Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

NT

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
NT

						Alafossi sleppt en
vitað um smyglið!
„Smygl"hólf in voru tóm - Leitað í gámum í nótt
¦ Þrátt fyrir að leit um
borð í Álafossi hafí verið
hætt síðdegis í gær töldu
tollyfirvöld sig enn fullviss
um að tollskyldum smygl-
varningi hafi verið skipað
um borð í Álafoss í erlendri
höfn. Þá staðfesti Kristinn
Ólafsson tollgæslustjóri í
samtali við NT að leit í öllum
hugsanlegum hólfum skips-
ins tæki langan tíma og langt
því frá að tekist hafi að Ijúka
henni.
Seint í gærdag fundu toll-
verðir hólfí vélarrúmi skips-
ins sem ekki voru í skipinu
síðast þegar leitað var í því
og telur tollgæslustjóri
möguleika á að í þessu hólfi
hafi varningurinn verið
falinn. Má þá ætla að honum
hafi annað tveggja verið
komið í land með öðru skipi
eða að skipverjar hafi laum-
að varningnum í sjóinn með-
an leitað var.
Um 150 gámum var skipað
frá borði í gærkvöldi undir
ströngu eftirliti tollvarða sem
væntanlega ætla ekki að láta
það henda aftur sem gerðist
fyrir fáeinum árum við svip-
aðar kringumstæður að einn
gámurinn úr Álafossi hvarf
eftir að í land var komið.
Álafoss hefur oft áður leg-
ið undir grun vegna smygls
og í mörgum þeim tilvikum
hefur tollgæslan fundið það
sem að var leitað. Þó minnast
menn þess atviks þegar þyrla
var send út í Álafoss þar sem
hann var á leið í land og höfð
uppi mikil en árangurslaus
leit í skipinu að varningi sem
tollgæslan taldi að væri um
horð.
Geir býður sig
fram næst líka
- hafnaði í sjöunda sæti
síðast. Tímaritið Mannlíf
¦   Geir Hallgrímsson, utanrík-
isráðherra, hyggst gefa kost á
Jóhann vann
de Firmian
¦ Jóhann Hjartarson
vann de Firmian í 4. um-
ferð skákmótsins í Kaup-
mannahöfn í gær. Helgi
Ólafsson á jafnteflislega
biðskák gegn Bent
Larseri.
Smyslov vann Svíann
Karlsson og efsti maður
mótsins Pinter gerði jafn-
tefli við Curt Hansen.
Helgi Ólafsson vann í gær
biðskák sína við Hansen
úr 3. umferð. Helgi hefur
því 2 vinninga og biðskák
og Jóhann 2V4 vinning að
loknum fjórum umferð-
um.
sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins fyrir næstu kosningar, en
álitið var að hann mundi draga
sig í llk'.
Þetta kemur m.a. fram í við-
tali við Geir í tímaritinu Mann-
líf sem kemur út í dag. I viðtal-
inu segir Geir að hann vonist til
þess að „hann hafi traust kjós-
enda", en í síðasta prófkjöri
varð Geir í sjöunda sæti, og
náði ekki á þing, en situr sem
utanríkisráðherra og svokallað-
ur „oddviti ráðherra Sjálfstæðis-
flokksins".
í viðtali Mannlífs minnist
Geir á ríkisstjórnina og segir að
hún geti nagað sig í handabökin
fyrir að hafa ekki dregið úr
spennu og þenslu á vinnu-
markaðnum - það hafi valdið
yfirborgunum og almennum
kaupkröfum sem útflutnings-
atvinnuvegirnir hafi ekki staðið
undir.
Skurðgröftur í Vatnsmýrinni:
¦   „Það er verið að snyrta og fegra hérna í kring," voru einu upplýsingarnar sem fengust
um skurðgröft Flugmálastjórnar.
NT-mynd: Ami Bjarna.
Jón Baldvin:
Danir og Norðmenn ættu
að segja sig úr NATO
- ef þeir vil ja kaupa f rið við Rússa og biður jaf nf ramt Finna af sökunar!
¦ Jón Baldvin Hannibalsson
