NT - 27.02.1985, Blaðsíða 1

NT - 27.02.1985, Blaðsíða 1
Stíf fundahöld í sjómannadeilu Frystitogarar frágengnir og lífeyrissjóður bátasjómanna Tilboð í Kringlu- mýrarbrú opnuð: 7 milljónum undir kostn- aðaráætlun ■ Lægst tilboöa í byggingu brúar yfir Kringlumýrarbraut, sem opnuö voru í gær, hljóöar upp á 32 milljónir 153 þúsund 451 krónu og kemur frá verk- takafyrirtækinu Hábæ. Ljóst verður innan tíu daga hvaða tilboði vcrður tekið en alls voru opnuð í gær 5 tilboð sem komust áfram úr forvali. Bent S. Einarsson annar framkvæmdastjóra Hábæjar sagð- is telja líklegl að þeir fengju verkið og þá hæfust fram- kvæmdir í byrjun mars og yrði lokið í desember. Kostnaðar- áætlun Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar fyrir bygg- ingu brúar yfir Kringlumýrar- braut hljóðar upp á 39 milljónir 131 þúsund 809 krónur. kanna starfsemi þeirra. Telja bankar og sparisjóðir sig bundna þagnarskyldu um hagi við- skiptavina sinna. Þetta kom fram í svari við- skiptaráðherra Matthíasar Á. Mathiesen við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um útlán banka og sparisjóða en hún vildi fá upplýs- ingar um ýmsa þætti bankamála því það varðaði hag alls almenn- ings hvernig þessar lánastofnanir væru reknar. Spurði Jóhanna hver hefði verið heildarfyrirgreiðsla viðskiptabanka og þriggja stærstu sparisjóðanna til fimm stærstu lántakenda einstakra banka og sparisjóða í árslok 1983 og 1984. Einnig spurði hún hvert hefði verið hlutfall heildarfyrirgreiðslu hvers lánsþega um sig af eigin fé stofnunarinnar; hvort þar sé um að ræða lántakendur, einn eða fleiri, sem séu svo fjárhagslega tengdir öðrum lántakendum stofn- unarinnar að skoða beri heildar- fyrirgreiðslur til þeirra í einu lagi og loks hvernig fyrirgreiðslan hafi verið tryggð í hvert skipti. Viðskiptaráðhcrra kvaðst hafa sent bankaráðum þessar fyrir- spurnir og fengið fyrrgreind svör og hefði hann ekki neinu við þau að bæta. Jóhanna sagði að þessi leynd skapaði tortryggni og þyrfti að Hort með f jöltef li ■ Tékkneski skákmeistarinn Vlustimil Hort reyndi sig við 40 andstæðinga á fjöltefli í íþróttahúsinu í Hafnarfírði í gærkvöldi. Þegar NT fékk síðast fréttir af gangi mála, um kl. 22.30, var engri skák lokið, en jafnvel talið, að fjórir hefðu betri stöðu en StÓrmeÍStarÍnn. NT-mjnd Sverrir Jón var væntanlegur á fund samninganefndarmanna seint í gærkvöldi. Ekki voru ræddir kaupliðir á samningafundi deiluaðila í gær, en verið var að afgreiða önnur mál sem byrjað var að ræða í gær. Guðlaugur Þorvaldsson sátta- semjari gekk á fund ráðherra í gærdag. Ekki er vitað hvað þeim fór á milli. Það sem þegar hefur tekist samkomulag um eru málefni frystitogaranna, og ejnnig mun faTlist á að bátasjómenn greiði í framtíðinni af öllum launum sínum í lífeyrissjóð. Sjá nánar um samninga sjó- manna bls. 4. Bankar og sparisjóðir: rjúfa þessa samtryggingu bank- anna. Hægt hefði verið að svara þessu án þess að brjóta trúnað því ekki hefði verið spurt um nöfn. Lagði hún til að ákvæði yrði í nýjum bankalögum sem tryggði að Alþingi fengi upplýsingar af því tagi scm hér hefði verið spurt um um stöðu banka. Halldór Árnason stjórnarmaður Kísilmálmvinnslunnar: Kísilmálmverksmiðjan verði reist sem fyrst - og ekki beðið lengur eftir útlendingum ■ Halldór Árnason stjórnar- maöur í Kísilniálmvinnslunni lagði það til á fundi stjórnarinn- ar í gær, að hún