24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 70

24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 24stundir „Við erum svo oft eins og hvítu meirihlutarollurnar sem taka öllu gagnrýnislaust sem að þeim er rétt. [...] Esther og félagar hennar í samtökum rauðhærðra eru glæsilegt dæmi um sjálf- stæðar, gagnrýnar og skynsamar rauðar rollur.“ Teitur Atlason teitur-teitur.blogspot.com „Heilt yfir er ég bara frekar sátt- ur. Hef alveg auðmýkt í að greina frá því að fyrir 9 árum fór ég í prufu á X-inu. Mætti snemma morguns alveg haugþunnur og þær þrjár kynningar sem ég tók eru án nokkurs vafa þær verstu í útvarpssögunni. Það var pínlegt. Ég viðurkenni það.“ Henry Birgir blogg.visir.is/henry „Nostalgískur gæsahúðar- og kjánahrollur skiptist á að renna eftir bakinu á mér þar sem ég er staðsett í nýjum söngleik Hall- gríms Helgasonar sem gerist árið 1980. […] Enginn nema húmors- laus maður kemst svo frá verkinu án þess að hlæja sig máttlausan […] Sem sagt frábær skemmtun.“ Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir bryndisisfold@blog.is BLOGGARINN Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Já, þetta er mikill heiður og Lee er líka alveg að meika það þarna úti sem lagahöfundur og því er frá- bært að fá að halda áfram að semja svona mikið með honum. Það er hægt að læra svo margt af honum,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún en hún heldur 3. júní til Nashville í Bandaríkjunum til að vinna að næstu plötu sinni. Plötuútgefand- inn Sony Music hefur samið við Jóhönnu um að hún, ásamt laga- höfundinum Lee Horrock, muni í Nashville vinna efni á næstu plötu hennar ásamt því að semja efni fyrir aðra listamenn á snærum út- gáfurisans. Lagt inn í lagabankann Horrock er enginn nýgræðingur í bransanum en hann hefur til dæmis samið lög fyrir ekki ómerk- ari tónlistarmenn en Celine Dion og Enrique Iglesias. Hann var Jó- hönnu innan handar við vinnslu síðustu plötu hennar, Butterflies and Elvis, og er ekki annað að sjá en samstarfið hafi verið með ágæt- um því platan vermir nú annað sætið yfir mest seldu plötur lands- ins. Þau lög sem fara ekki inn á næstu plötu Jóhönnu munu fara í sérstakan lagabanka hjá Sony Mu- sic sem útgefandinn getur síðan deilt út til annarra listamanna. „Þetta virkar þannig að maður semur bara fullt af lögum sem fara síðan inn í þennan banka. Maður tekur frá lögin sem maður vill hafa sjálfur og síðan eru hin lögin þarna til staðar svo að fólk geti hlustað á þau.“ Úr þessum lagabanka geta aðrir listamenn á snærum Sony Music náð sér í lög til flutnings og því gæti vel svo farið að lag eftir Jó- hönnu myndi fara á lagalistann hjá heimsþekktum tónlistarmönnum. „Við ætlum bara að semja sem flesta stíla af tónlist, við ætlum ekki að semja neitt eitt ákveðið.“ Kántríið heillar Nashville er mjög þekktur stað- ur í ameríska tónlistariðnaðinum, sérstaklega sem mekka kántrí- tónlistarinnar. Það er því spurning hvort Jóhanna verði undir enn meiri kántríáhrifum á næstu plötu sinni. „Við erum aðeins að hugsa um það. Það gæti alveg vel verið því ég fíla það rosalega vel.