NT - 22.06.1985, Blaðsíða 1

NT - 22.06.1985, Blaðsíða 1
MMM. Þokuloft Hægtogmiltveður ■ Helgarveðrið verður hægt og hlýindi um allt land. Suðaustlægur blær leikur um landsmenn í dag, þó búast megi við strekkingsvindi viö suðurströndina. Á morg- un snýst vindur til norð- austurs. Þokuloft verður við norður- og austur- ströndina, og má búast við þoku á anmesjum en bjartara verður til landsins. Sólskins verður vart um Suðvesturland og Vesturland. Hitastig verð- ur á bilinu 7-14 gráður. 11-14°C 7-10°C Ö * Enginn fólksflótti úr fiskvinnslunni: jjAlt Irei fleir; a starfsfól Ik hjá Sai m- ban idsfi ystil lúsunum en núna“ JilP Þinglausnir ■ Og það þó fyrr hefði verið, hafa sjálfsagt margir þingmenn hugsað eftir maraþonþingfundi undanfarinna sólarhringa. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra beið a.m.k. ekki boðanna í gær eftir að Alþingi var slitið, og hélt ásamt fjölskyldu sinni í veiðitúr norður í land. Þessa mynd tók Árni Bjarna, af forsætisráðherrahjónunum í gær við undirbúning ferðarinnar. - segir Ámi Benediktsson framkvæmdastjóri Saltsí Idarkaupendur í Sovétríkjunum: Vilja fá síldina með óheyrilegum afslætti - viðræðum lauk snögglega í gær ■ „Ég þekki ekki vel til nema hjá Sambandsfrystihúsunum. Staðan hjá þeim nú er sú, að þar hefur aldrei verið fleira fólk starfandi, og þar hefur aldrei verið unnið í fleiri, flóknari og verðmætari pakkningar. Við jjekkjum því hreinlega ekki það vandamál að þurfa að vinna í ódýrari pakkningar. Ef það er til, þá er það annars staðar en hjá okkur. Þess vegna koma þessar fréttir mér ákaflega mik- ið á óvart.“ Þetta sagði Árni Benedikts- son framkvæmdastjóri hjá Framleiðni sf. um fréttir af manneklu og fólksflótta úr fisk- vinnslunni í landinu. Árni sagði, að tæknin innan- lands hefði gert Sambands- frystihúsunum kleift að verða við kröfum markaðarins. „Þessi þróun stendur ennþá yfir, og ég er ekki í neinum vafa um það, að með óbreyttu aflamagni, þyrftum við hjá Sambandsfrysti- húsunum að minnsta kosti 10-20% meira vinnuafl, eftir 1-3 ár. Það er áhyggjuefni hvernig við eigum að fá vinnuafl til að geta haldið þessari þróun áfrarn," sagði hann. Árni tók þó undir það, að nú vantaði fólk til starfa í fisk- vinnslunni, en það væri ekki meira en venjulega. Það hefði alltaf vantað fólk tímabundið í aflatoppum. Vandamálið væri hversu mismikið bærist af hrá- efni. Hann var hins vegar alger- lega ósammála því, að um nokk- urn fólksflótta væri að ræða úr fiskvinnslunni. Því tii staðfest- ingar nefndi hann, að störfum í fiskiðnaði hefði fjölgað um 24% frá 1978-1983, en þá voru heil störf 10522. Á síðasta ári er almennt talið, að þau hafi verið um 11 þúsund, en Árni sagðist vita, að það sem af væri þessu ári, hefði 15% fleira fólk verið starfandi hjá Sambandsfrysti- húsunum en árið 1983. „Ég veit ekki hvers vegna menn halda því fram, að það sé fólksflótti úr fiskvinnslunni, ég skil það ekki,“ sagði Árni Bene- diktsson. ■ Viðræðum um kaup og sölu á saltsíld til Sovétríkjanna lauk óvænt í gær, en sendi- nefnd síldarútvegsnefndar hefur átt í viðræðum við kaup- endur í nokkra daga í Moskvu. Skyndilega í gær fóru sovésku kaupendurnir fram á 22,5% heildarlækkun á öllum saltsíld- arfarminum. Þá vildu þeir einnig að hlutfall heilsaltaðrar síldar í farminum yrði 70%. Heilsöltuð síld er óunnin afurð og því hagstæðari í innkaupum fyrir Sovétmenn. Hlutfall heilsaltaðrar síldar var í fyrra 50% og árið þar áður 25%. Þessi skilyrði Sov- étmanna þóttu óaðgengileg, og lauk því viðræðum í gær eins og áður segir. Njáll Ingjaldsson skrifstofu- stjóri hjá síldarútvegsnefnd sagði í samtali við NT í gær að þetta væri mikið áfall fyrir seljendur hér á landi. í fimrn ára viðskiptasamn- ingi sem gerður var hér á landi við Sovétríkin, í apríl síðast- liðnum, var ákvæði um kaup á 200-250 þúsund tunnum af saltsíld á þessu ári. Matthías Á. Mathiesen við- skiptaráðherra fór utan, áleið- is til Moskvu í gærdag, og er væntanlegur þangað á mánu- dagsmorgun. Matthías er á leið til þess að ganga endan- lega frá heildarsamningnum, en þetta óvænta áfall getur sett strik í reikninginn. Matthías sagði í samtali við NT í gær að erfitt væri að meta hvað þetta hefði í för með sér, en hann vonaðist til þess að nýtt verð- tilboð kæmi frá kaupendun- um. „Það hafa áður verið erf- iðleikar í síldarsamningum, en dæmið hefur ævinlega gengið * upp, og við vonum að það geri það líka í þetta sinn,“ sagði Matthías.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.