Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

24 stundir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
24 stundir

						24
stundir MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 13
VeriðvelkominíNettó
Mjódd-Salavegi-Akureyri-Höfn-Grindavík
...ekkibaramatur!
TILBOÐIN GILDA 17. - 20. JÚLÍ
www
.markhonnun.is
49.990kr
499kr/stk
WEBER GRILLKRYDD
FRÁBÆRT
VERÐ!
GRILLÁHÖLD
4 BRENNARA GRILL
4
BRENNARAR!
www.signature.is
Fiskislóð 45  101 Reykjavík  Sími 565 3399
Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15
Útisófasett frá Saccaro
H
vers á færeyska krónan að
gjalda? Af hverju vill
enginn
taka hana upp?
Hvar er Vestnor-
ræna ráðið núna?
Árni Johnsen,
halló!? segir Árni
Snævarr og gerir
harða hríð að forsætisráðherra.
?Á sama tíma skilur Geir H.
Haarde ekki neitt í neinu og
minnir sífellt meir á Mr. Chance í
ógleymanlegri skáldsögu Kozinski
og kvikmyndinni Being there,?
segir Árni Snævarr, sem ekki fékk
inni með Evrópuþátt á RÚV ? og
áfram: ?Crisis? What Crisis? segir
Geir, eins og hljómsveitin Super-
tramp. Krónan kostaði með-
alskuldarann 1,7 milljónir á síð-
asta ári.? ?Afneitun,? segir Árni. 
O
g fast er skotið úr hinni
áttinni. Vefþjóðviljinn
talar um sísöng Evr-
ópusinna í garð forystu Sjálfstæð-
isflokksins. Að
krefja hana um af-
stöðu í Evrópumál-
unum sé eins og að
krefja VG um af-
stöðu til virkjana í
Þjórsá. 
?Sjálfstæðisflokkurinn hefur
skýra stefnu í Evrópumálum og
Geir H. Haarde, formaður hans,
er eindreginn og skýr, jafnt í and-
stöðu við inngöngu í ESB sem við
upptöku evru sem gjaldmiðils á
Íslandi. En á Evrópufjölmiðl-
unum heitir það ekki afstaða
nema menn vilji að Ísland renni
inn í evrópska stórríkið. ? Og
þegar einhver, ? skrifar hundr-
uðustu greinina eða sendir frá sér
þúsundustu ályktunina, dettur
fréttamönnum það eitt í hug að
hringja í Baldur Þórhallsson og
spyrja hvort nú hafi ekki orðið
vatnaskil. Og hann heldur það
nú.?
L
eiðsögumenn
tala um evr-
ugúrku-
umræðu, stóra mál-
ið nú séu kamrar.
?Þetta er sumar hinna lokuðu sal-
erna,? sagði einn þeirra við RÚV.
Lára Hanna Einarsdóttir, fræg
fyrir að stöðva Bitruvirkjun,
blandar sér í slaginn og þá mega
einhverjir fara að vara sig. ?Hver
ber ábyrgð á því að náttúruperlur
okkar séu ekki útmignar og
-skitnar og mishuggulegur pappír
fjúkandi ??? spyr Lára Hanna og
furðar sig á að Ferðamálastofa
komi upp kömrum ? og þar við
sitji. beva@24stundir.is
KLIPPT OG SKORIÐ
Samtökin Saving Iceland hafa
um nokkurra ára skeið mótmælt
því að byggð yrðu vistvæn orkuver
á Íslandi. Aðallega hafa mótmælin
beinst gegn byggingu Kárahnjúka-
virkjunar en nú einnig að jarð-
varmaveitunni á Hellisheiði. Sam-
tökin leggja sérstaka rækt við að
mótmæla vistvænustu orkuverum í
veröldinni. Þá hafa samtökin mót-
mælt stóriðjustefnu. 
Félagar í samtökunum hafa sama
rétt og aðrir til að halda fram skoð-
unum sínum og mótmæla í lýð-
frjálsu landi. Samt sem áður verða
mótmælin að vera innan þeirra
marka sem lög heimila. Vandamál
við mótmæli Saving Iceland hafa
komið til vegna þess að félagar og/
eða áhangendur samtakanna hafa
iðulega farið langt út fyrir eðlileg
mörk í mótmælum og staðið fyrir
skemmdarverkum og lögbrotum.
