Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

NT

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Tķminn


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
NT

						Miðvikudagur  8. maí 1985   21
Útlönd
Sigurdagurinn í
40 ár f rá stríðslokum
Bandamenn f agna sigri, hver með sínum hætti
London-Reulcr:
¦ Fögnuður bandamanna úr
heimsstyrjöldinni síðari var
ekki alveg samhljóma er þeir
hófu í gær 40 ára afmælishátíð-
ina vegna ósigurs Þýskalands.
Hátíðahöldum verður haldið
áfram vestan megin járntjalds í
dag, sem er sigurdagurinn í
Evrópu, en á morgun fagnar
Moskva sigri sovésku þjóðar-
að þau óttuðust að þau yrðu
hugsanlega notuð til þess að
reka áróður gegn vesturveldun-
um.
Opinberir fjölmiðlar í Austur-
Þýskalandi, sem og í Sovétríkj-
unum og öðrum austantjalds-
löndum, hrósuðu herafla
Sovétmanna mjög og kváðu
hann hafa ráðið úrslitum um
sigurinn yfir Hitler. Hrósinu í
Draumurinn búinn. Nasistar leggja niður vopnin.
innar í hinu mikla stríði í þágu
fósturjarðarinnar, 1941-45.
NATO-löndin, sem vilja
beina athyglinni að endurfund-
um gamalla óvina, virtu hátíða-
höldin í Austur-Þýskalandi í
gærkvöldi að vettugi vegna þess
garð herja Breta og Bandaríkja-
manna var aftur á móti frekar
stillt í hóf.
Fulltrúar Bandaríkjanna,
Bretlands og Frakklands
ákváðu að taka hvorki þátt í
austur-þýsku athöfninni í gær-
kvöld né hersýningunni sem
fram fer í dag. Bandamenn
Rússa, Ungverjaland, Tékkó-
slóvakía, Búlgaría og Rúmenía,
fagna frelsun sinni undan fas-
ismanum með skrúðgöngum,
sýningum og sérstökum frí-
merkjaútgáfum.
Bretar og Frakkar senda
sendiherra sína til geysimikillar
hergöngu í Moskvu á morgun
en hún mun kóróna hátíðahöld-
in í Sovétríkjunum.
Bandarísku og vestur-þýsku
sendiherrarnir munu á hinn
bóginn einungis verða viðstadd-
ir athöfnina þegar blómsveigur
verður lagður á minnisvarða
óþekkta hermannsins.
Sá bandaríski mótmælir því
með fjarveru sinni að banda-
rískur majór var nýlega skotinn
á bannsvæði sovéska hersins í
Austur-Þýskalandi, en auk þess
telja sendiherrarnir að hergang-
an muni fremur vekja upp gaml-
an fjandskap en verða tilefni
friðar og sátta.
í gær fögnuðu franski forsæt-
isráðherrann og varnarmála-
ráðherrann uppgjöf þýska hers-
ins í Reims, 7. maí 1945.
Breski utanríkisráðherrann
tók þátt í athöfn í sovéska
sendiráðinu í gær og segja
breskir embættismenn að nær-
vera hans þar sýni að bresk
stjórnvöld vilji gjarnan hlýrri
samskipti við Sovétríkin.
Sigur í sjónmáli. Bandarískir og sovéskir hermenn hittast við Elbu 25. apríl 1945.
Bretar halda hátíðastemmn-
ingunni í lágmarki til þess að
Þjóðverjum sárni ekki og vilja
ekki líta út fyrir að vera þeim
andsnúnir, að sögn embættis-
manna. Elísabet drottning og
2000 gestir munu sækja guðs-
þjónustu í Westminster Abbey
kirkjunni í London í dag.
Reagan Bandaríkjaforseti
mun ávarpa Evrópuþingið í
Strasborg í Frakklandi og segja
embættismenn í Hvíta húsinu
að hann muni leggja áherslu á
góð samskipti Bandaríkjanna
og Evrópuþjóða síðan stríðinu
lauk.
Stjórnvöld í Bonn munu einn-
ig halda opinberum athöfnum í
lágmarki. Helmut Kohl kanslari
mun sækja guðsþjónustu í
dómkirkjunni í Köln en hún er
ein fárra bygginga sem ekki
hrundu til grunna í sprengjuár-
ásunum í stríðinu.
Minniháttar minningarat-
hafnir eru fyrirhugaðar í Banda-
ríkjunum, Noregi, Danmörku
og Belgíu og engir meiriháttar
viðburðir í Kanada, Ástralíu
og Nýja-Sjálandi.
Hins vegar verður mikið um
dýrðir í Frakklandi, sem Þjóð-
verjar hernámu árið 1940, og í
Hoílandi, en Hollendingar
fengu að finna harkalega fyrir
nasistum.
