Morgunblaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 9
A llir hafa snögga bletti. Einstaklingar glíma við þá ævina alla, flestir reyna að láta lítið á þeim bera, en aðrir gangast við þeim. Alveg fram á tækniöldina virtist íslenskt þjóðfélag gangast við kynlegum kvistum í samfélaginu. En svo var líkt og þeir hyrfu og ekki spyrðist til þeirra lengur. Íslendingar hafa verið mjög áhugasamir lesendur sjálfsævisagna, endurminninga- rita, samtalsbóka, skáldævisagna og ævisagna og glímt við þá mynd af einstakling- unum sem birtist á síðum þessara rita með margvíslegum hætti – en er frásögn af snöggu blettunum? Sigurður Gylfi Magnússon einsögufræðingur hefur lagt stund á rannsóknir á sjálfsævisögum í meira en áratug og kemur við sögu þeirra núna í haust, þar sem m.a. er fjallað um snögga bletti. Afi Sigurðar Gylfa, Helgi Magnússon (1872–1956) járnsmiður og kaupmaður í Reykjavík, safnaði myndum af sérkennilegu samferðarfólki sem hann fletti oft sér til ánægju. Hann velti oft fyrir sér örlögum þessa fólks. Löngu síðar tók Sigurður Gylfi að velta fyrir sér merkingu þessara ljósmynda: „Er hægt að sneiða hjá sögu ein- staklinganna á myndunum og þeim atvikum sem ljósmyndirnar sýna? Getur sá sem skoðar myndirnar bætt við eigin tilfinningum sem kvikna við skoðun? Er ljósmyndin sjálf einhvers virði, án þekkts samhengis við fólk, atburði og tíma?“ Sigurður Gylfi glímir við þessar spurningar í bók sinni Snöggir blettir sem Mið- stöð einsögurannsókna í ReykjavíkurAkademíunni og Ljósmyndasafn Reykjavíkur hefur nýverið gefið út. Hann reynir að komast að niðurstöðu án tillits til fyrirfram gefinna hugmynda um gang lífsins. Þetta er óvenjuleg tilraun fyrir sagnfræðing en Sigurður er þess fullviss að hver maður og hvert mannanna verk eigi sér snögga bletti. „Ég hafði hug á að bera kennsl á þessa bletti,“ segir Sigurður Gylfi, „og velta fyrir mér þýðingu þeirra. Listamaðurinn reynir að hylja snögga bletti í verki sínu, öfugt við ráðandi öfl sem neita að horfast í augu við þá. Þeir sem hafa áberandi bletti á sálarlífi sínu eru teknir úr umferð en aðrir læðast hræddir með veggjum, hnipra sig í húsa- skotum eða norpa um á víðavangi.“ Að skoða ljósmyndir | Helgi, afi Sigurðar, fæddist árið 1872 í Hrunamannahreppi. Hann flutti til Reykjavíkur rétt fyrir aldamót og hóf járnsmíðanám sitt. Í upphafi tutt- ugustu aldar stofnaði hann ásamt öðrum fyrirtækið Helga Magnússon & Co (HEMCO) sem starfaði fram á miðjan sjöunda áratuginn í Hafnarstræti 19. Sjálfur bjó Helgi og eiginkona hans Oddrún Sigurðardóttir ásamt 12 börnum fyrst í Banka- stræti 6 og eftir 1930 í Bankastræti 7. Fjölskyldan efnaðist vel og fyrirtækið sótti stöðugt í sig veðrið. Helgi hafði áð- urnefnt áhugamál, hann safnaði alla sína tíð myndum af óvenjulegu fólki; íslensku utangarðsfólki og flökkurum og varð safnið undir lokin orðið allnokkuð að vöxtum. „Faðir minn,“ segir Sigurður Gylfi, „Magnús Helgason framkvæmdastjóri í Reykjavík, sagði mér þá sögu að Helgi afi hefði haft þann sið að sitja yfir safninu og njóta þess að skoða gaumgæfilega hverja mynd. Safnið fékk ég afhent að gjöf upp úr 1980 á þeim tímamótum í mínu lífi þegar ég var að hefja háskólanám í sagnfræði. Trúlega hefur föður mínum af þeim sökum fundist vel við hæfi að safnið hafnaði í minni vörslu, en hann hafði fengið það í sínar hendur eftir að afi dó árið 1956.“ Óvenjulegt áhugamál | Sigurður Gylfi, sem hefur unnið að hinum svonefndu einsögu- rannsóknum um nokkurt skeið, var áhugasamur um þessar myndir enda voru þær af- ar óvenjulegar. Sumar voru þekktar en aðrar hafði hann ekki séð áður. Hann hefur sinnt rannsóknum á alþýðumenningu og fannst því tilvalið að reyna að tengja ljós- myndirnar sagnfræðilegri umfjöllun sinni. En tækifærið til þess gafst ekki fyrr en tutt- ugu árum eftir að hann eignaðist það. „Lengi vel skildi ég ekki hvers vegna afi minn safnaði þessum ljósmyndum af vandalausu fólki; ég sá ekki tilganginn í fyrirhöfninni og gat ekki með nokkru móti áttað mig á þessum mikla áhuga hans,“ segir Sigurður Gylfi. „Og þannig liðu árin. Af og til fletti ég safninu án þess þó að efnið opinberaðist mér. Lengst af lá það niðri í skúffu hjá mér en þó var ég oft með hugann við það.“ Heill veggur á heimili Sigurðar Gylfa er þakinn fjölskylduljósmyndum, annars vegar úr föðurfjölskyldunni og hins vegar úr móðurfjölskyldunni, Katrínar Sigurð- ardóttur. Reyndar ber öll íbúðin nokkurn keim af arfleiðinni því t.d. bókaskápurinn hans er úr gömlu tilraunastofunni hjá Hörpu hf. En undir lok tuttugustu aldar má segja að tvennt hafi gerst sem breytti áhuga Sigurðar Gylfa á ljósmyndunum: Árið 1999 ákvað útgáfufélagið Bjartur að fá fræðimenn í ReykjavíkurAkademíunni og rithöfunda sem voru þá á snærum forlagsins til að velja sér mynd og rita um hana texta. Hugmyndin var að birta svo niðurstöðuna í sérstöku riti. Sigurður var þá for- maður ReykjavíkurAkademíunnar og ákvað að taka þátt í þessu framtaki. „Ég vissi strax hvaða mynd ég ætlaði að skrifa um. Það var mynd úr áðurnefndu safni afa míns, mynd af manni sem gekk undir nafninu Rottu-Petersen,“ segir Sigurður. Tveir heimar | Textinn um Rottu-Petersen átti eftir að draga dilk á eftir sér, því þá fyrst rann merking myndasafnsins upp fyrir Sigurði. „Og það sem meira var, ég þótt- ist skilja ástæður afa míns betur en fyrr. Þar réð mestu sýning sem Birgir Andrésson myndlistamaður setti upp í JL-húsinu sem hýsir ReykjavíkurAkademíuna,“ segir hann. Sýningin samanstóð af nokkrum tugum andlitsmynda af þessum sama hópi fólks og afi hans hafi sem mestan áhuga á. „Að sjá þær í stækkuðu formi uppi á vegg í stórum sýningarsal dró fram andstæðuna milli þessara lifandi og fjölbreyttu andlita UNDARLEGT FÓLK OG UTANGÁTTA Hverju höfum við glatað þegar búið er að gjörhreinsa samtíðina af kynlegum kvistum? Eftir Gunnar Hersvein 17.10.2004 | 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.