Nefna má í því sambandi skemmd-
arverk sem unnið var hjá ræðis-
manni Íslands í Edinborg en einnig
má benda á að lögregluyfirvöld
hafa oft þurft að hafa afskipti af
mótmælum samtakanna. Árið
2006 voru 14 félagar í samtökunum
kærðir og dæmdir fyrir að standa í
skemmdarverkum og fara ekki að
tilmælum lögreglu svo dæmi séu
tekin. Þegar þetta er skrifað hafa
mótmæli samtakanna við Hellis-
heiðarvirkjun verið friðsamleg. Ís-
lensk sumarrigning er meira en
margir mótmælendurnir gátu þol-
að og urðu því að sækja sér aðstoð
og hlýju frá þeim orkuverum sem
mótmæli þeirra beinast gegn. 
Þó á þessum inngangi megi skilja
að ég er ekki sérstakur aðdáandi
samtakanna Saving Iceland, þá
hækkuðu þau verulega í áliti hjá
mér í dag. Vistvæni varaformaður
Orkuveitu Reykjavíkur, Ásta Þor-
leifsdóttir úr Íslandshreyfingunni,
segist í frétt dást að hugsjón sam-
takanna Saving Iceland. Hún bauð
samtökunum óformlega að sækja
um styrk hjá fyrirtækinu. Varafor-
maður Orkuveitunnar vildi hlutast
til um að mótmælasamtökin, hvers
félagar eru margdæmdir fyrir
óhlýðni og skemmdarverk, fengju
styrk af almannafé frá Orkuveitu
Reykjavíkur. 
Í sjálfu sér kom mér þessi hugsun
Ástu Þorleifsdóttur ?umhverfis-
verndarsinna? ekki á óvart. Hún er
greinilega vön að vasast þannig
með opinbert fé að henni finnst
eðlilegt að því megi eyða eftir hent-
ugleikum. Þá hefur hún vafalaust
einnig haft í huga þegar Landsvirkj-
un af gjafmildi sinni styrkti for-
mann Íslandshreyfingarinnar um
margar milljónir vegna mótmæla
hans við Kárahnjúkavirkjun. For-
manninum fannst eðlilegt að taka
við styrknum frá Landsvirkjun og
hvers vegna þá ekki Saving Iceland.
Nú brá svo við að hugsjónafólkið
í Saving Iceland sagði nei takk við
Ástu Þorleifsdóttur. Því fannst ekki
eðlilegt að þiggja styrk úr hendi
þeirra sem mótmæli þeirra beinast
gegn. Ég tek ofan fyrir þessari af-
stöðu félaga Saving Iceland. Af-
staða nefndardrottningar Reykja-
víkur er hins vegar dæmigerð fyrir
þann fáránleika sem einkennir
meirihlutann í Reykjavík. Í sama
dagblaði og lesa mátti frétt um að
Saving Iceland hefði kurteislega af-
þakkað boð Ástu Þorleifsdóttur,
varaformanns Orkuveitunnar, var
frétt þar sem Ásta, sem fær yfir
hálfa milljón á mánuði fyrir nefnd-
arsetur og önnur viðvik hjá Reykja-
víkurborg, kvartar yfir því að þurfa
að borga símkostnað og akstur fyrir
REI. Það er raunar með ólíkindum
að milljarðafyrirtækið REI skuli
gera svona illa við stjórnarmann
sinn. Ásta upplýsir að hún fái 125
þúsund á mánuði fyrir stjórnarsetu
hjá REI en það er ekki nóg því að
engir aksturspeningar fylgja og
símann sinn verður hún að borga
sjálf. 
Stjórn Orkuveitunnar gæti e.t.v.
hlutast til um að veita Ástu styrkinn
sem Saving Iceland hafnaði. Þá gæti
þessi umhverfissinni sem er vara-
formaður Orkuveitunnar haldið
áfram að nota bílinn sinn til hins
ýtrasta auk símans. Það er engin
ástæða til þess að umhverfisvernd-
arsinnar í orði noti vistvæn farar-
tæki. Eða hvað? Af orðum og af-
stöðu nefndardrottningar
Reykjavíkurborgar Ástu Þorleifs-
dóttur að dæma, virðist brýnna að
sérgróða liðinu í stjórn Reykjavík-
urborgar verði vikið burt en fé-
lögum úr Saving Iceland.
Höfundur er alþingimaður
Burt með þá
VIÐHORF
a
Jón Magnússon 
Afstaða
nefnd-
ardrottn-
ingar Reykja-
víkur er hins
vegar dæmi-
gerð fyrir
þann fáránleika sem ein-
kennir meirihlutann í
Reykjavík. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32