NT - 29.12.1984, Blaðsíða 1

NT - 29.12.1984, Blaðsíða 1
Horft f ram á veginn um áramót ■ í tilefni áramótanna leitaði NT til formanna þeirra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Al- þingi og bað þá um að líta Iram á veginn í tilefni áramóta. Því miður náð- ist ekki í fulltrúa Kvenna- listans í tíma og mun við- tal við einhvern forystu- mann þeirra birtast í NT eftir áramótin. Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra: ifrtjga W 41» v'l g .1 ^ w m p Bjartsýnn á að krepp- unni sé að Ijúka ■ Sú kollstevpu sem nú er orðin með 60-70% verðbólgu í desember og á fyrstu mánuð- um næsta árs er að mínu mati langtum alvarlegra mál en menn almennt gera sér grein fyrir. Þá á ég ekki síst við þann mikla viðskiptahalla sem er að miklu leyti afleiðing af þessari enduruppvöktu verð- bólgu. Ég er þeirrar skoðunar að okkur íslendingum sé ákaf- lega þröngur stakkur sniðinn af mikilli verðbólgu ogerlend- um skuldum og ég hygg að næsta ár geti skipt sköpum um það hvernig okkur tekst að lifa hér uin langa framtíð. Ég get ckki séð að á árinu J985 verði mjög aukið svig- rúm til kjarabóta yt'ir línuna, því miður, og ég held að á því ári verði mikilvægast að leita samstöðu milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um kjarasamninga sem gefa okk- ur möguleika til að renna nýjum stoðum undir efna- hags- og atvinnulíf okkar. Ég er aö vísu bjartsýnn á að þessari kreppu sé að Ijúka. Þetta er þriðja meiriháttar kreppan sem við göngum í gegnum frá stríðsárunum og þær hafa staðið í u.þ.b. 2-4 ár, og hafa leitt til 7-8% sam- dráttar í þjóðarframleiðslu. Síðan hefur orðið nokkuð hraður vöxtur og ég hef mikla trú á því að svo verði enn. Að vísu er munurinn mikill nú frá hinum tveimur. í fyrsta lagi þá er verðbólgan og erlendar skuldir miklu meiri nú en áður og okkur þannig miklu þrengri stakkur sniðinn. I öðru lagi þá hefur í bæði hin skiptin, sérstaklega eftir síðari kreppuna, fylgt stóraukin hlutdeild okkar íslendinga í afla á íslandsmiðum með út- færslu fiskveiðilögsögunnar. Ég held að það sé flestra mat að við höfum áriö 1981 náð hámarki þess sem við getum með sæmilegu móti tekið af íslandsmiðum. Þess vegna er mín spá sú, að þetta geti orðið nokkuð hraður bati, en skammvinnur. og þá getur komið stöðnun ef okkur tekst ekki að koma af stað hagvexti eftir öðrum leiðum. Áttu von á því að stjórnar- samstarfiö muni halda? Stjórnarsamstarfið þarf að endurskoða. Það er alveg ljóst að í 60-70% verðbólgu er staðan allt önnur en við vonuðum að hún yrði og ég held að ýmislegt af því sem menn töldu eðlilegt í 10-12% verðbólgu sé það ekki nú. Ég nefni sem dæmi að það hefur verið stefna þessarar stjórnar að láta hinn almenna markað sem mest um samninga. Vit- anlega gerum við það áfram, en ég álít að stjórnvöld verði að koma inn í þær umræöur nijög snemma á næsta ári. Okkur var legið á hálsi fyrir það að hafa ekki boðið upp á skattalækkunarleiðina nógu snemma, jafnvel af þeim mönnum sem hafa álasaö okk- ur fyrir of mikil afskipti af kjarasamningum. Ég held að í þessari erfiðu stööu sé það rétt að stjórnvöld komi inn í slíkar viðræöur nijög snemma. Ég vil að lokum óska öllum landsmönnum farsæls nýs árs og þakka fyrir það sem er að líða, ekki síst mínum sam- flokksmönnum. Jón Baldvin Hannibalsson: Alþýðuflokkur- inn gæti orðið stærstur ■ Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur þegar lagt upp laupana þ.e. hún cr búin að vera. Vonir standa til að útförin fari fram með virðulegum og sómasamleg- um hætti á næsta ári. Ástæð- urnar eru margar og þarf ekki að tíunda í löngu máli. Nefna má þó eitt til. Fyrir jólin samþykktu stjórnarliðar fjár- lög sem þeir allir vissu að tilheyrðu leikhúsi fáránleik- ans. Það er ekki nóg með það að fjárlögin væru með halla heldur var þeim haldið uppi nteð erlendum lánum. Jafn- hliða var sett fram lánsfjár- áætlun, að vísu óafgreidd, sem gerir ráð fyrir nettóaukn- ingu erlendra lána, til viðbót- ar þessum 45 milljörðum sem fyrir eru, upp á 3 milljarða. Þótt