Morgunblaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BRÖGÐ Í TAFLI? Opinberar tölur í Úkraínu bentu til þess í gær að Viktor Janúkóvítsj forsætisráðherra hefði borið sigur- orð af keppinaut sínum, Viktor Júsénkó, í forsetakosningunum á sunnudag. Stuðningsmenn Júsénkós mótmæltu ákaft og sögðu að brögð hefðu verið í tafli. Erlendir eftirlits- menn segja einnig að miklir gallar hafi verið á framkvæmd kosning- anna. Eldsvoði við Sundahöfn Mikill eldur kom upp í endur- vinnslufyrirtækinu Hringrás við Sundahöfn í Reykjavík seint í gær- kvöldi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út og fjölmennt lögreglulið, Þykkan reyk, m.a. frá brennandi hjólbörðum, lagði yfir svæðið. Fólk sem býr í grennd við svæðið yfirgaf íbúðir sínar og í Langholtsskóla kom Rauði krossinn upp miðstöð. Milljón Írakar hurfu Enn er ekkert vitað um örlög milljón Íraka sem hurfu í stjórnartíð Saddams Husseins, að sögn ráð- herra mannréttindamála í Írak. Búið er að finna alls 283 fjöldagrafir í landinu og talið að þær séu fleiri. Skuldbindingar aukast Líklegt er að fleiri lífeyrissjóðir en Lífeyrissjóður verslunarmanna muni taka tillit til nýrra upplýsinga um lengri meðalævi Íslendinga og vaxandi örorkubyrði. Þorgeir Eyj- ólfsson, forstjóri LV, segir að þessar breyttu forsendur muni auka skuld- bindingar sjóðanna að jafnaði um 7%. Greiða fyrir kosningum Stjórnvöld í Ísrael hafa heitið því að greiða eftir mætti fyrir því að for- setakosningar Palestínumanna geti farið vel fram í janúar. Kom þetta fram er utanríkisráðherra Banda- ríkjamanna, Colin Powell, ræddi við ráðamenn í Ísrael í gær. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                   ! " #               $         %&' ( )***                                  JÓN Viðar Matthíasson aðstoðarslökkviliðs- stjóri sagði um eittleytið í nótt að þeir væru að ná tökum á eldinum en það væri mikil vinna framundan við að moka úr haugnum og slökkva í öllu saman. „Það eina sem virkar núna er að moka úr haugnum, dreifa úr honum og slökkva í honum þannig, en þetta er alveg gífurlegt magn. Þetta er alveg svakalegt magn af eldsmat,“ sagði Jón Viðar, sem stjórnaði slökkviliðsstörfum á vett- vangi. Hann sagði að um 80 slökkviliðsmenn væru að störfum á vettvangi, en að auki væru aðrar stöðvar í bænum mannaðar til að sinna því sem þar kæmi upp á. Þá hefðu reykkafarar verið sendir í stigahús í nágrenninu. Slökkviliðsmenn í Keflavík hefðu tekið að sér að sinna slökkvi- liðsstörfum og sjúkraflutningum í Hafnarfirði og mjög stór og öflugur bíll hefði komið af Keflavíkurflugvelli til aðstoðar. Jón Viðar sagði að aðalvandinn skapaðist af dekkjum sem væru að brenna en að auki væri töluvert af timbri og öðru slíku „þannig að það má eiginlega segja að allar áramótabrennur Reykjavíkurborgar í mörg ár séu saman komn- ar hér á einum stað,“ sagði Jón Viðar. Hann sagði að mikill eldur hefði verið í haugnum og áfastri skemmu þegar slökkviliðið hefði komið á staðinn. Síðan hefði baráttan snú- ist um það að fá ekki eldinn í allan hauginn. Þeim hefði tekist að einangra eldinn við einn ákveðinn haug með því að grafa geil í gegnum hann og fengið til þess góða aðstoð frá starfs- mönnum Hringrásar og hjólaskóflur frá fyrir- tækinu ET við hliðina. Sá haugur sem eldurinn væri í væri hins vegar verulega stór og aðkoma með bíla og tæki dálítið takmörkuð, þar sem haugurinn lægi upp í brekkuna. Það væri því mikil vinna framundan. Jón Viðar Matthíasson aðstoðarslökkviliðsstjóri Gífurlega mikið af eldsmat Í dag Sigmund 8 Viðhorf 29 Viðskipti 14 Minningar 29/34 Erlent 16/17 Brids 35 Landið 19 Bréf 38 Akureyri 20 Dagbók 38/40 Austurland 21 Listir 41/43 Daglegt líf 22 Fólk 44/49 Listir 23 Bíó 46/49 Umræðan 24/30 Ljósvakar 50 Forystugrein 28 Veður 51 * * * SLÖKKVILIÐIÐ brá á það ráð að beita tveimur risa- stórum hjólaskóflum til þess að ráða niðurlögum eldsins við Sundahöfnina seint í gærkvöldi. Þær fóru að jöðrum