Mitterrand,        forseti
Frakklands, sendi stjórnvöldum
í Moskvu þakkar- og vinar-
kveðjur í tilefni dagsins. Hann
sagði að Sigurdagurinn væri
frönsku og sovésku þjóðunum
jafn kær og bætti því við að
Frakkar væru ekki búnir að
gleyma fórnum sovésku þjóðar-
innar í baráttunni við nasism-
ann, en minnti á að fórnir
beggja þjóðanna hefðu ekki
verið til einskis.
Erfið herseta:
21 ísraelshermaður
hefur framið sjálfs-
morð í Suður-Líbanon
Tel Aviv-Reuter:
¦ Yitzhak Rabin varnarmála-
ráðherra ísraels hefur upplýst
að 21 ísraelskur hermaður hafi
framið sjálfsmorð í Suður-Lí-
banon frá því að ísraelsmenn
réðust inn í Líbanon árið 1982.
Hann segir að mikið álag og
aðstæður við hermennskuna séu
meðal þeirra ástæðna sem hafi
i l ttjói: Rífiai Bik	\irsson »J St*ji B. Jonsdottit
leitt til þess að hermennirnir
gripu til þessa örþrifaráðs.
I viðtali við ísraelska sjón-
varpið sagði hann að fyrstu
niðurstöður rannsóknar á sjálfs-
morðunum bentu til þess að það
væri samband á milli streitu hjá
hermönnunum við herþjónust-
una í Suður-Líbanon þótt hon-
um væri ekki að fullu ljóst
hvernig þetta samband væri.
Almenningur fékk fyrst að
vita um þessi sjálfsmorð her-
mannanna eftir að vinstrisinn-
aður stjórnarandstöðuþingmað-
ur bar fram fyrirspurn í ísrael-
ska þinginu.
Alþjódabanda-
lag gegn AIDS?
Genf-Reuter:
¦ Margaret Heckler heil-
brigðisráðhera Bandaríkj-
anna hvatti í gær til alþjóða-
bandalags gegn sjúkdómnum
AIDS á ársfundi Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar
sem nú stendur yfir í Genf.
Hún sagði að baráttan
gegn AIDS, sem brýtur niður
ónæmiskerfi líkamans, væri
efst á listanum hjá banda-
rískum heilbrigðisyfirvöld-
um. Heckler sagði að Banda-
ríkjamenn hefðu náð mikl-
um árangri í rannsóknum á
vírusnum sem veldur AIDS
en hann var fyrst greindur
fyrir fjórum árum. Samt væri
mikið starf enn óunnið þar til
hægt yrði að finna lækningu
við sjúkdómnum.
Ráðherrann sagði enn-
fremur að á ráðstefnu í
Bandaríkjunum      fyrir
skömmu hefði hún lofað að
bjóða heilbrigðisráðherrum
allra landa til að sameinast í
alþjóðabandalagi     gegn
AIDS þar sem þjóðir heims
myndu skiptast á upplýsing-
um um niðurstöður rann-
sókna á sjúkdómnum. Hún
sagðist vona að með þessu
móti myndi takast að gera
AIDS að sjúkdómi fortíðar-
innar.
Fella Japanir
niður tolla á
Ú9
Brussel-Reuter
¦ Háttsettur japanskur
embættismaður, sem ekki
vildi láta nafns síns getið,
skýrði fréttamanni Reut-
erfréttastofunnar frá því
að Japanir myndu hugsan-
lega afnema alla tolla af
iðnaðarvarningi áður en
langt um liði.
Embættismaðurinn
sagði að japanska ríkis-
stjórnin hefði nú í undir-
búningi að fella niður eða
lækka ýmsa tolla í júlí
næstkomandi. Hugsan-
lega yrðu þá allir iðnaðar-
tollar lækkaðir niður í
núll. Með þessu vildu Jap-
anir undirbúa jarðveginn
fyrir nýjar alþjóðaviðræð-
ur um viðskipti og tolla.
Viðskiptahagnaður Jap-
ana við útlönd var hag-
stæður um 45,6 milljarða
dollara á seinasta ári og
hafa mörg ríki í Evrópu
krafist þess að Japanir
auki innflutning sinn frá
öðrum ríkj um áður en við-
ræður umnýjaalþjóðlega
viðskiptasamninga verði
hafnar.
Blaðakóngur í sjónvarpsleik
New York-Reuter
¦ Ástralski blaðajöfurinn
Rupert Murdoch, sem á mörg
af stærstu og víðlesnustu blöð-
um heims, hefur nú ákveðið að
fara út í sjónvarpsrekstur þar
sem hann hefur keypt sjö
bandarískar sjónvarpsstöðvar
fyrir tvo milljarða dollara (85
milljarða ísl. Ícr.).
Murdoch stofnaði fyrirtæki
ásamt bandaríska olíuauðkýf-
ingnum Marvin Davis til að
kaupa sjónvarpsstöðvarnar.
Þær eru í Los Angeles, Chicago,
New York, Washington,