ekkert kæmi til annað þá sýnir þetta að í ríkisstjórn sitja þreyttir menn, hug- myndalausir, stefnulausir og samkomulag þeirra er búið að vera. Það var lagður á hækk- aður söluskattur þrátt fyrir það að samkvæmt vitnisburði fjármálaráðuneytisins sjálfs er söluskattsformið hriplegt og ónýtt skattakerfi. Það er sama hvert 'litið er. Hvergi örlar á vitiborinni hugsun fram í tímann. Frumkvæði að um- bótum, vérkstjórn eða bú- hygginduni. Þarna þarf því ekki um að binda. Gæfa þjóð- arinnar reynist vonandi næg til þess áð fá kosningar og þá ekki seinna en í vor. Þá er spurningin. Til hvers og um hvað? Þaö eina sem hefur gerst nýtt í íslenskum stjórnmálum á seinni hluta líðandi árs er endurnýjun Alþýöuflokksins. Við höfum nú sett okkur stefnu sem er róttækasta um- bótastefna sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur sett sér á íslandi frá 193-3 er Alþýðuflokkurinn setti fram kosningastefnuskrá, fjögurra ára áætlun gegn kreppu og atvinnuleysi sem síðan varð . málefnasáttmáli róttækustu umbötastjórnar sem setið hef- ur á íslandi. Stefnuskrá okkar núna ber heitið. „Hverjir eiga ísland? Fámenn stétt fjár- magnseigenda eða hinn vinn- andi fjöldi. Leið Alþýöu- flokksins til þess að jafna eigna og tekjuskiptingu og stuðla að þjóðfélagslegu rétt- læti." Þetta cr ekki Biblía, en þetta er róttæk. raunsæ og framkvæmanleg stefnuskrá. Hún er mjög nákvæm og ítar- leg í efnahagsmálum. skatta- málum og kjaramálum. Þessa stundina smíða okkar hæfustu. menn ítarlega stefnuskrá í málefnum sjávarútvegs. byggðastefnu og húsnæöis- pólitík. Út á þessa stefnuskrá og út á þá staöreynd að við erum eini flokkurinn með pró- gramrn ætlum við okkur stóra hluti. Ég tcl ekkert frálcitt að spá því ef kosningar verða í vor að Alþýðuflokkurinn gæti orðið stærsti flokkur þjóðar- innar. Svavar Gestsson: Vonandi tekst að koma ríkis- stjórninni frá ■ Ríkisstjórnin rembist við að framkvæmda leiftursókn- arstefnuna þó að allar félags- legar og efnahagslegar stað- reyndir mæli á móti því að þessi stefna sé framkvæman- leg hér á landi - enn síður reyndar en annarsstaðar. Leiftursóknin kemur fram í eftirfarandi m.a. I. Vextireru hækkaðir - þó er augljóst að vaxtaokrið veldur fyrirtækj- ununt og einstaklingunum, cinkum þeini sem eru að -kaupa sér íbúðir, meiri vanda en nokkru sinni fyrr. 2. Verð- lag er gefið frjálst - enda.þótt Ijóst sé að það skapar hættu á því að það breytist smám saman í einokunarverömynd- un_sem birtist fólki í okurverði á lífsnauðsynjum. 3. Niður- greiðslur á landbúnaðarvör- um eru lækkaðar enda þótt það skapi aukinn vanda í útflutningsuppbótum á land- búnaðarafurðir. 4. Lagður er á sjúklingaskattur sem kemur fantalega niður á öldruðum, sjúkum ogfötluðum. 5. Skatt- ar eru lækkaöir á þeint fyrir- tækjum sem liafa besta af- komuna á sama tíma og fram- leiðsluatvinnuvegirnir berjast í bökkum. 6. Húsnæðislán _eru að vísu hækkuö-en engir peningar eru til fyrir hækkun- inni. Vextir af húsnæðislánum hækka svo mikið að öll hækk- unin hverfur sem dögg fyrir sólu. 7. Tillögur Alþýðu- bandalagsins um framlög til dagvistarmála eru felldar enda þótt gerðar séu tillögur um tekjuöflun á móti. 8. 'Kjarasamningar eru bannaðir með lögum og enn er gert ráð fyrir því að þrengja svigrúm til kjarasamninga með því að banna áfram veröbætur á laun. 9. Hernaðarfram- kvæmdireru áuknar. Bætt við tveimur nýjum herstöövum á meðan aðrar þjóðir leggja áherslu á að draga úr vígbún- aði. 10. Geröur er samningur við Alusuisse án þess að láta reyna á til þrautar og álverið fær stækkun í forgjöf. Tillögur um að verja ávinningi þeirrar hækkunar . sem fæst vegna undirbúnings- starfs fyrrverandi iönaðarráð- herra til að lækka húshitunar- kostnað eru felldar á Alþingi. Gert er ráð fyrir hækkun á þjónustu allra raforkufyrir- tækja nú á næstu dögum. II. Ríkisstjórnin sagðist ætla að minnka erlend lán en tekur nú erlend lán til eyðslu og veðset- ur þannig framtíð barnanna okkar. 