“ Yohanna í boði Sony til Nashville Semur fyrir sjálfa sig og stjörnurnar Söngkonan Jóhanna Guðrún heldur til Nash- ville í Bandaríkjunum 3. júní næstkomandi á veg- um Sony Music. Þar mun hún semja efni fyrir næstu plötu sína. Vel tekið Nýjasta plata Jóhönnu hefur fengið góðar viðtökur. Gott samstarf Jóhanna Guðrún og Lee Horrock náðu vel saman við vinnslu Butterflies and Elvis. HEYRST HEFUR … Á Facebook-síðu Vesturports kemur fram að stór- leikarinn Hilmir Snær Guðnason muni taka við hlutverki Gaels Garcia Bernals í uppsetningu Vest- urports á Kommúnunni. Ekki er annað hægt að segja en að Hilmir Snær sé fullkominn í hlutverkið því leikaraliðið berar sig reglulega í sýningunni og enginn íslenskur leikari hefur berað sig oftar en ein- mitt fyrrnefndur Hilmir Snær. vij … og enn af Bubba Morthens. Á frídegi verka- manna, 1. maí, hélt kóngurinn tónleika í Hlégarði í Mosfellsbæ. Þar sá Bubbi sig tilneyddan til að gera hlé á tónleikunum þegar hann sá að einn eldheitur Bubba-aðdáandi var að mynda tónleikana með upptökuvél. Eftir að hafa frætt aðdáandann um hluti á borð við einka- og höfundarrétt hélt Bubbi tónleikunum áfram eins og ekkert hefði í skorist. vij „Ef þetta gengur vel núna þá er planið að stækka þetta enn frekar á næsta ári. Þá verður dagskrá á föstudeginum og jafnvel á fimmtu- deginum líka ef þetta gengur rosa- lega vel,“ segir Stefán Jakobsson sem ásamt Elísabetu Sigurð- ardóttur og meðlimum hljóm- sveitarinnar Thingtak vinnur nú hörðum höndum að skipulagn- ingu tónleikanna Úlfaldi úr mý- flugu sem fram fara í Mývatnssveit þann 12. júlí. Tónleikastaðurinn sem hefur orðið fyrir valinu er mjög sérstakur en spileríið mun fara fram í gam- alli hlöðu við Mývatn. „Ástæðan fyrir því að við ætlum að hafa þetta í hlöðu er engin sérstök nema bara að það er svalt. Pabbi hennar Betu á þessa hlöðu, hann er hættur bú- skap þannig að hún stendur bara tóm.“ Stefán segir að allur undirbún- ingur hátíðarinnar gangi vel, styrktaraðilasöfnun gangi með ágætum og allt sé að smella saman. Nú þegar hafa tvær hljómsveitir staðfest komu sína, Thingtak og Jan Mayen, en Stefán segir að fleiri sveitir séu svo gott sem búnar að staðfesta þátttöku sína. Mývatn er að öðrum stöðum ólöstuðum einn fallegasti staður landsins og því er hreint ótrúlegt að enginn skuli hafa fengið þá hug- dettu fyrr að halda tónlistarhátíð á staðnum. „Ég veit ekki af hverju engum hefur dottið þetta í hug fyrr. Það dettur öllum bara í hug að halda einhverja kóratónleika og eitthvað svoleiðis. Ég sé ekki í fljótu bragði af hverju þetta ætti að klikka,“ segir Stefán að lokum. vij Efna til tónleika í hlöðu í Mývatnssveit Hyggjast gera úlfalda úr mýflugu Skipuleggur hlöðutónleika Stefán er bjartsýnn á að tónleikahaldið gangi vel. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 4 7 5 1 6 3 9 8 2 8 9 6 4 5 2 7 1 3 1 3 2 7 8 9 4 5 6 9 1 7 2 3 6 5 4 8 5 2 3 8 4 7 1 6 9 6 4 8 9 1 5 2 3 7 7 5 1 3 9 8 6 2 4 2 8 4 6 7 1 3 9 5 3 6 9 5 2 4 8 7 1 Ég er viss um að þið eruð öll spennt að hitta nýja stjórnarformanninn. 24FÓLK folk@24stundir.is a Já, nú er ég búin að máta og þá er að raða upp á nýtt og tefla aðra. Skák og mát? Guðfríður Lilja Grétarsdóttir lætur í dag af starfi sínu sem forseti Skáksambands Íslands á aðalfundi sambandsins. Hún hefur gegnt starfinu síðastliðin fjögur ár. Meistari Bubbi Morthens hefur nú lokið tónleika- ferð sinni um höfuðborgarsvæðið til að kynna væntanlega plötu sína, 4 naglar. Á miðvikudags- kvöldið lék hann fyrir gesti í Félagsgarði í Kjós. Á meðal gesta var unnusta hans Hrafnhildur Haf- steinsdóttir en Bubbi upplýsti tónleikagesti um að í næstu viku myndu þau Hrafnhildur flytja formlega inn í nýtt heimili sitt við Meðalfellsvatn. vij
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.