Dallas, Houston og Boston.
Samkvæmt bandarískum lög-
um verður Murdoch nú að ger-
ast bandarískur ríkisborgari þar
sem aðeins Bandaríkjamenn
hafa leyfi til að reka sjónvarps-
stöðvar í Bandaríkjunum.
Hann hefur nú þegar lýst því
Spænskir sósíalistar
enn langvinsælastir
Madrid-Reuter
¦ Samkvæmt nýrri skoðana-
könnun á hug spænskra kjós-
enda myndu sósíalistar vinna að
nýju kosningasiguref kosningar
yrðu haldnar nú á Spáni. Hins
vegar myndi meirihluti kjós-
enda hafna áframhaldandi aðild
að NATO þótt stjórn sósíalista
hafi nú áframhaldandi NATO-
aðild á stefnuskrá sinni.
Samkvæmt skoðanakönnun-
inni fengju sósíalistar 40,8%
atkvæða sem er 5,2% fylgistap
frá því í kosningunum 1982. En
fylgistap aðalstjórnarandstöðu-
flokksins er samt miklu meíra.
Hið íhaldssama Alþýðubanda-
lag, sem er undir forystu Man-
uel Fraga, fengi aðeins 13% í
kosningum nú á móti 25,3%
árið 1982.
Miðflokkurinn undir forystu
Adolfo Suarez fyrrverandi for-
sætisráðherra fengi aðeins 5,3%
og kommúnistar 4,4%.
Könnunin náði til 1.290 kjós-
enda, sem voru valdir af handa-
hófi. 54% þeirra lýstu yfir and-
stöðu við aðild að NATO, 19%
vildu halda áfram aðild að
bandalaginu og önnur 19% voru
óákveðin. Fyrir síðustu kosn-
ingar lýstu sósíalistar sig and-
snúna áframhaldandi aðild að
NATO en Gonzales forsætis-
ráðherra breytti síðar þessari
afstöðu og segist nú stefna að
því að halda Spánverjum áfram
í hernaðarbandalaginu.
yfir að hann muni fljótlega
sækja um bandarískan ríkis-
borgararétt.
Murdoch verður nú að selja
eitthvað af bandarískum dag-
blöðum sínum.sem eru í borg-
unum þar sem sjónvarpsstöðv-
arnar eru,þar sem sami aðilinn
má ekki eiga bæði sjónvarpsstöð
og dagblað í sömu borginni
samkvæmt bandarískum lögum.
Selji hann ekki dagblöðin verð-
ur hann að selja sjónvarpsstöðv-
arnar aftur til annarra aðila.
Hann mun þannig hafa ákveðið
að selja sjónvarpsstöðina í Bost-
on fyrir 450 milljónir dollara til
Hearst-samsteypunnar en í
Boston á hann dagblað sem
heitir „The Herald".
Murdoch verður líka að at-
'huga blaðaútgáfu sína í New
York þar sem hann á m.a. The
New York Post og í Chicago þar
sem hann á dagblaðið Sun-
Times. Meðal annarra stórra
dagblaða sem Murdoch á má
einnig nefna The Times of
London í Bretlandi og The
Australian í Sydney á Ástralíu.
Strax fyrr á þessu ári þótti
ýmislegt benda til þess að Mur-
doch myndi ekki láta sér nægja
að standa að dagblaða- og tíma-
ritaútgáfu. Kaup hans á helm-
ingi alls hlutafjár í bandaríska
kvikmyndafyrirtækinu 20th
Century-Fox hafa vakið sér-
staka athygli. Er talið að hann
muni framleiða sjónvarpsefni
fyrir sjónvarpsstöðvar sínar í
kvikmyndaverinu.
Sænskt rafhjól
¦ Sænska fyrirtækið Berix Electric AB hefur hafið fram-
leiðslu á rafmótorhjólum sem hægt er að aka 60-100
kílómetra vegalengd á einni rafhleðslu með um 30 kílómetra
meðalhraða a klukkustund.
Svíar kalla þetta rafhjól sitt „Eloped". Rafvélin, sem knýr
farartækið áfram, var hönnuð í Bandaríkjunum og hún
gengur fyrir 24 volta rafhlöðu. Þyngd hjólsins er 56 kíló fyrir
utan rafhlöðuna.
Þetta sænska rafhjól mun verða selt á átta þúsund sænskar
krónur í Svíþjóð sem eru tæplega 35 þúsund íslenskar
krónur.
Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og
dísillyftara, ennfremur snúninga og hliðarfærslur.
Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara.
Flytjum lyftara, varahluta- og viðgerðaþjónusta.
Líttu inn - við gerum þér tilboð
Tökum lyftara í umboðssölu
LYFTARASALAN HF.,
Vitastíg 3, símar 26455 og 12452     ___|

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24