eldhafsins og tóku úr haugnum og fóru með brakið á ákveðið svæði þar sem slökkt var endanlega í því. Þannig var slökkviliðið smám saman að vinna sig að miðju eld- hafsins til þess að ráða niðurlögum hans. Þá fékk slökkviliðið aðstoð frá dönsku varðskipi, sem hér er statt, en það dældi upp sjó sem notaður var í bar- áttunni við eldinn. Morgunblaðið/JúlíusÍ húsnæði endurvinnslunnar Hringrásar við Klettagarða. Grafa sig inn að miðju eldhafsins LJÓST er að verulegt tjón varð í eldsvoðanum á athafnasvæði Hring- rásar í gærkvöldi. Vaktmaður Hringrásar sem var á eftirlitsferð á svæðinu í gærkvöldi varð var við eldinn sem kviknað hafði í skemmu og stórum haug hjólbarða við hlið skemmunnar sem fyrirtækið nýtir í endurvinnslu. Kallaði hann þegar í stað út slökkvi- liðið en þá var komið upp mikið eld- haf að sögn Einars Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Hringrásar. Einar var ásamt fleiri starfs- mönnum Hringrásar á svæðinu seint í gærkvöldi og sagðist hann gera ráð fyrir að þeir yrðu þar í alla nótt og reyndu eftir fremsta megni að aðstoða slökkviliðið við störf sín. Mikinn reyk lagði úr stórum haug hjólbarða sem Hringrás hefur fengið til endurvinnslu og lagði svartan reyk úr haugnum yfir stórt svæði. Tækjabúnaður sem var í skemm- unni brann í eldsvoðanum. ,,Þetta kemur allt í ljós þegar við getum áttað okkur á þessu í birt- ingu á morgun,“ sagði Einar í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann sagðist lítið geta áttað sig á hversu mikið tjón hefur orðið eða hver voru upptök eldsins. „Þarna eru vanir menn sem leggjast á eitt um að vinna við að ráða niðurlögum eldsins og reyna að takmarka tjónið eins og hægt verður. Okkur Hringrásarmönnum er efst í huga þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem leggja hönd á plóg þarna. Það er aðalatriðið á þessari stundu,“ sagði hann. Allir leggjast á eitt um að ráða niðurlögum eldsins GEIRJÓN Þórisson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn, sagði að gengið hefði nokkuð vel að rýma húsin við Kleppsveg. Auðvitað kæmi alltaf eitthvað upp á og sumum fyndist þetta alger óþarfi, en almennt séð hefði þetta gengið ljómandi vel. Geirjón sagði að það hefði ekki verið um annað að ræða en rýma húsin. Það vissi enginn hvað hefði getað gerst. Ef þessi reykur kæm- ist inn í húsin þá væru menn komn- ir í stórvandræði, en reykurinn hefði staðið beint á þau. „Fólk hefur tekið mjög vel í þetta. Við höfum verið með tilkynn- ingar í útvarpi og fólk fylgist vel með hvað er að gerast,“ sagði Geir- jón. Hann sagði að engin slys hefðu orðið á fólki. „Menn eru orðnir slæptir og vel reyktir eins og sagt er. Þetta er viðbjóðslegur reykur og menn hafa andað honum tölu- vert að sér, en það hefur enginn borið skaða af ennþá,“ sagði Geir- jón einnig. Hann sagði að það hefði verið gengið skipulega í öll hús við Kleppsveg milli Dalbrautar og Laugarnesvegar, en einnig hefði verið farið um aðliggjandi götur og óskað eftir að fólk þar yrði tilbúið ef það þyrfti að rýma húsin. Vel gekk að rýma húsin og ekki vitað um slys BÚIÐ var að flytja rúmlega fimm hundruð manns af heimilum sínum við Kleppsveg um eittleytið í nótt. Þá fóru einnig reykkafarar um húsin til þess að tryggja að enginn íbúi væri þar eftir. Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri, sagði að flestir færu til ættingja en þeir sem ekki færu til þeirra færu í hjálparstöðina sem komið hefði verið upp í Langholtsskóla. Þar væru um hundrað manns. Hrólfur sagði að ekki væri vitað um nein slys á fólki en búið væri að gera slysadeildina klára til að taka við fólki sem væri hugsanlega með reykeitrun og læknar og hjúkrunar- fólk væri í Langholtsskóla. Hann sagði aðspurður að það væri ekki annað að sjá en það yrðu miklar reykskemmdir á íbúðum við Klepps- veg, en það væri ekki hægt að gera sér grein fyrir því á þessari stundu. 500 manns flutt af heimilum sínum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.