skoraði á iðnaðarráðherra að leita nú þegar heimildar ríkisstjórnar- innar til að hefja byggingu kísilmálmverksmiðju á Reyð- arfirði á grundvelli núgildandi laga, þannig, að unnt væri að hefja framkvæmdir á komandi vori. Þá lagði Halldór til að kannaður yrði áhugi innlendra aðila, annarra en ríkisins, á eignaraðild að verksmiðjunni. „Það, sem mér finnst skipta máli, þegar rætt er um kísil- málmverksmiðjuna, er að endurteknir útreikningar og at- huganir sýna, að hún getur verið vænlegur orkunýting- arkostur. Fjárfestingar vegna ' kísilmálmverksmiðjunnar eru samtals um 110 milljónir bandaríkjadala, þar af um 50 milljónir í raforkuframleiðsl- unni. Við höfum þegar fjárfest í raforkukerfinu, en það er hikað við að fjárfesta í verk- smiðjunni sem er nauðsynleg forsenda fyrir arðsemi fjár- festingar á raforkunni. Með þetta í huga eru veigamikil þjóðhagsleg rök fyrir að gang- setja verksmiðjuna sem fyrst," sagði Halldór í samtali við NT í gær. Halldór sagði, að tillaga hans hefði ekki fengið undirtektir hjá öðrum stjórnarmönnum, sem vildu bíða eftir úrslitum úr könnun á vilja erlendra aðila til að eiga og reka fyrirtækið með okkur. Hins vegar sagðist Hall- dór meta þær upplýsingar, sem hann hefði á þann hátt, að sáralitlar líkur væru á því, að erlendur eignaraðili fyndist á næstu mánuðum. NEI - Engar upplýsingar ■ Það var allsérstakur farþegi sem tók sér far með einni af flugvélum Arnarflugs í gærkvöldi. Þessi farþegi var selur sem villtist upp að ströndum Hollands fyrir nokkru. Fyrirhugað er að fljúga með selinn til Akur- eyrar og sleppa honum þar á næstunni. Þetta er í annað sinn sem hollenski selaspítalinn sendir sel til íslands, þar sem honum er sleppt. NT mynd: Svcrrir Mannslátið á Grettisgötu: Konan játar ryskingar Maðurinn ber aðra sögu ■ Konan sem hundtekin var vcgna rannsóknar á dánarorsök Sigurðar Breiðfjörð Ólafssonar ber við vitnaleiöslur að kunn- ingi hennar sem jafnframt situr inni vegna málsins hafi lcnt í ryskingum við Sigurö á föstudagskvöld. Maöurinn neitar sann- leiksgildi þeirrar frásagnar aftur á móti alfarið og er enn ekki Ijóst hvcrnig áverkar þeir sem lík Sig- urðar bar liafa komiö. Þá hefur krufning enn ekki leitt í Ijós hver raunveru- leg dánarorsök er. Yfirheyrslur vegna þéssa ntáls héldu áfram í gærkvöld. ■ Samningafundur sjómanna og útgerðarmanna stóð enn yfir þegar NT fór í prentun í nótt. Illjóðið í samningamönnum var gott, og sögðu viðmælendur NT að eitthvað hefði miðað í samn- ingsátt þó að hægt færi. Jón Sigurðsson fulltrúi ríkis- stjórnarinnar í viðræðum við samninganefndirnar hafði átt fundi með forvígismönnum samninganefndanna. í samtali NT við Jón varðist hann allra frétta af gangi viðræðnanna. En Háskólaút' varp sent í nefnd ■ Nefndarálit undir- búningsnefndar fyrir Háskólaútvarp var lagt fyrir Stúdcntaráð í gær, og vísaði ráðið því til mennta- málanefndar sinnar. Þá verður álitið lagt fyr- ir fund Háskólaráðs á fimmtudag, og kannað hvort vilji er hjá hásköla- I yfirvöldum til aðeigasant- ' vinnu við stúdenta um slíkan útvarpsrekstur. ■ Bankar og sparisjóðir neita ail upplýsa Alþingi um starfsemi sína og tclja sér livorki heimilt eða skylt að svara fvrirspurnum frá einstökum þingmönnum eða nefndum Alþingis nema skipaðar séu sérstakar rannsóknarnefndir af löggjafarsamkomunni til að

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.