pöbba"

eða bjórstofa, þar sem afbestu getu er

líkt eftir bjór í þessu öllausa landi.

En nokkuð er um liðið frá því er

reykvískir nátthrafnar tóku fyrst að

andæfa gegn hálfeitt lokun vínveitinga-

staðanna, eins og var hér ídentið og vita

skulu menn að hart var barist á stundum.

En engir voru jafn stórhuga og þeir

heimsmenn sem fyrir fímmtán árum

hugðust opna næturklúbba íhöfuðborg-

inni. Petta fyrirtæki vakti mikla athygli

sem von var, enda voru lög um slíka

hluti strangari þá. Enn þann dag í dag

eigum við ekki reykvískan næturklúbb.

En hvenær kemur að því..... Verður

það næsta skrefíð. Við hugleiðum það

atriði hér, en ritjum fyrst upp sögu

næturklúbbanna frægu og örlög þeirra.

spaði

sjúss

Þegar

Reykjavík

eignaðist

næturklúbba


imimsina 24. npril !%'>.

\|l|)oiln" Uiililiimi oji „('liili 7". clíir

Nýstárleg þjónusta

¦ Það var í byrjun árs 1969

að við Nóatún var opnaður

samkomustaður undir nafninu

„Club 7." Þótt þarna væri haft

vín um hönd, þá var þetta ekki

staður með gamla sniðinu, þar

sem prúðbúinn þjónn stóð á

bak við bar borðið og seldi

sína vöru, heldur var „Club 7"

með klúbbsniði, eins og nafnið

reyndar benti til. Gegn á-

kveðnu ársgjaldi, sem var um

2500 krónur gátu góðir menn

gerst félagar og jafnframt eig-

endur í klúbbnum og notið

allrar aðstöðu þar. Klúbbnum

mátti líkja við stækkaða mynd

af partíi í heimahúsi. Félagar

lögðu fram áfengi og gosdrykki

og útbúin voru merki eða mið-

ar sem giltu sem ávísun á

þessar veitingar þegar þeir

kölluðu eftir þeim, en klúbb-

• stjórnin geymdi flöskurnar.

Þannig fóru engin peningavið-

skipti fram í klúbbnum, en

auðvitað þurfti að ráða fólk til

að annast afgreiðslu, dyra-

vörslu o.fl.

Talið var í byrjun að með

góðri lögfræðilegri aðstoð ætti

klúbburinn að fá þrifist áreitni-

laust og ekki var vitað betur en

að innandyra færi allt fram

með mestu spekt.

Klúbbunum fjölgar

Smám saman kom í ljós að

fleiri framtakssamir menn voru

til en aðstandendur „Club 7".

Fljótlega bættust nýir klúbbar

við og í byrjun mars voru þeir

orðnir fjórir. Þá störfuðu auk

„Club 7" svonefndur „App-

ollo" klúbbur, „Playboy"

klúbburinn og „Start" klúbb-

urinn. Starfsemin var alls stað-

ar með líku sniði, þótt það

þekktist að merki og miðar á

áfengið væru seldir við inn-"

ganginn sem ávísanir á veiting-

ar. Þar var um að ræða meðal-

verð og kostaði „sjússinn" af

hvaða áfengi sem var 100

króhur. Yfirleitt mátti félagi

taka maka sinn með og bjóða

einnig tveimur gestum, til

dæmis kunningjahjónum.

Sagt var að all misjafnt væri

hverjir sæktu hvern klúbb-

anna. Þannig áttu það einkum

að vera þjónar, Ieigubílstjórar

og hljómlistarmenn sem sóttu

„Club 7", en svokallaðir „efri

miðstéttarmenn", sem „App-

ollo" sóttu, en sá staður var

þar sem fyrrum hafði verið

unglingaskemmtistaðurinn

„Las Vegas," við Grensásveg.

„Playboy" klúbburinn var í

stöðvum klúbbs sem lengi

hafði verið rekinn sem spila-

klúbbur (Ásaklúbburinn) og

var við Borgartún. „Start"

klúbburinn var við Einholt og

sagt að þar kæmu einkum

fulltrúar bítlaæskunnar.

Lögreglan fer á stjá

En skjótt varð þess vart að

klúbbarnir voru ekki öllum að

skapi. Var rætt um að sérstak-

lega væru það eigendur

skemmtistaða af gamla taginu

sem þótti illt er gestir tóku að

tínast út löngu fyrir lokun til

þess að njóta lífsins á einhverj-

um næturklúbbnum.

Aðfaranótt þriðjudagsins

11. mars 1969 gerðist það því

klukkan þrjú um nóttina að

lögreglumenn tóku sér stöðu

utan við klúbbana fjóra og

fylgdu þeim er út komu niður

á lögreglustöð, alls um 45

manns. Var svo vörður staðinn

við inngöngudyr til dagrenn-

ingar. Fannst forstöðu-

mönnum klúbbanna illa með

sig farið að vonum, ekki síst

þeim hjá „Start" klúbbnum,

en þar stóð í klúbblögum að

hér væri um að ræða málfunda,

fræðslu og ferðaklúbb, en ekki

næturklúbb, þótt félagar

dveldu undir þaki klúbbsins

fram eftir nóttu við vín og

söng, þegar svo bæri undir.