12. Ríkisstjórnin þótt- ist ætla að stöðva verðbólguna en magnar nú verðbólgubálið þannig að verðbólguhraðinn er þegar kominn talsvert yfir 80%. 13. Ríkisstjórnin ætlaði að halda genginu föstu - cn hefur þegar fcllt það langt umfram kostnaðarhækkanir í þjóðfélaginu - og án þess að verðbætur komi á laun fyrir gengislækkunina. Ætli það sé undarlegt þó að ég - í framhaldi af þessari upptalningu - segi eins og flestir landsmenn um þessi áramót: Ríkisstjórnina burt - það er aðalatriðið. Vonandi tekst að koma lienni frá á árinu 1985. Guðmundur Einarsson: Stærstu verkefn- in eru þjóðfélags- legt réttlæti og sjálfsvirðing ■ Ef við lítum í kring uni okkur í nútíöinni cr margt scm vekur athygli. Gainla llokkakcrfJð er að daga uppi eins og tröllkcrlingar í dag- renningu. IVlcnn grípa þar til gamaldags aðferða svo scm hlægilcgrar persónudýrkunar og fjórflokkarnir styðja hver við hakið á öörunt, t.d. í hankaráðskosningunum fyrir jól. Þar sannaðist á Alþýðu- llokknum að bcr er hver að baki ncma sér bróður eigi. Sjálfstæöisflokkurinn er á kafi í innanhúsarkitektur á ríkisstjórnarheimilinu. Það er náttúrlega fullkom- lega eölilegt að mcnn greini á í pólitík utan stjórnar og innan, en ósamlyndið vcldur þreytu og áhugaleysi sem gerir stjórnina óvirka. Þess vegna er hún búin að vera. Stærstu verkcfnin framund- an eru auðvitað þau sem varða þjóðfélagslegt réttlæti og sjálfsvirðingu fólksins í land- inu. Þar á ég við þaö að frískt fólk á aö geta unnið fyrir fjölskyldum sínum og að þaö er nauðsynlegt að gcra endur- bætur á skattakerfi, húsnæðis- lánakerfi og lífeyriskerfi. Á þessum sviðum er ríkisvaldið beinlínis að framfylgja mis- rétti og.óréttlæti sem er svo gífurlogt að hagsmunapotar- arnir í fjórflokkunum munu aldrci geta leiðrétt það. Ann- að mjðg mikilvægt verkefni er uppbygging atvinnulífs. Þar verður Alþingi að mynda far- vegi sem-geta gert fólki kleift að bjarga sér sjálft án þess að þurfa sífellt að þiggja bón- bjargir við borð stjórnmála- manna sem virðast telja það hlutverk sitt að stofna sjálfir gjaldþrota fyrirtæki á heima- slóðum. Ef menn fara rétt nteð þá þekkingu og þrautseigju sem þessi þjóð hefur safnað sér í þúsund ár þá hlýtur að fara vel. á endanum, cn þá mega stjórnvöld ekki þvælast fyrir. Að síðustu gleöst ég fyrir hönd framsóknarmaddöm- unnar sem plataði lyklavörö- inn ogskaut sálinni hansTóm- asar síns inn um gullna hliðið í árslok,- Þorsteinn Pálsson: ... þá getum við horft með bjart- sýni tH framtíðar ■ Það er Ijóst að verðbólga hefur farið vaxandi á nýjan lcik og cf ekkert verður að gert heldur hún áfrant að vaxa. Eins og sakir standa þá stefnir í talsvcrðan viðskipta- halla og höfuðatvinnugrein- arnar eiga við býsna mikil vandamál að ctja. Á hinn bóginn cr Ijóst aö erfiðleikar sjávarútvcgsins lcysast ekki áeinni nóttu. Þeireru flóknari en svo. Þó að þessi niynd sé dökk þá er ástæöulaust aö æðrast og viö höfum ýnisa möguleika til þcss að brjótast út úr þeirri erfiöu stöðu sem viö erunt í og það sem skiptir meginmál er í iyrstii lagi það að leggja grundvöll að verndun kaup- máttar og alhliða samkomu- lagi um launauppgjör á næsta ári. Það er alveg Ijóst að hvorki þjóðfélagið, heimilin né fyrirtækin þola langvinn verkfallsátök eða samnings- niðurstöður af santa tagi og á þessu ári. Þess vegna verður aö leita nýrra leiða til lausnar á þeim viðfangsefnum. Það hlýtur að vera citt meginverk- efni næsta árs. í öðru lagi þarf að hleypa af stað þeim ráð- stöfunum sem óhjákvæmileg- ar eru til þess að efla atvinnu- líf að því er varðar aukið lánsfjármagn til atvinnuveg- anna og þær kerfisbreytingar sem óhjákvæmilegar eru til þess að stuðla að þeirri þróun. I þriðja lagi þurfa menn síðan að gera þær ráðstafanir í p.en- ingamálum sem nauðsynlegir eru ætli menn að konta bönd- um á þróunina. í stórum dráttum eru þetta þau verkefni sem við blasa og ef um þau tckst mikil og góð samstaða þá getum við snúið hlutum til betri vegar og horft með nokkurri bjartsýni til framtíðarinnar, þó syrt hafi í álinn. ,

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.