NT - 11.05.1985, Blaðsíða 1

NT - 11.05.1985, Blaðsíða 1
 Rússneska verksmiðjuskipið: Krafið um700.000 kr. björgunarlaun - sambandslaust við Moskvu vegna f riðardagsins ■ Áhrifa friðardagsins í Moskvu gætti á Siglufirði í gær. í tilefni friðardagsins var almennt frí í borginni og hún sambandslaus að mestu. Skipverjar rússneska verk- smiðjuskipsins Konstantin Olshanskiy sem strandaði við Siglufjarðarhöfn á miðviku- daginn urðu illilega fyrir barðinu á sambandsleysinu. Þeir þurftu að ná til Moskvu vegna kröfu um tryggingu fyrir björgunarlaunum, sem útgerðarfélag togarans Skjaldar gerði á hendur Konstantin. Krafan hljóðar upp á 700.000 krónur vegna aðstoðar. Bæjarfógeti Siglufjarðar Erlingur Oskarsson fór um borð í skipið með kyrr- setningarbeiðni og tókst að gera Rússunum skiljanlegt hvað um væri að vera þrátt fyrir nokkra tungumálaerfið- leika. Skipstjórinn gerði hvað hann gat til þess að ná til yfir- manna sinna, en eins og áður segir árangurslaust. Lyktir málsins urðu þær að Kons- tantin fékk að halda áfram til ísafjarðar, þar sem málið verður tekið fyrir ef ekki tekst að ná sambandi við Moskvu áður en komið ér til hafnar. Erlingur Óskarsson sagði í samtali við NT í gær að önnur krafa hefði komið fram á hendur skipinu rúss- neska, og er hún vegna skemmda á bátnum Dröfn sem skall utan í Konstantín, þegar verið var að aðstoða skipið. Vonir standa til þess að hægt verði að ná sambandi við Moskvu á morgun. Sendiherrann sovéski gat ekki reitt fram þá upphæð sem til þurfti. Spilakassar Rauða krossins: 39 milljón fimm- kallar í kassana - að verðmæti 195 milljónir. Rauði krossinn fékk 16,5% Verkbann í Svíþjóð? ■ Laust fyrir miðnætti í gærkvöldi frestuðu sáttasemjarar í Svíþjóð verkbanni á 80.000 opinbera starfsmenn sem þá átti að koma til framkvæmda, um tvær klukkustundir. Þegar blaðið fór í prentun var ekki enn Ijóst hvort af verkbanni yrði þótt flest benti til þess þar sem mikið greindi á milli. - sjá erlendar fréttir bls. 21 ■ Spilakassar Rauða kross íslands gáfu félaginu 32,1 milljón króna í tekjur árið 1984. Hannes Hauksson deildarstjóri fjármáladeildar Rauða krossins sagði að út- borgunarhlutfall í hverjum kassa væri 83,5 prósent. 16,5 prósent verða eftir í kössun- um. Alls munu því 195 mill- jónir króna hafa farið í gegn- um kassana. Sem þýðir að landinn hefur troðið 39 mill- jónum af fimm krónu pen- ingum í spilakassana árið 1984. NT mældi hversu lengi er verið að eyða nokkrum tug- um fimmkalla í spilakassa, og reyndisi meðaltalið vera í kringum 15 sekúndur á pening. Ársverk eru u.þ.b. 1700 klukkustundir (án kaffitíma). íslendingar hafa varið um 100 ársverkum við spilakassana síðasta ár, og er það meiri starfafjöldi en í mörgum stórum fyrirtækj- um. Nú hefur Rauði krossinn breytt spilakössunum á Reykjavíkursvæðinu þannig að þeir taka nú 10 króna peninga í stað fimm króna áður. Hannes Hauksson deildarstjóri sagði að í sumar væru væntanlegir spilakassar frá Finnlandi, sem væru svip- aðir þeim kössum sem fyrst voru fluttir til landsins nema hvað þessir yrðu elektrón- ískir. Morðsaga úr geimnum: í íslenska sjónvarpinu? ■ Aðöllumlíkindummun íslenka sjónvarpið sýna breska glæpamynd, „Morð- sögu úr geimnum“, í ágúst, ef samningar takast um sýn- ingarréttinn. Þetta væri ekki fréttnæmt ef ekki kæmi til að hér er um verðlauna- gátu að ræða, síðustu 10 mínútur myndarinnar verða ekki sýndar fyrr en nokkrum vikum síðar en aðalhlutinn og á meðan eiga sjónvarpsáhorfendur að spreyta sig á að leysa fjórar morðgátur, en myndin ger- ist um borð í geimfari. Til að fá sýningaréttinn verður íslenska sjónvarpið að sýna myndina á nákvæm- lega sama tíma og breska sjónvarpsstöðin svo engin skilaboð berist á milli land- anna. „Hugmyndin er sú að stefna verðlaunahöfum saman í sjónvarpssal þar sem sitthvað verði til skemmtunar. Við verðum þó varla eins rausnarlegir í verðlaunaveitingum og Bretarnir sem veita ein 100 verðlaun, þar á meðal 1. verðlaun sern verða flug með Konkordþotu til Bandaríkjanna og heim- sókn í NASA geimrann- sóknastofnunina," sagði Pétur Guðfinnsson frani- kvæmdastjóri sjónvarpsins í samtali við NT í gær, en hann kynnti hugmyndina fyrir útvarpsráði í gær og fékk grænt ljós á, að vinna að framgangi hennar. Æmtme - HHrÉ' M ' 1« ■ ■ "^SÍ1 öta flj \ WPB1 Vmájl - M§ . 1 gj^HE^HgHS^^H1 ■MHtoMÉjC t r \|jMé 1 ’ mHHL i/ j| : HH ý,'J■.i'-.-'á- : . ,W- HH ■ ■ « ■ Brúsarnir 53 sem gerðir voru upptækir af lögreglu í fyrrinótt. Starfsmenn rannsóknarstofu háskólans taka sýni úr brugginu. NT-mynd: Sverrir. „Stærsta bruggverksmiðja sem ég hef séð!" 1400 lítrar af landa í vörslu lögreglu innar ■ „Þetta er stærsta bruggverk- smiðja sem ég hef séð,“ sagði Arngrímur ísberg fulltrúi lög- reglustjóra í samtali við NT í gær. Verksmiðjan sem Arn- grímur talar um var gerð upp- tæk í fyrrinótt. Tveir menn á sextugs aldri hafa verið hand- teknir og stóðu yfirheyrslur yfir í gærdag. Alls lagði lögreglan hald á 53 plastprúsa sem inni- héldu 25 lítra hver af bruggi. Þá var eitthvað af bruggi á kolbum tilbúið til eimingar. Magnið er því alls um 1400 lítrar. Af eimuðum spíritus fundust nokkrar flöskur og reyndist magnið vera vel yfir 50 lítra. „Það er greinilegt að mennirnir hafa soðið í einhvern tíma og grunur leikur á að þeir hafi þegar selt umtalsvert magn af spíritus.“ Arngrímur fsberg vildi ekki kannast við að fíkni- efni tengdust málinu. Starfsmenn rannsóknarstofn- unar Háskólans voru í óða önn við að taka sýni úr brugginu og spíranum í gær í kjallara lög- reglustöðvarinnar. Ekki vildu starfsmennirnir viðurkenna að faglega væri að brugguninni staðið, en töldu hinsvegar að magnið bæri vott um vist fag- manns hugarfar. Mennirnir hafa verið úr- skurðaðir í gæsluvarðhald.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.