Lögregluyfirvöld gerðu nú

klúbbunum fjórum að loka

klukkan eitt eins og aðrir

skemmtistaðir og bann var lagt

við að þar væri haft vín um

hönd. „Appollo" og „Club 7"

munu hafa gert eitthvert hlé á

starfsemi sinni í bili en

„Playboy"     klúbburinn    og

„Start" klúbburinn Iýstu því

þegar yfir að þeir myndu virða

bannið að vettugi. Aðfaranótt

laugardags þann 14. mars kom

lögreglan því að „Appollo"

klúbbnum við Grensásveg og

varnaði þeim inngöngu sem í

klúbbinn vildu komast við áköf

mótmæli eiganda hússins, sem

kvaðst frjáls að því að hleypa

þeim inn sem hann vildi og

loka þá úti sem hann vildi.

Klúbbarnir lifna við

áný

Þótt lögreglan hefði hótað

stöðugri varðstöðu við klúbb-

ana varð ekki mikið úr þeirri

hótun, því afskiptalaust var

látið um hríð að gestir gengju ¦

til fagnaðarins ef notast var við

bakdyrnar en ekki aðaldyr.

Því voru „Club 7" og

„Playboy" klúbburinn komnir

á fulla ferð þann 20. mars.

Lögreglan varðist allra frétta

en sagði sakadóm vera að

vinna í málinu.

Senn voru klúbbarnir allir

með tölu farnir að starfa sem

ekki hefði í skorist og ekki

bara það: Nýr klúbbur opnaði.

Þetta var „Club de Paris" og

var hann í húsakynnum Breið-

firðingabúðar. Reykjavík var

óðum að öðlast heimsborgar-

brag.

Lögreglan lét þó að sér

kveða aðfaranótt skírdags er

sakadómarar ruddust inn í alla

klúbbana og gerðu upptæk öll

vínföng þeirra í því skyni að

nota þau síðar sem sönnunar-

gögn. Að öðru leyti var allt

kyrrt um hríð og starfsemin

hélt áfram, þótt forstöðumenn

klúbbanna og gestir þeirra hót-

uðu eldi og brennisteini, mál-

sóknum og fjárkröfum.

Óvænt viðbót kom til sög-

unnar í þessari starfsemi um

miðjan apríl: Morgunklúbbur

var opnaður, er starfa skyldi

frá klukkan sex að morgni og

fram til hádegis. Var hann

ætlaður starfsmönnum nætur-

klúbbanna, sem létta vildu sér

upp eftir annríki næturinnar.

The Party is over

En nú dró upp uggvænlegan

dökkva á alstirndum himni

þessa hamingjustands.

Það var aðfaranótt fimmtu-

dagsins 24. apríl að rannsókn-

arlögreglumenn, sakadómarar

og fulltrúar sakadómara fóru

inn í alla klúbbana og lögðu

þar hald á allt áfengi, meira að

segja allar tómar flöskur, töldu

upp úr peningakössum, - og

handtóku forstjórana. Voru

þeir úrskurðaðir í allt að sjö

daga gæsluvarðhald. Eftir að

lögreglan var horfin frá hélt

starfsemin að vísu áfram til

morguns, því meira áfengi var

sótt og borið inn í húsin, en

þær stundir urðu líka hinar

hinstu á ferli klúbbanna.

Kvöldið eftir stóð vörður við

allar dyr og engum var hleypt

inn. I hegningarhúsinu við

Skólvörðustíg sátu sex uppá-

búnir forstjórar.

Þeir undu illa þessum mála-

lokum og hugsuðu eigendum

gömlu veitingastaðanna þegj-

andi þörfina, enda töldu þeir

ofsóknirnar eiga rætur að rekja

til þeirra. Sannaðist það er þrír

forstjórar fylktu liði á virtan

veitingastað og kærðu það að

kjötið er þeir fengu í matinn

væri af annarri skepnu en sagt

var - hrossi en ekki nauti. Ur

þessu fékkst þó ekki skorið,

vegna þess hve vel kjötið var

steikt.

Þann 8. maí reyndu ein-

hverjir klúbbanna að hefja

starfsemi á ný, en lögreglan

mætti þegar. á staðinn og gerði

út af við tilraunina. Það var

síðasta andvarpið.

Dómur gekk í málinu eftir

langa bið. Forstjórar nætur-

klúbbanna þóttu sleppa heldur

vel frá öllu saman og kátínu

vakti að ekki þótti stætt á að

gera upptækar vínbirgðir

klúbbanna, heldur aðeins upp-

takarana, sjússamælana og

fleira slíkt!

En hvað um það. Nætur-

klúbbar hafa ekki skotið upp

kollinum í Reykjavík frá 1969,

en eigum við von á þeim aftur?

Það er aldrei að vita....

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24