var án efa maður dagsins á þingi
Norðurlandaráðs í gær þótt
hann eigi ekki sæti í íslensku
þingnefndinni. Hann hefur
vakið mikinn úlfaþyt meðal
jafnaðarmanna á Norður-
löndunum með ummælum sín-
um um stöðu þessara landa í
afvopnunarmálum í grein sem
ekki hefur enn birst opinberlega
en skandinavískir fréttamenn
hafa fengið að vita innihaldið í.
í greininni ásakar Jón sænska
utanríkisráðherrann um að
þykjast hvorki heyra né sjá þótt
Eystrasaltið sé fullt af kafbátum
og hann segir að Finnar séu í
sömu aðstöðu og Afganir. Þeir
séu hlutlaust smáríki á landa-
mærum Gulagsins og allir viti
hvernig hafi farið fyrir Afgön-
um. Undirstrikar hann að eina
leiðin til þess að fjarlægja kjarn-.
orkuvopn sé gagnkvæmir samn-
ingar og segir hann að einhliða
yfirlýsingar um að hætta frekari
hervæðingu séu til þess eins
fallnar að slá vopnin úr höndum
.okkar áður en sest sé að samn-
ingahorði og þar með að eyði-
leggja samningsstöðu lýðsræðis-
ríkjanna.
Skandinavískir blaðamenn
gerðu harða hríð að Jóni Bald-
vin er hann leit inn í Þjóð-
leikhúsið í gær og þar lýsti hann
því yfir að hann hefði aldrei
notað orðin Finnlandisering um
viðskipti Finna og Sovétmanna
og því gæti hann ekki beðið
Sorsa, forsætisráðherra Finna,
afsökunar á því orðalagi en
honum þætti leitt að þessi mis-
skilningur hefði komið upp.
Þessi ummæli á Jón Baldvin að
hafa viðhaft í sjónvarpsþætti í
desember s.l. og munu þau hafa
verið ástæðan fyrir því að for-
sætisráðherra Finnlands af-
þakkaði að koma í boð íslenskra
jafnaðarmanna á mánudags-
kvöldið sem leið.
í gærkvöldi skoðaði Jón hins
vegar áðurnefndan sjónvarpsþátt
og í kjölfar hans hefur Jón
ákveðið að biðja Sorsa afsökun-
ar á u'mmælum sínum, sem
munu hafa verið rétt eftir höfð
eftir allt saman.
Gagnrýndi Jón Baldvin jafn-
aðarmenn fyrir að hafa dregið í
land í öryggismálapólitík sinni
en     íslenskir    jafnaðarmenn
standi fast við þá pólitík sem
þeir mörkuðu í þessum málum
1979. Sendir hann Anker Jörg-
ensen og Gro Harlem Brundt-
land tóninn í fyrrnefndri grein
þar sem segir að „ef einstaka
þjóðir vilja taka sig út úr og
kaupa sér firð við Rússa á kostn-
að frelsis og mannréttinda lvð-
ræðisríkjanna, þá ber þeim ein-
faldlega skylda til að segja sig úr
NATO."
Sjá nánar um viðbrögð fjöl-
miðla á Norðurlöndum á bls. 3.
Tjörninni
breytt í
forarpytt?
¦ „Það er verið að eyði-
leggja perlu Reykjavíkur,"
sagði Þórleifur Einarsson
jarðfræðingur í gær. Þarátti
hann við tjörnina, því ef
ekki verður gripið til skjótra
aðgerða er hætta á að fugla-
lífi í miðbæ Reykjavíkur
verði útrýmt og tjörnin, sem
er heimsfrægt einkennis-
merki Reykjavíkurborgar,
breytist í forarpytt.
Það er skurðgröftur í
Vatnsmýrinni, sem ógnar
fuglalífinu. Skurðir voru
grafnir að tilstuðlan Flug-
málastjórnar, en tilgangur-
inn er ekki Ijós. „Það er
bara verið að snyrta og fegra
hérna í kring," sagði einn
starfsmaður Flugmálastjórn-
ar í gær, en vísaði að öðru
leyti til flugmálastjóra. Ekki
tókst að ná tali af honum í
gær.
Sérfræðingar segja að
skurðirnir þurrki upp Vatns-
mýrina og eyðileggja varp-
stað fuglanna, sem setja nú
svip sinn á miðbæinn og
tjörnina.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24