Morgunblaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 1
Siggi sæti ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 25 83 2 09 /0 4 Opnað upp á gátt Fjórtán þjóðir taka þátt í þjóðhátið Austfirðinga | Minnstaður Borða skyr á hverjum degi Matreiðslumaðurinn George Holmes býður í mat | Daglegt líf Íþróttir í dag Miðjan höfuðverkur  Íslenskir kylfingar  Endurkomu Lárusar Orra seinkar  Höfum gleymt okkur í sigurvímu STOFNAÐ 1913 246. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is FELLIBYLURINN Ívan magnað- ist í Karíbahafinu og stefndi að Jamaíka og hugsanlega Flórída í gær eftir að hafa kostað yfir 33 manns lífið í Grenada, Dóminíska lýðveldinu, Tobago og Venesúela. Má á myndinni sjá indjánakonu á smáeyjunni Manaure Baja í Kar- íbahafinu bíða óveðursins í gær. Almannavarnayfirvöld voru með mikinn viðbúnað á Jamaíka og veð- urfræðingar vöruðu við mestu náttúruhamförum á eyjunni í hálfa öld. Búist var við að Ívan gengi yfir Jamaíka í dag, síðan Kúbu og í átt að Flórída fyrir sunnudag. Banda- rísk yfirvöld fyrirskipuðu íbúum Florida Keys-eyjanna, suður af Flórída-skaga, að forða sér þaðan. Fregnir hermdu að 90% af 100.000 íbúðarhúsum Grenada hefðu skemmst í fellibylnum. Margir notuðu tækifærið til að láta greipar sópa um verslanir í höf- uðborginni, St. George’s, og her- menn voru sendir þangað til að koma á lögum og reglu. Reuters Nálgast Jamaíka 33 látnir af völdum fellibylsins Ívans í Karíbahafinu FANGAR frá austanverðri Evrópu, sem afplána dóm í norskum fangelsum, fá eins og innlendir fangar dagpeninga og geta líka drýgt verulega tekjurnar með aukavinnu. Aft- enposten segir að fangarnir gefi haft rösklega 20 þúsund ísl. kr. á mánuði sem svarar til mánaðarlauna í Litháen. Margir A-Evrópubúar hafa komist í kast við lögin í S- Noregi á árinu og er oftast um að ræða innbrot eða þjófnað. „Þeim virðist finnast ágætt að vera í fangelsi í Noregi og fá dagpeninga. Sumir spara og taka því með sér peninga þeg- ar afplánun er lokið,“ segir Arne Pedersen hjá lögregl- unni í Agder. Hann segir að langflestir hafni því að gang- ast við sök og fá þannig af- plánun sína stytta. Þénað bak við rimlana „MÆTTI bjóða ungfrúnni upp í dans?“ gæti vegfarandinn virst vera að segja við gínuna sem stóð uppáklædd fyrir framan verslun á Klapparstígnum. Raunar væri líka hægt að ímynda sér að gínan væri þátttakandi í samræðum mannanna tveggja. Morgunblaðið/Ómar Félagslynd gína Rússar segja a.m.k. sex mannanna sem stóðu að gíslatökunni í Beslan í N-Ossetíu í síðustu viku hafa komið frá Tétsníu. Var Sergei Lavrov, ut- anríkisráðherra Rússlands, afar harðorður í gær í garð vestrænna ríkja sem hann sagði hafa átt þátt í að valda þeim hörmungum sem Tét- senar hafa mátt þola undanfarin ár. „Þegar vinir okkar á Vesturlönd- um þrýsta á okkur að endurskoða stefnu okkar og aðferðir í Tétsníu þá ráðlegg ég þeim að skipta sér ekki af því hvernig Rússland hagar stefnu sinni í innanríkismálum – en það gera þeir með því að veita hryðju- verkamönnum hæli sem bera beina ábyrgð á þeim hörmungum sem tét- senska þjóðin hefur mátt upplifa,“ sagði Lavrov. Hann nefndi engin lönd í þessu sambandi en vitað er að Rússar voru afar reiðir Bretum þeg- ar þeir veittu Akhmed Zakajev, full- trúa Maskhadovs, pólitískt hæli á sínum tíma og Bandaríkjamönnum þegar þeir veittu Iljas Akhmadov hæli, öðrum nánum samstarfsmanni Maskhadovs. Fé sett til höfuðs Pútín Utanríkisráðherra Rússlands harðorður í garð Vesturlanda Moskvu, Kaíró. AFP, AP.  Ef þið/16 TÉTSENSKIR uppreisnarmenn settu í gær 1.460 milljónir ísl. kr. til höfuðs Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Guldu þeir þannig líku líkt en rússnesk yf- irvöld hétu í fyrradag hverjum þeim, sem gæti gefið upplýsingar sem dygðu til að gera tétsensku uppreisnarleiðtogana Shamil Basajev og Aslan Maskha- dov „óvirka“, samanlagt þessari sömu upphæð. Þá lýstu íslömsk samtök sem segjast hafa grandað tveimur farþegaflugvélum yfir Rússlandi nýverið, með þeim afleiðingum að 90 fórust, því yfir að Pútín væri þeirra næsta skotmark. KB banki óx mest allra banka í heim- inum í fyrra. Bankinn var í 911. sæti yfir stærstu banka heimsins í fyrra en er nú í 459. sæti, samkvæmt lista breska tímaritsins Banker Magazine sem Financial Times gefur út. „Við hjá KB banka áætlum að við verðum í árslok í um 260. sæti hvað bankastærð varðar, þ.e. eftir að við höfum gengið frá kaupunum á danska bankanum FIH,“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka. Hann segir að á sama tíma og markmið bankans um vöxt hafi náðst sé ekki síður mikilvægt að lánshæf- ismat bankans hafi batnað. Það sanni að hraður vöxtur hafi ekki komið niður á gæðum starfseminnar. Á lista Bankers Magazine er Ís- landsbanki í 635. sæti yfir stærstu banka í heiminum og Landsbankinn í 724. sæti. KB banki vex hraðar en aðrir bankar  KB banki/12 NÝJA plata Bjarkar Guð- mundsdóttur, Medúlla, fór í 14. sæti bandaríska breið- skífulistans, sem birtur var í gær. Engin af fyrri plötum Bjarkar hefur stokkið svo hátt í fyrstu söluviku. Seld- ust 65.000 ein- tök af Medúllu í fyrstu vikunni í Bandaríkjunum. Hér á landi fór platan beint á topp Tónlist- ans og hefur selst í yfir eitt þúsund eintökum./46 Besta byrjun Bjarkar AYMAN al-Zawahiri, næstráðandi Osama bin Ladens, leiðtoga al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna, fullyrðir að ósigur herja Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan sé einungis tímaspursmál í nýju myndbandi sem arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera sýndi í gær. Bandaríkjamenn hafi hörfað í skotgrafir sínar. Ár er nú liðið síðan al-Zawahiri sást síðast í sambæri- legu myndbandi. Hann vekur athygli á því í myndbandinu, þar sem hann sést með hvítan túrban á höfði og árás- arriffil, að bandarískir ríkisborgarar séu hvergi óhultir á meðan stjórnvöld í Washington „halda áfram glæpum sínum í Írak, Afganist- an og Palestínu“. Fullyrðir hann jafnframt að liðsmenn al-Qaeda ráði „aust- ur- og suðurhluta Afganistans að fullu leyti“ með aðstoð borgara landsins. Al-Zawahiri sigurviss Dubai. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.